Mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttunni Jón Karl Helgason skrifar 18. júní 2010 06:00 Fyrir réttu ári síðan var verulegur meirihluti íslensku þjóðarinnar hlynntur því að teknar yrðu upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í skoðanakönnun sem Morgunblaðið gerði á tímabilinu 28. maí til 4. júní 2009 og kynnti 13. júní kom fram að 57,9% atkvæðisbærra Íslendinga voru hlynnt aðildarviðræðum, 26,4% voru því mótfallin og 15,7% voru óákveðin. Þetta þýðir að rúmir 2/3 hlutar þeirra sem tóku afstöðu vildu hefja viðræður. Íslensk stjórnvöld tóku mark á þessum óskum og hafa unnið síðustu tólf mánuði svo vel að þessu markmiði að á fundi sínum 17. júní ákvað leiðtogaráð Evrópusambandsins formlega að hefja aðildarviðræður við Ísland. Þetta eru góðar fréttir og viðeigandi að þessi ákvörðun hafi verið tekin á þjóðarhátíðardaginn, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, sem jafnframt er sá dagur sem íslenska lýðveldið var stofnað við hátíðlega athöfn á Þingvöllum árið 1944. Staðreyndin er sú að sjálfstæðisbaráttunni lýkur aldrei. Litlar þjóðir eins og við Íslendingar þurfa stöðugt að leita nýrra leiða til að tryggja stöðu sína og sjálfstæði í ótryggum og síbreytilegum heimi. Þær eiga í grundvallaratriðum um tvennt að velja: Að treysta á einn öflugan bakhjarl (stóran bróður) eða vera þátttakendur í fjölþjóðlegu samstarfi jafningja (tilheyra öflugri fjölskyldu). Við lýðveldisstofnun og raunar meirihluta lýðveldistímans var erlendur her í landinu og einn grundvallarþátturinn í íslenskri utanríkisstefnu snerist um að halda góðu sambandi við bandarísk stjórnvöld. Ætla má að einhliða ákvörðun tveggja ráðherra um að Ísland skyldi vera formlegur þátttakandi í innrásinni í Írak hafi verið tekin með þessa hagsmuni í huga en hún bar ekki þann árangur sem að var stefnt. Við getum ekki lengur treyst á Bandaríkin sem okkar stóra bróður. Vingjarnleg þjóðhátíðarkveðja Hillary Clinton breytir engu um þá staðreynd. Nýlegur gjaldeyrisskiptasamningur við Kínverja og viljayfirlýsing um þátttöku þeirra í uppbyggingu íslensks orkuiðnaðar benda til þess að fleiri stórir bræður séu í veröldinni en um leið er ljóst að við Íslendingar þurfum að kanna til hlítar alla möguleika sem okkur bjóðast til að tryggja að hér geti áfram lifað sjálfstæð þjóð í siðuðu samfélagi, sem njóti efnahagslegrar og andlegrar velsældar og hafi hugsjónir um frelsi, jafnrétti og bræðralag í fyrirrúmi. Aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skipta afar miklu máli í því samhengi. Hrun íslenska bankakerfisins haustið 2008 sýndi fram á veikleika íslensks samfélags, bankakerfisins, stjórnkerfisins og þess fyrirhyggju- og agaleysis sem við viljum stundum telja okkur til tekna. En um leið sýndi það fram á galla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og þeirrar fjarstæðu sem er í því falin að ætla að halda úti sjálfstæðum örsmáum gjaldmiðli á opnum fjármálamarkaði. Í samningum fólst auk þess veigameira framsal á fullveldi þjóðarinnar en í fullri aðild. Sem aðildarþjóð værum við virkir þátttakendur í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi sambandsins; eins og er erum við algjörlega áhrifalaus. Ég er í hópi þeirra sem bind vonir við að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skili góðri niðurstöðu fyrir okkur Íslendinga. Viðræðurnar marka nýtt spor í sjálfstæðisbaráttunni. Ef niðurstaða þeirra er góð getur hún tryggt stöðu og áhrif Íslands í samfélagi þjóðanna og eflt okkur til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir réttu ári síðan var verulegur meirihluti íslensku þjóðarinnar hlynntur því að teknar yrðu upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í skoðanakönnun sem Morgunblaðið gerði á tímabilinu 28. maí til 4. júní 2009 og kynnti 13. júní kom fram að 57,9% atkvæðisbærra Íslendinga voru hlynnt aðildarviðræðum, 26,4% voru því mótfallin og 15,7% voru óákveðin. Þetta þýðir að rúmir 2/3 hlutar þeirra sem tóku afstöðu vildu hefja viðræður. Íslensk stjórnvöld tóku mark á þessum óskum og hafa unnið síðustu tólf mánuði svo vel að þessu markmiði að á fundi sínum 17. júní ákvað leiðtogaráð Evrópusambandsins formlega að hefja aðildarviðræður við Ísland. Þetta eru góðar fréttir og viðeigandi að þessi ákvörðun hafi verið tekin á þjóðarhátíðardaginn, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, sem jafnframt er sá dagur sem íslenska lýðveldið var stofnað við hátíðlega athöfn á Þingvöllum árið 1944. Staðreyndin er sú að sjálfstæðisbaráttunni lýkur aldrei. Litlar þjóðir eins og við Íslendingar þurfa stöðugt að leita nýrra leiða til að tryggja stöðu sína og sjálfstæði í ótryggum og síbreytilegum heimi. Þær eiga í grundvallaratriðum um tvennt að velja: Að treysta á einn öflugan bakhjarl (stóran bróður) eða vera þátttakendur í fjölþjóðlegu samstarfi jafningja (tilheyra öflugri fjölskyldu). Við lýðveldisstofnun og raunar meirihluta lýðveldistímans var erlendur her í landinu og einn grundvallarþátturinn í íslenskri utanríkisstefnu snerist um að halda góðu sambandi við bandarísk stjórnvöld. Ætla má að einhliða ákvörðun tveggja ráðherra um að Ísland skyldi vera formlegur þátttakandi í innrásinni í Írak hafi verið tekin með þessa hagsmuni í huga en hún bar ekki þann árangur sem að var stefnt. Við getum ekki lengur treyst á Bandaríkin sem okkar stóra bróður. Vingjarnleg þjóðhátíðarkveðja Hillary Clinton breytir engu um þá staðreynd. Nýlegur gjaldeyrisskiptasamningur við Kínverja og viljayfirlýsing um þátttöku þeirra í uppbyggingu íslensks orkuiðnaðar benda til þess að fleiri stórir bræður séu í veröldinni en um leið er ljóst að við Íslendingar þurfum að kanna til hlítar alla möguleika sem okkur bjóðast til að tryggja að hér geti áfram lifað sjálfstæð þjóð í siðuðu samfélagi, sem njóti efnahagslegrar og andlegrar velsældar og hafi hugsjónir um frelsi, jafnrétti og bræðralag í fyrirrúmi. Aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skipta afar miklu máli í því samhengi. Hrun íslenska bankakerfisins haustið 2008 sýndi fram á veikleika íslensks samfélags, bankakerfisins, stjórnkerfisins og þess fyrirhyggju- og agaleysis sem við viljum stundum telja okkur til tekna. En um leið sýndi það fram á galla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og þeirrar fjarstæðu sem er í því falin að ætla að halda úti sjálfstæðum örsmáum gjaldmiðli á opnum fjármálamarkaði. Í samningum fólst auk þess veigameira framsal á fullveldi þjóðarinnar en í fullri aðild. Sem aðildarþjóð værum við virkir þátttakendur í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi sambandsins; eins og er erum við algjörlega áhrifalaus. Ég er í hópi þeirra sem bind vonir við að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skili góðri niðurstöðu fyrir okkur Íslendinga. Viðræðurnar marka nýtt spor í sjálfstæðisbaráttunni. Ef niðurstaða þeirra er góð getur hún tryggt stöðu og áhrif Íslands í samfélagi þjóðanna og eflt okkur til framtíðar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun