Körfubolti

Örvar: Strákarnir hafa hjartað og kraftinn

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Örvar Þór, þjálfari Fjölnismanna.
Örvar Þór, þjálfari Fjölnismanna.

„Ég er auðvitað vonsvikinn með það að tapa en aftur á móti ánægður með margt hjá strákunum. Mér fannst við vera mjög öflugir í fyrri hálfleik og þetta var hörkuleikur hlangað til að þeir stungu okkur af í fjórða leikhluta. Það vantaði ekki mikið upp á en þeir unnu verðskuldað," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir hörkuleik gegn KR í kvöld en heimamenn sigruðu leikinn, 93-77.

„Við vissum að aðalatriðið í kvöld yrði að halda haus en því miður þá tókst okkur það ekki og undir lokin misstum við þá frá okkur og áttum ekki séns eftir það."

Þjálfarinn er bjartsýnn og jákvæður á framhaldið þrátt fyrir tapið í kvöld.

„Ég er mjög jákvæður á framhaldið og þeir hafa sýnt mér það strákarnir að það er mikið í þá varið og ég hef fulla trú á þeim. Ég er svona hægt og bítandi að koma inn mínum áherslum og við þurfum að breyta ákveðnum hlutum hægt og rólega. Strákarnir hafa hjartað og kraftinn svo að mér líst mjög vel á framhaldið," sagði Örvar fullur sjálfstrausts í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×