Ég öfunda þig svo… Sigurður Árni Þórðarson skrifar 19. október 2010 06:00 Í fermingarfræðslunni í haust heyrði ég: „Ég öfunda þig svo af skónum þínum." „Ég öfunda þig ógeðslega af að fara í helgarferð til London!" „Ég öfunda þig svo… af þessu… af hinu…" Ég spurði öfundarfólkið hvað það meinti með svona setningum og ræddi svo við það um afstöðu og eðli öfundar. Margir viðurkenna blygðunarlaust, að þá langi í það sem aðrir eigi. Vegna klókinda - og jafnvel líka bælingar - talaði fyrri tíðar fólk ekki um ágirndarmál sín. Málfar breytist og óvíst er að ungt fólk samtímans öfundi freklegar en foreldrar þess, afar og ömmur gerðu á sínum tíma. Kannski brann eldri kynslóðin af öfund en í leyni? Öfund gýs upp í fólki gagnvart einhverju og einhverjum, sem eru eða eiga hið eftirsóknarverða. Hún getur verið afleiðing skerts sjálfsmats. Öfund dafnar helst í skugga skorti. Öfundin er ávöxtur hinna tilfinningalega snauðu, gleðifirrtu og viskuskertu. Önnur leið? Þau sem samgleðjast eru ekki full af skorti heldur ríkidæmi nægjuseminnar og oftast líka hamingju. Við þurfum að æfa okkur að segja: „Ég samgleðst þér," æfa okkur að hrósa og segja: „Mikið er þetta fallegur kjóll. Þú lítur glimrandi vel út, þetta var fallega sagt…" o.s.frv. Því fylgir jafnvel líkamleg vellíðan að segja: „Ég samgleðst þér." Þau sem gleðjast með öðrum losna úr álögum vansælu og skorts og hafa betri möguleika til lífsfyllingar og örlætis en annars væri. Þau sem lifa skort og sjá ekki út úr honum eru herpt, bæði líkamlega og tilfinningalega. Fátækur maður getur verið ríkur af lífsgæðum. Billjóner getur verið skínandi fátækur en eignasnauður getur verið auðjöfur heimsins. Allir ættu skilja bölvun skortsins, að þekkja uppsprettu efnishyggju og valdapots. Úti í búð hitti ég stráka úr fermingarfræðslunni. Einn þeirra var í fallegum bol og ég sagði við hann: „Mikið er þetta flottur bolur, sem þú ert í." Þá gall við í einum félaganum: „Öfundarðu hann af bolnum?" Ég áttaði mig á, að hann hafði heyrt það sem presturinn sagði og var að skemmta sér og mér með öfundarprófi. „Nei, ég öfunda hann ekki - ég samgleðst honum." Við getum auðveldlega dottið í öfund, sókn í ásýnd í stað hins varanlega. Æfum okkur í að samgleðjast - og hrósa líka. Þá förum við að horfa á okkur sjálf, samferðafólk okkar og lífsgæðin með augum Guðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun
Í fermingarfræðslunni í haust heyrði ég: „Ég öfunda þig svo af skónum þínum." „Ég öfunda þig ógeðslega af að fara í helgarferð til London!" „Ég öfunda þig svo… af þessu… af hinu…" Ég spurði öfundarfólkið hvað það meinti með svona setningum og ræddi svo við það um afstöðu og eðli öfundar. Margir viðurkenna blygðunarlaust, að þá langi í það sem aðrir eigi. Vegna klókinda - og jafnvel líka bælingar - talaði fyrri tíðar fólk ekki um ágirndarmál sín. Málfar breytist og óvíst er að ungt fólk samtímans öfundi freklegar en foreldrar þess, afar og ömmur gerðu á sínum tíma. Kannski brann eldri kynslóðin af öfund en í leyni? Öfund gýs upp í fólki gagnvart einhverju og einhverjum, sem eru eða eiga hið eftirsóknarverða. Hún getur verið afleiðing skerts sjálfsmats. Öfund dafnar helst í skugga skorti. Öfundin er ávöxtur hinna tilfinningalega snauðu, gleðifirrtu og viskuskertu. Önnur leið? Þau sem samgleðjast eru ekki full af skorti heldur ríkidæmi nægjuseminnar og oftast líka hamingju. Við þurfum að æfa okkur að segja: „Ég samgleðst þér," æfa okkur að hrósa og segja: „Mikið er þetta fallegur kjóll. Þú lítur glimrandi vel út, þetta var fallega sagt…" o.s.frv. Því fylgir jafnvel líkamleg vellíðan að segja: „Ég samgleðst þér." Þau sem gleðjast með öðrum losna úr álögum vansælu og skorts og hafa betri möguleika til lífsfyllingar og örlætis en annars væri. Þau sem lifa skort og sjá ekki út úr honum eru herpt, bæði líkamlega og tilfinningalega. Fátækur maður getur verið ríkur af lífsgæðum. Billjóner getur verið skínandi fátækur en eignasnauður getur verið auðjöfur heimsins. Allir ættu skilja bölvun skortsins, að þekkja uppsprettu efnishyggju og valdapots. Úti í búð hitti ég stráka úr fermingarfræðslunni. Einn þeirra var í fallegum bol og ég sagði við hann: „Mikið er þetta flottur bolur, sem þú ert í." Þá gall við í einum félaganum: „Öfundarðu hann af bolnum?" Ég áttaði mig á, að hann hafði heyrt það sem presturinn sagði og var að skemmta sér og mér með öfundarprófi. „Nei, ég öfunda hann ekki - ég samgleðst honum." Við getum auðveldlega dottið í öfund, sókn í ásýnd í stað hins varanlega. Æfum okkur í að samgleðjast - og hrósa líka. Þá förum við að horfa á okkur sjálf, samferðafólk okkar og lífsgæðin með augum Guðs.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun