Massa: Skoða þarf reglur um öryggisbíl 1. júlí 2010 11:05 Öryggisbíllinn leiðir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton eftir brautinni í Valencia á Spáni. Mynd: Getty Images Brasillíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari var einn af þeim sem tapaði á útkomu öryggisbílsins í síðustu keppni, sem Fernando Alonso var sérlega ósáttur við, liðsfélagi hans. Hann telur að FIA verði að skoða reglur varðandi notkun hans. "Ég vil ekkert fara sérstaklega yfir það sem gerðist, því það breytir engu og það sem við vorum að gera var eyðilagt. En það þarf að skoða hvað gerðist, þar sem að þegar einhver brýtur af sér og fer framúr öryggisbílnum þegar það er hættuástand og fær í reynd ekki tilheyrandi refsingu", sagði Massa um atvikið þegar Lewis Hamilton fór framúr öryggisbílnum í síðustu keppni og hélt samt sem áður öðru sætinu, þrátt fyrir refsingu. Massa ræddi þetta á vefsíðu Ferrari, samkvæmt frétt á autosport.com. "Við verðum að ræða þessi mál og gæta þess að þetta gerist ekki aftur. Mér hefur verið sagt af liðinu að það verði fundað um málið í næstu viku og það er gott að FIA er að huga að málinu." Massa telur að Ferrari hafi vaxið ásmeginn hvað gæði keppnisbílsins varðar. "Ef við skoðum hvernig bíllinn var í síðustu keppni, þá get ég með sanni sagt að yfirbyggingin og endurbætt útblásturskerfið er framför og við getum barist um fremstu sætin. Hér eftir þurfum við að pressa framþróunina áfram og til loka mótsins", sagði Massa. Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Brasillíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari var einn af þeim sem tapaði á útkomu öryggisbílsins í síðustu keppni, sem Fernando Alonso var sérlega ósáttur við, liðsfélagi hans. Hann telur að FIA verði að skoða reglur varðandi notkun hans. "Ég vil ekkert fara sérstaklega yfir það sem gerðist, því það breytir engu og það sem við vorum að gera var eyðilagt. En það þarf að skoða hvað gerðist, þar sem að þegar einhver brýtur af sér og fer framúr öryggisbílnum þegar það er hættuástand og fær í reynd ekki tilheyrandi refsingu", sagði Massa um atvikið þegar Lewis Hamilton fór framúr öryggisbílnum í síðustu keppni og hélt samt sem áður öðru sætinu, þrátt fyrir refsingu. Massa ræddi þetta á vefsíðu Ferrari, samkvæmt frétt á autosport.com. "Við verðum að ræða þessi mál og gæta þess að þetta gerist ekki aftur. Mér hefur verið sagt af liðinu að það verði fundað um málið í næstu viku og það er gott að FIA er að huga að málinu." Massa telur að Ferrari hafi vaxið ásmeginn hvað gæði keppnisbílsins varðar. "Ef við skoðum hvernig bíllinn var í síðustu keppni, þá get ég með sanni sagt að yfirbyggingin og endurbætt útblásturskerfið er framför og við getum barist um fremstu sætin. Hér eftir þurfum við að pressa framþróunina áfram og til loka mótsins", sagði Massa.
Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira