Hvað getum við gert? II Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 13. október 2010 06:00 Síðastliðinn laugardag birtist á sama vettvangi grein þar sem ég færði rök fyrir því að lýðræði snerist um að gera upp á milli ólíkrar stefnu (flokka) og manna. Þannig væri þeim refsað sem ekki stæðu sig en hinir verðlaunaðir og með því skapaður hvati til að gera betur. Bent var á að þegar allir væru settir undir sama hatt hætti lýðræðið að virka. Það sama á við þegar afstaða til manna og flokka er tekin fyrst og fremst út frá ímynd og spuna. Það er því afar óheppilegt að ríkisstjórn landsins skuli hafa tekist að taka hina nauðsynlegu drifkrafta lýðræðisins úr sambandi með því að láta umræðuna snúast um að stjórnmálin séu öll ómöguleg og setja alla stjórnmálamenn og flokka í einn flokk sem svo er kallaður stjórnmálastéttin eða fjórflokkurinn. Því var haldið fram að þessi skilgreining væri skaðleg og einnig ósanngjörn. Að undanförnu hafa þau stefnumál sem framsóknarmenn hafa barist fyrir, með öllum tiltækum ráðum, sannað gildi sitt. Öll þau atriði sem nú eru hvað háværastar kröfur um, og rökin sem menn sjá nú fyrir réttmæti krafnanna, eru nákvæmlega þau sömu og framsóknarmenn hafa haldið fram undanfarin tvö ár. Hér að neðan og í framhaldsgrein mun ég fara yfir þá sögu: I. EndurnýjunFramsóknarflokkurinn réðist fyrstur flokka í raunverulega endurnýjun. Það var talið óþarft að bíða eftir því að nefndir skrifuðu skýrslur. Strax eftir efnahagshrunið ákvað flokkurinn að flýta flokksþingi. Strax í janúar 2009 var haldið stærsta flokksþing í sögu Framsóknar. Fyrri formenn ákváðu að víkja og fram fór róttækasta endurnýjun í sögu íslenskra stjórnmálaflokka. Sú endurnýjun kom alfarið frá grasrót flokksins. Almennir flokksmenn sem vildu sjá breytingar í stjórnmálum tóku völdin. Þeir sýndu líka með afgerandi hætti að tal um klíkur og flokksræði ætti ekki við í Framsókn. Manni sem hafði aldrei starfað í stjórnmálum og hafði gengið í flokkinn tveimur vikum áður var treyst til forystu. [Svo er sagt að allir stjórnmálaflokkar séu lokaðar klíkur þar sem þeir sem ekki hafi starfað í stjórnmálum í áratugi eigi ekki séns.] II. UppgjörSíðan þá hefur flokkurinn gert allt það sem nú er hvað háværust krafa um í stjórnmálum. Við höfum ekki hikað við að viðurkenna mistök og verið svo ákveðin í því að draga ekkert undan að stundum hafa menn jafnvel verið tilbúnir að taka meira á sig en tilefni var til (eins og kom í ljós með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem minna fór fyrir flokknum en ætla hefði mátt af áróðri pólitískra andstæðinga). Ástæðan er sú að framsóknarmenn voru ekki ánægðir með hvernig samfélagið hafði þróast og þess vegna vildu þeir taka ábyrgð, gera upp málin og yfirfara stefnuna. Þegar maður sér hversu vel sumir aðrir flokkar komast upp með afneitun hvarflar stundum að manni að þeir stjórnmálaflokkar sem gera upp fortíðina séu bara að draga athygli að sér og frá vandræðum annarra. [Svo er sagt að allir stjórnmálaflokkar séu eins og hafi ekkert gert í sínum málum.] III. LýðræðiFlokkurinn samþykkti fjölmargar tillögur um lýðræðisumbætur. Þessar tillögur komu frá almennum flokksmönnum, hugsjónafólki með hugmyndir um hvernig bæta mætti samfélagið. Meðal þess sem kom út úr því voru áform um stjórnlagaþing, persónukjör og ítrekun þeirrar stefnu að aðskilja þyrfti framkvæmdarvald og löggjafarvald og styrkja þingið með því að ráðherrar sætu ekki á Alþingi. [Svo er sagt að stjórnmálamenn vilji bara verja óbreytt kerfi.] IV. Ný vinnubrögð og samvinnaAðeins höfðu liðið nokkrir dagar frá flokksþinginu þegar þingflokkur framsóknarmanna sýndi í verki að hann væri reiðubúinn að innleiða ný vinnubrögð í stjórnmálum. Glundroði ríkti í samfélaginu og brýn þörf var fyrir róttækar aðgerðir í skuldamálum og atvinnumálum. Við töldum að við þær aðstæður hlytu allir að taka höndum saman um að leysa þennan bráða vanda, aðalatriðið væri að koma á starfhæfri ríkisstjórn. Við buðumst því til að verja minnihlutastjórn, án þess að gera nokkra kröfu um ráðuneyti eða aðrar stöður, gegn því að sú stjórn tæki að sér að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum bráðaaðgerðum í skuldamálum heimila og atvinnumálum. [Svo segja menn að pólitíkin snúist bara um að ná völdum og embættum fyrir sína flokka og það vanti allt traust og samstarfsvilja.] V. Traust og ábyrgðMinnihlutastjórn var mynduð án þess að henni hefði tekist að sýna hvernig hún hygðist taka á skulda- og atvinnumálunum. Við ákváðum að sýna stjórninni traust en sömdum um að ef ríkisstjórninni tækist ekki að setja saman tillögur í tíma mundum við leggja henni til lausnir. Þetta var í febrúar 2009 og við töldum ástandið þá þegar svo alvarlegt að kynna þyrfti aðgerðir strax á fyrstu dögum stjórnarinnar, þannig að þegar þrjár vikur voru liðnar án aðgerða virtist það heil eilífð. Það var ekki hægt að bíða lengur. Við kynntum því heildartillögur að bráðaaðgerðum í efnahagsmálum. [Svo segja menn að í stjórnmálum ríki ekkert traust, engin ábyrgð, ekkert frumkvæði.] VI. LausnirÞrátt fyrir fyrirheit um samráð og samstarf var tillögum okkar tekið með áróðursherferð sem gekk út á að kveða þær í kútinn, sérstaklega átti það við um tillöguna um almenna skuldaleiðréttingu. Við héldum þó áfram að berjast fyrir tillögum okkar á móti straumnum vegna þess að við sáum að þær væru framkvæmanlegar og nauðsynlegar. Fáeinir þingmenn annarra flokka tóku undir og Hagsmunasamtök heimilanna hófu baráttu fyrir sams konar lausnum. Smátt og smátt hafa menn áttað sig á gildi tillagnanna og nú er umræða um þær í hámarki með sömu rökum og við höfum beitt. Það sýndi sig enda að það sem við héldum fram sem forsendum tillagnanna, t.d. um flutning lána úr gömlu bönkunum í nýju, reyndist rétt. Í kjölfarið fylgdu fjölmargar aðrar tillögur að lausnum, aðvaranir og ábendingar um hvað betur mætti fara og ráð um hvernig best væri að standa að því. Margt af því hefur þegar sannað gildi sitt og er nú ofarlega í umræðunni eins og rakið verður í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag birtist á sama vettvangi grein þar sem ég færði rök fyrir því að lýðræði snerist um að gera upp á milli ólíkrar stefnu (flokka) og manna. Þannig væri þeim refsað sem ekki stæðu sig en hinir verðlaunaðir og með því skapaður hvati til að gera betur. Bent var á að þegar allir væru settir undir sama hatt hætti lýðræðið að virka. Það sama á við þegar afstaða til manna og flokka er tekin fyrst og fremst út frá ímynd og spuna. Það er því afar óheppilegt að ríkisstjórn landsins skuli hafa tekist að taka hina nauðsynlegu drifkrafta lýðræðisins úr sambandi með því að láta umræðuna snúast um að stjórnmálin séu öll ómöguleg og setja alla stjórnmálamenn og flokka í einn flokk sem svo er kallaður stjórnmálastéttin eða fjórflokkurinn. Því var haldið fram að þessi skilgreining væri skaðleg og einnig ósanngjörn. Að undanförnu hafa þau stefnumál sem framsóknarmenn hafa barist fyrir, með öllum tiltækum ráðum, sannað gildi sitt. Öll þau atriði sem nú eru hvað háværastar kröfur um, og rökin sem menn sjá nú fyrir réttmæti krafnanna, eru nákvæmlega þau sömu og framsóknarmenn hafa haldið fram undanfarin tvö ár. Hér að neðan og í framhaldsgrein mun ég fara yfir þá sögu: I. EndurnýjunFramsóknarflokkurinn réðist fyrstur flokka í raunverulega endurnýjun. Það var talið óþarft að bíða eftir því að nefndir skrifuðu skýrslur. Strax eftir efnahagshrunið ákvað flokkurinn að flýta flokksþingi. Strax í janúar 2009 var haldið stærsta flokksþing í sögu Framsóknar. Fyrri formenn ákváðu að víkja og fram fór róttækasta endurnýjun í sögu íslenskra stjórnmálaflokka. Sú endurnýjun kom alfarið frá grasrót flokksins. Almennir flokksmenn sem vildu sjá breytingar í stjórnmálum tóku völdin. Þeir sýndu líka með afgerandi hætti að tal um klíkur og flokksræði ætti ekki við í Framsókn. Manni sem hafði aldrei starfað í stjórnmálum og hafði gengið í flokkinn tveimur vikum áður var treyst til forystu. [Svo er sagt að allir stjórnmálaflokkar séu lokaðar klíkur þar sem þeir sem ekki hafi starfað í stjórnmálum í áratugi eigi ekki séns.] II. UppgjörSíðan þá hefur flokkurinn gert allt það sem nú er hvað háværust krafa um í stjórnmálum. Við höfum ekki hikað við að viðurkenna mistök og verið svo ákveðin í því að draga ekkert undan að stundum hafa menn jafnvel verið tilbúnir að taka meira á sig en tilefni var til (eins og kom í ljós með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem minna fór fyrir flokknum en ætla hefði mátt af áróðri pólitískra andstæðinga). Ástæðan er sú að framsóknarmenn voru ekki ánægðir með hvernig samfélagið hafði þróast og þess vegna vildu þeir taka ábyrgð, gera upp málin og yfirfara stefnuna. Þegar maður sér hversu vel sumir aðrir flokkar komast upp með afneitun hvarflar stundum að manni að þeir stjórnmálaflokkar sem gera upp fortíðina séu bara að draga athygli að sér og frá vandræðum annarra. [Svo er sagt að allir stjórnmálaflokkar séu eins og hafi ekkert gert í sínum málum.] III. LýðræðiFlokkurinn samþykkti fjölmargar tillögur um lýðræðisumbætur. Þessar tillögur komu frá almennum flokksmönnum, hugsjónafólki með hugmyndir um hvernig bæta mætti samfélagið. Meðal þess sem kom út úr því voru áform um stjórnlagaþing, persónukjör og ítrekun þeirrar stefnu að aðskilja þyrfti framkvæmdarvald og löggjafarvald og styrkja þingið með því að ráðherrar sætu ekki á Alþingi. [Svo er sagt að stjórnmálamenn vilji bara verja óbreytt kerfi.] IV. Ný vinnubrögð og samvinnaAðeins höfðu liðið nokkrir dagar frá flokksþinginu þegar þingflokkur framsóknarmanna sýndi í verki að hann væri reiðubúinn að innleiða ný vinnubrögð í stjórnmálum. Glundroði ríkti í samfélaginu og brýn þörf var fyrir róttækar aðgerðir í skuldamálum og atvinnumálum. Við töldum að við þær aðstæður hlytu allir að taka höndum saman um að leysa þennan bráða vanda, aðalatriðið væri að koma á starfhæfri ríkisstjórn. Við buðumst því til að verja minnihlutastjórn, án þess að gera nokkra kröfu um ráðuneyti eða aðrar stöður, gegn því að sú stjórn tæki að sér að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum bráðaaðgerðum í skuldamálum heimila og atvinnumálum. [Svo segja menn að pólitíkin snúist bara um að ná völdum og embættum fyrir sína flokka og það vanti allt traust og samstarfsvilja.] V. Traust og ábyrgðMinnihlutastjórn var mynduð án þess að henni hefði tekist að sýna hvernig hún hygðist taka á skulda- og atvinnumálunum. Við ákváðum að sýna stjórninni traust en sömdum um að ef ríkisstjórninni tækist ekki að setja saman tillögur í tíma mundum við leggja henni til lausnir. Þetta var í febrúar 2009 og við töldum ástandið þá þegar svo alvarlegt að kynna þyrfti aðgerðir strax á fyrstu dögum stjórnarinnar, þannig að þegar þrjár vikur voru liðnar án aðgerða virtist það heil eilífð. Það var ekki hægt að bíða lengur. Við kynntum því heildartillögur að bráðaaðgerðum í efnahagsmálum. [Svo segja menn að í stjórnmálum ríki ekkert traust, engin ábyrgð, ekkert frumkvæði.] VI. LausnirÞrátt fyrir fyrirheit um samráð og samstarf var tillögum okkar tekið með áróðursherferð sem gekk út á að kveða þær í kútinn, sérstaklega átti það við um tillöguna um almenna skuldaleiðréttingu. Við héldum þó áfram að berjast fyrir tillögum okkar á móti straumnum vegna þess að við sáum að þær væru framkvæmanlegar og nauðsynlegar. Fáeinir þingmenn annarra flokka tóku undir og Hagsmunasamtök heimilanna hófu baráttu fyrir sams konar lausnum. Smátt og smátt hafa menn áttað sig á gildi tillagnanna og nú er umræða um þær í hámarki með sömu rökum og við höfum beitt. Það sýndi sig enda að það sem við héldum fram sem forsendum tillagnanna, t.d. um flutning lána úr gömlu bönkunum í nýju, reyndist rétt. Í kjölfarið fylgdu fjölmargar aðrar tillögur að lausnum, aðvaranir og ábendingar um hvað betur mætti fara og ráð um hvernig best væri að standa að því. Margt af því hefur þegar sannað gildi sitt og er nú ofarlega í umræðunni eins og rakið verður í næstu grein.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun