Kjöraðstæður til golfleiks á fyrsta degi Íslandsmóts Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2010 09:45 Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, setur Íslandmótið í morgun. Mynd/Valur Jónatansson Íslandsmótið í golfi hófst á á Kiðjabergsvelli í morgun og frábært veður heilsaði mótsgestum þar sem var logn og hálfskýjað og hiti um 15 stig. Það rigndi í nótt og því kjöraðstæður til golfleiks í dag, á fyrsta degi Íslandsmóts. Mótið er hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titla í íslensku golfi. Það var Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, sem flutti ávarp við upphaf mótsins í morgun og bauð keppendur og starfsfólk velkomið til leiks. Síðan sló Jóhann Friðbjörnsson, formaður og framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs, fyrsta högg mótsins og setti þannig mótið. Fyrstar á teig voru þær Karlotta Einarsdóttir úr NK og Heiða Guðnadóttir úr GS. Karlotta var fyrst á teig og sló glæsilegt högg, rúma 200 metra á miðja braut. Það gerði Heiða einnig, en var þó aðeins styttri. Keppendur eru um 138 talsins. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum en eftir 36 holu leik er leikmönnum fækkað í karlaflokki þannig að þeir sem hafa 72 lægstu skor halda áfram keppni og spila tvo síðustu dagana. Hægt er að fylgjast beint með skori keppenda á golf.is, en þar er skorið uppfært á 3-4 holnu fresti. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hófst á á Kiðjabergsvelli í morgun og frábært veður heilsaði mótsgestum þar sem var logn og hálfskýjað og hiti um 15 stig. Það rigndi í nótt og því kjöraðstæður til golfleiks í dag, á fyrsta degi Íslandsmóts. Mótið er hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titla í íslensku golfi. Það var Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, sem flutti ávarp við upphaf mótsins í morgun og bauð keppendur og starfsfólk velkomið til leiks. Síðan sló Jóhann Friðbjörnsson, formaður og framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs, fyrsta högg mótsins og setti þannig mótið. Fyrstar á teig voru þær Karlotta Einarsdóttir úr NK og Heiða Guðnadóttir úr GS. Karlotta var fyrst á teig og sló glæsilegt högg, rúma 200 metra á miðja braut. Það gerði Heiða einnig, en var þó aðeins styttri. Keppendur eru um 138 talsins. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum en eftir 36 holu leik er leikmönnum fækkað í karlaflokki þannig að þeir sem hafa 72 lægstu skor halda áfram keppni og spila tvo síðustu dagana. Hægt er að fylgjast beint með skori keppenda á golf.is, en þar er skorið uppfært á 3-4 holnu fresti.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira