Ráðherra hittir nagla á höfuðið 1. mars 2010 06:00 Einar K. Guðfinnsson skrifar Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra vakti á því athygli á Alþingi sl. fimmtudag að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til varðandi skuldavanda heimilanna hafi frekar „gagnast þeim sem höfðu meira undir í aðdraganda kreppunnar heldur en þeim sem voru verr staddir. - Og það tel ég að þurfi að skoða sérstaklega", sagði ráðherrann Bragð er að þá barnið finnur. Hér talar ráðherra í ríkisstjórninni og hittir naglann á höfuðið. Það er ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu sviði hafa verið í algjöru skötulíki. Um það þarf ekki að deila. Þetta er álit almennings. 91% aðspurðra í skoðanakönnun sem ASÍ lét gera í upphafi þessa mánaðar eru þessarar skoðunar. Athyglisvert er að þetta er sama niðurstaðan og í júní í fyrra. Almenningur metur það svo að ekkert hafi gerst í málefnum heimilanna. Það er þó ekki rétt. Því mikið hefur verið talað. Í þriðja sinn er svo núna verið að fresta nauðungaruppboðum, sem segir okkur einfaldlega að úrræðin eru ekki að virka. En á meðan á frestun stendur, telja dráttarvextirnir. Þegar allt kemur til alls eykur þessi frestun því vanda fólks enn; nema auðvitað úrræði líti dagsins ljós í milli tíðinni. Á þeim bólar hins vegar ekki. Engin fyrirheit eru gefin úr ríkisstjórninni um slíkt. Og það þrátt fyrir að heilbrigðisráðherrann viðurkenni að hingað til hafi ekki verið litið nóg til þeirra sem hafi minnstar tekjurnar og segi það síðan umbúðalaust að þeir sem helst njóti úrræða ríkisstjórnarinnar séu þeir sem mest höfðu undir. Kjarni málsins er þá þessi, sem ráðherrann er í rauninni að segja. Ekki hefur verið litið til tekjulægsta hópsins, ekki hefur verið litið til alls almennings. Þeir sem nutu athygli ríkisstjórnarinnar voru þeir sem höfðu meira undir, fjárfestu meira, skulduðu meira og þénuðu meira. Þetta verður ekki sagt öllu afdráttarlausar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson skrifar Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra vakti á því athygli á Alþingi sl. fimmtudag að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til varðandi skuldavanda heimilanna hafi frekar „gagnast þeim sem höfðu meira undir í aðdraganda kreppunnar heldur en þeim sem voru verr staddir. - Og það tel ég að þurfi að skoða sérstaklega", sagði ráðherrann Bragð er að þá barnið finnur. Hér talar ráðherra í ríkisstjórninni og hittir naglann á höfuðið. Það er ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu sviði hafa verið í algjöru skötulíki. Um það þarf ekki að deila. Þetta er álit almennings. 91% aðspurðra í skoðanakönnun sem ASÍ lét gera í upphafi þessa mánaðar eru þessarar skoðunar. Athyglisvert er að þetta er sama niðurstaðan og í júní í fyrra. Almenningur metur það svo að ekkert hafi gerst í málefnum heimilanna. Það er þó ekki rétt. Því mikið hefur verið talað. Í þriðja sinn er svo núna verið að fresta nauðungaruppboðum, sem segir okkur einfaldlega að úrræðin eru ekki að virka. En á meðan á frestun stendur, telja dráttarvextirnir. Þegar allt kemur til alls eykur þessi frestun því vanda fólks enn; nema auðvitað úrræði líti dagsins ljós í milli tíðinni. Á þeim bólar hins vegar ekki. Engin fyrirheit eru gefin úr ríkisstjórninni um slíkt. Og það þrátt fyrir að heilbrigðisráðherrann viðurkenni að hingað til hafi ekki verið litið nóg til þeirra sem hafi minnstar tekjurnar og segi það síðan umbúðalaust að þeir sem helst njóti úrræða ríkisstjórnarinnar séu þeir sem mest höfðu undir. Kjarni málsins er þá þessi, sem ráðherrann er í rauninni að segja. Ekki hefur verið litið til tekjulægsta hópsins, ekki hefur verið litið til alls almennings. Þeir sem nutu athygli ríkisstjórnarinnar voru þeir sem höfðu meira undir, fjárfestu meira, skulduðu meira og þénuðu meira. Þetta verður ekki sagt öllu afdráttarlausar. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar