Tinna Íslandsmeistari í golfi í fyrsta skipti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2010 17:10 Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er nýr Íslandsmeistari í golfi. Mynd/Stefán Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er nýr Íslandsmeistari í golfi en hún fylgdi eftir góðum þriðja hring hjá sér og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn með flottum lokahring á Íslandsmótinu í höggleik í Kiðjabergi í dag. Tinna lék lokahringinn á sex höggum yfir pari en hún fór þriðja hringinn á parinu í gær. Tinna lék alls holurnar 72 á 22 höggum yfir pari og vann mótið með tveggja högga mun. Hin 17 ára Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR var með eins högg forustu eftir fyrstu þrjá daga mótsins en hún gaf eftir á síðustu níu holunum og varð að sætta sig við annað sætið. Signý Arnórsdóttir úr GK endaði í 3. sætinu einu höggi á eftir Ólafíu sem lék á 25 höggum yfir pari á mótinu. Lokahringurinn var æsispennandi en þær Tinna, Ólafía og Signý Arnórsdóttir voru sem dæmi allar jafnar eftir fyrstu níu holur dagsins. Þær töpuðu allar þremur höggum á 10. til 12. holu en Tinna náði síðan tveggja högga forustu með því að ná pari á 13. og 14. holu á meðan hinar tvær fengu skolla á báðum þessum holum. Tinna hélt tveggja stiga forskoti fram að 17. holu þegar Ólafía Þórunn fékk fugl og Tinna tapaði einu höggi. Það þýddi að þær voru jafnar fyrir lokaholuna og Signý aðeins einu höggi á eftir. Tinna átti frábært teighögg á 18. holunni og lagði með því grunninn að sigrinum. Ólafía lenti hinsvegar í glompu og síðan í vandræðum eftir það. Tinna fékk að lokum fugl á 18. holunni og vann mótið því með tveggja högga mun.Lokastaða efstu kvenna á Íslandsmótinu í höggleik 2010: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK +22 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +24 3. Signý Arnórsdóttir, GK +25 4. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +27 4. Nína Björk Geirsdóttir, GKj +27 6. Berglind Björnsdóttir, GR +35 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +42 8. Helena Árnadóttir, GR +45 9. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR +47 10. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +49 10. Karlotta Einarsdóttir, NK +49 10. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +49 Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er nýr Íslandsmeistari í golfi en hún fylgdi eftir góðum þriðja hring hjá sér og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn með flottum lokahring á Íslandsmótinu í höggleik í Kiðjabergi í dag. Tinna lék lokahringinn á sex höggum yfir pari en hún fór þriðja hringinn á parinu í gær. Tinna lék alls holurnar 72 á 22 höggum yfir pari og vann mótið með tveggja högga mun. Hin 17 ára Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR var með eins högg forustu eftir fyrstu þrjá daga mótsins en hún gaf eftir á síðustu níu holunum og varð að sætta sig við annað sætið. Signý Arnórsdóttir úr GK endaði í 3. sætinu einu höggi á eftir Ólafíu sem lék á 25 höggum yfir pari á mótinu. Lokahringurinn var æsispennandi en þær Tinna, Ólafía og Signý Arnórsdóttir voru sem dæmi allar jafnar eftir fyrstu níu holur dagsins. Þær töpuðu allar þremur höggum á 10. til 12. holu en Tinna náði síðan tveggja högga forustu með því að ná pari á 13. og 14. holu á meðan hinar tvær fengu skolla á báðum þessum holum. Tinna hélt tveggja stiga forskoti fram að 17. holu þegar Ólafía Þórunn fékk fugl og Tinna tapaði einu höggi. Það þýddi að þær voru jafnar fyrir lokaholuna og Signý aðeins einu höggi á eftir. Tinna átti frábært teighögg á 18. holunni og lagði með því grunninn að sigrinum. Ólafía lenti hinsvegar í glompu og síðan í vandræðum eftir það. Tinna fékk að lokum fugl á 18. holunni og vann mótið því með tveggja högga mun.Lokastaða efstu kvenna á Íslandsmótinu í höggleik 2010: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK +22 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +24 3. Signý Arnórsdóttir, GK +25 4. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +27 4. Nína Björk Geirsdóttir, GKj +27 6. Berglind Björnsdóttir, GR +35 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +42 8. Helena Árnadóttir, GR +45 9. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR +47 10. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +49 10. Karlotta Einarsdóttir, NK +49 10. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +49
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira