Árangur meistarastjórans undir væntingum 21. maí 2010 11:11 Michael Schumacher og Ross Brawn unnu sjö meistaratitila með Benetton og Ferrari, en hafa ekki náð að landa sigri enn sem komið er með Mercedes. Mynd: Getty Images Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes segir að árangur liðs síns hafi verið undir væntingum í Mónakó um síðustu helgi, en liðið undirbýr sig núna fyrir kappaksturinn í Tyrklandi um aðra helgi. Brawn varð meistari með eigið lið í fyrr og seldi það svo Mercedes, en titilvörn hefur ekki gengið sem skyldi. Michael Schumacher varð í sjötta sæti á Mercedes í Mónakó og Nico Rosberg varð áttundi á samskonar bíl. "Árangurinn í Mónakó olli liðinu vonbrigðum og við náðum ekki að sýna hva í okkur býr. Við vorum með áreiðanlegan og samkeppnisfæran bíl, sem var fljótastur á köflum í mótinu, en við náðum ekki tilsettum árangri", sagði Ross Brawn hjá Mercedes um gengið í síðasta móti í fréttaskeyti liðsins. "Það er samt hvetjandi að við höfum tekið framförum í tveimur síðustu mótum og fundið út veikleika, sem við erum að bæta. Við erum með meiriháttar viðbætur við bílinn í komandi mótum, sem eru tilkomnar vegna mikillar vinnu starfsmanna okkar að undanförnu." Mercedes mætir á ný með bíl með lengra hjólhaf, sem var notaður i Barcelona á dögunum, en ekki í Mónakó. Þá mætir liðið með breytta yfirbyggingu og svokallaði "F-Duct", sem er búnaður sem gaf McLaren forskot hvað varðar loftflæði á hámarkshraða, en nú mætir Mercedes með samskonar búnað til að jafna stöðuna. "Það er löng leið framundan til að ná þeirri samkeppnisstöðu sem við viljum vera í, en mót frá móti vonast ég til að ná settu markmiði", sagði Brawn. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes segir að árangur liðs síns hafi verið undir væntingum í Mónakó um síðustu helgi, en liðið undirbýr sig núna fyrir kappaksturinn í Tyrklandi um aðra helgi. Brawn varð meistari með eigið lið í fyrr og seldi það svo Mercedes, en titilvörn hefur ekki gengið sem skyldi. Michael Schumacher varð í sjötta sæti á Mercedes í Mónakó og Nico Rosberg varð áttundi á samskonar bíl. "Árangurinn í Mónakó olli liðinu vonbrigðum og við náðum ekki að sýna hva í okkur býr. Við vorum með áreiðanlegan og samkeppnisfæran bíl, sem var fljótastur á köflum í mótinu, en við náðum ekki tilsettum árangri", sagði Ross Brawn hjá Mercedes um gengið í síðasta móti í fréttaskeyti liðsins. "Það er samt hvetjandi að við höfum tekið framförum í tveimur síðustu mótum og fundið út veikleika, sem við erum að bæta. Við erum með meiriháttar viðbætur við bílinn í komandi mótum, sem eru tilkomnar vegna mikillar vinnu starfsmanna okkar að undanförnu." Mercedes mætir á ný með bíl með lengra hjólhaf, sem var notaður i Barcelona á dögunum, en ekki í Mónakó. Þá mætir liðið með breytta yfirbyggingu og svokallaði "F-Duct", sem er búnaður sem gaf McLaren forskot hvað varðar loftflæði á hámarkshraða, en nú mætir Mercedes með samskonar búnað til að jafna stöðuna. "Það er löng leið framundan til að ná þeirri samkeppnisstöðu sem við viljum vera í, en mót frá móti vonast ég til að ná settu markmiði", sagði Brawn.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira