Massa: Skoða þarf reglur um öryggisbíl 1. júlí 2010 11:05 Öryggisbíllinn leiðir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton eftir brautinni í Valencia á Spáni. Mynd: Getty Images Brasillíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari var einn af þeim sem tapaði á útkomu öryggisbílsins í síðustu keppni, sem Fernando Alonso var sérlega ósáttur við, liðsfélagi hans. Hann telur að FIA verði að skoða reglur varðandi notkun hans. "Ég vil ekkert fara sérstaklega yfir það sem gerðist, því það breytir engu og það sem við vorum að gera var eyðilagt. En það þarf að skoða hvað gerðist, þar sem að þegar einhver brýtur af sér og fer framúr öryggisbílnum þegar það er hættuástand og fær í reynd ekki tilheyrandi refsingu", sagði Massa um atvikið þegar Lewis Hamilton fór framúr öryggisbílnum í síðustu keppni og hélt samt sem áður öðru sætinu, þrátt fyrir refsingu. Massa ræddi þetta á vefsíðu Ferrari, samkvæmt frétt á autosport.com. "Við verðum að ræða þessi mál og gæta þess að þetta gerist ekki aftur. Mér hefur verið sagt af liðinu að það verði fundað um málið í næstu viku og það er gott að FIA er að huga að málinu." Massa telur að Ferrari hafi vaxið ásmeginn hvað gæði keppnisbílsins varðar. "Ef við skoðum hvernig bíllinn var í síðustu keppni, þá get ég með sanni sagt að yfirbyggingin og endurbætt útblásturskerfið er framför og við getum barist um fremstu sætin. Hér eftir þurfum við að pressa framþróunina áfram og til loka mótsins", sagði Massa. Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Brasillíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari var einn af þeim sem tapaði á útkomu öryggisbílsins í síðustu keppni, sem Fernando Alonso var sérlega ósáttur við, liðsfélagi hans. Hann telur að FIA verði að skoða reglur varðandi notkun hans. "Ég vil ekkert fara sérstaklega yfir það sem gerðist, því það breytir engu og það sem við vorum að gera var eyðilagt. En það þarf að skoða hvað gerðist, þar sem að þegar einhver brýtur af sér og fer framúr öryggisbílnum þegar það er hættuástand og fær í reynd ekki tilheyrandi refsingu", sagði Massa um atvikið þegar Lewis Hamilton fór framúr öryggisbílnum í síðustu keppni og hélt samt sem áður öðru sætinu, þrátt fyrir refsingu. Massa ræddi þetta á vefsíðu Ferrari, samkvæmt frétt á autosport.com. "Við verðum að ræða þessi mál og gæta þess að þetta gerist ekki aftur. Mér hefur verið sagt af liðinu að það verði fundað um málið í næstu viku og það er gott að FIA er að huga að málinu." Massa telur að Ferrari hafi vaxið ásmeginn hvað gæði keppnisbílsins varðar. "Ef við skoðum hvernig bíllinn var í síðustu keppni, þá get ég með sanni sagt að yfirbyggingin og endurbætt útblásturskerfið er framför og við getum barist um fremstu sætin. Hér eftir þurfum við að pressa framþróunina áfram og til loka mótsins", sagði Massa.
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira