Hamilton ber sig vel eftir óhapp 8. október 2010 09:34 Hamilton komst lítt áleiðis með að stilla blnum sínum upp fyrir Suzuka brautina um í nótt eftir óhapp. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton á McLaren ók útaf á æfingum á Suzuka brautinni í Japan í nótt og missti af dágóðum æfingatíma fyrir vikið. Mitt í baráttunni um meistaratitilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton fór útaf á fyrri æfingunni af tveimur og náði aðeins að aka í 10 mínútur af 90 sem voru í boði á þeirri síðari. Þetta hefur því rofið undirbúnings Hamiltons og Mclaren, sem ætlaði að prófa ýmsar nýjungar á bíl hans . "Strákarnir unnu ótrúlega vel í að raða bílnum saman á ný og við náðum síðustu 10 mínútunum. En við töpuðum miklum tíma. En það er annar dagur á morgun og það á að rigna, þannig að allir byrja á núlli", sagði Hamilton og bar sig vel, þrátt fyrir áfallið. "Ég komst bara fjóra hringi á tíma og var rétt að finna inn á bílinn á æfingunum, en veit ekki hvernig bíllinn raunverulega virkar." Hamilton féll úr leik í tveimur síðustu mótum eftir árekstra og óhappið í nótt var ekki til að bæta stöðu hans hvað titilbaráttuna varðar. "Ég keyrði af of mikilli áfergju. Þetta var ekkert risa óhapp, en malargryfjan var hál á þessum tíma. Ég sá aðra fara útaf, en þeir sluppu með það. Allt er þegar þrennt er segir máltækið og ég vona að það reynist rétt", sagði Hamilton. Sýnt verður frá æfingunum í Japan kl. 21.20 á Stöð 2 Sport í kvöld. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren ók útaf á æfingum á Suzuka brautinni í Japan í nótt og missti af dágóðum æfingatíma fyrir vikið. Mitt í baráttunni um meistaratitilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton fór útaf á fyrri æfingunni af tveimur og náði aðeins að aka í 10 mínútur af 90 sem voru í boði á þeirri síðari. Þetta hefur því rofið undirbúnings Hamiltons og Mclaren, sem ætlaði að prófa ýmsar nýjungar á bíl hans . "Strákarnir unnu ótrúlega vel í að raða bílnum saman á ný og við náðum síðustu 10 mínútunum. En við töpuðum miklum tíma. En það er annar dagur á morgun og það á að rigna, þannig að allir byrja á núlli", sagði Hamilton og bar sig vel, þrátt fyrir áfallið. "Ég komst bara fjóra hringi á tíma og var rétt að finna inn á bílinn á æfingunum, en veit ekki hvernig bíllinn raunverulega virkar." Hamilton féll úr leik í tveimur síðustu mótum eftir árekstra og óhappið í nótt var ekki til að bæta stöðu hans hvað titilbaráttuna varðar. "Ég keyrði af of mikilli áfergju. Þetta var ekkert risa óhapp, en malargryfjan var hál á þessum tíma. Ég sá aðra fara útaf, en þeir sluppu með það. Allt er þegar þrennt er segir máltækið og ég vona að það reynist rétt", sagði Hamilton. Sýnt verður frá æfingunum í Japan kl. 21.20 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira