Friðrik Rafnsson: Fagurgræn kælitækni 8. maí 2010 05:45 Stundum býsnast menn mjög yfir því að Íslendingar geti lent í því, fari allt á enn verri veg en þegar er orðið, að hokra í menningarsnauðri verstöð á hjara veraldar. Þetta er auðvitað bara fullyrðing sem menn hafa kastað fram í hálfkæringi, en er þó nokkuð gott dæmi um heldur dapurlegt gæðastig umræðunnar hérlendis. Eitt stærsta tækifæri Íslands nú um stundir felst nefnilega meðal annars í því að efla fiskveiðar og –vinnslu með vistvænum aðferðum. Til þess hafa Íslendingar bæði þekkingu og tækni sem gæti gert þeim kleift að verða leiðandi í heiminum á þessu sviði.Gæðin aðalatriðið Sjávarútvegurinn og fisvinnslan leið, eins og fleiri atvinnugreinar hérlendis, fyrir þá frumstæðu hugsun að magnið eitt skipti máli, að veiða og vinna sem allra mest. Meira í dag en í gær, það var mælikvarðinn á framfarirnar. Áherslan færðist þar með frá því sem mestu máli skiptir: gæðunum. Fáránlegustu dæmin um þetta er það hvernig stundum var (og er) farið með hinn vandmeðfarna og dýrmæta uppsjávarafla, stór hluti hans fór í bræðslu í stað þess að vera frystur til manneldis eins og gert er meðal nágrannaþjóða okkar.Vistvænt hátækniríki Nú þegar tímar eru sem betur fer farnir að breytast er ef til vill tímabært að huga betur að því hvernig hægt er að gera enn meiri verðmæti úr þeirri takmörkuðu auðlind sem hafið er. Eitt af því væri að efla útflutning á ferskum afurðum (unnum eða óunnum), nota mun háþróaðri kælingu og ferskleikastýringu en gert hefur verið fram til þessa og stórauka þannig geymsluþol fersku afurðanna. Það myndi þýða að mun hærra og stöðugra verð fengist fyrir allar afurðir en nú er, því raunin er sú að með flestum þeim kæli- og flutningaaðferðum sem nú eru notaðar er fiskur frá Íslandi oft orðinn ansi gamall og lúinn, níu til fjórtán daga, þegar hann er settur á markað í Evrópu. Eða þá hann er fluttur út frystur, sem er ævinlega annars flokks hráefni, a.m.k. í Frakklandi, þar sem ég þekki best til. Til að yfirstíga þennan vanda er fiskur fluttur út í flugfragt sem er dýr flutningsmáti og óhagkvæmur, auk þess sem hann er síður en svo öruggur eins og nýleg dæmi sanna. Hins vegar eru nú þegar til frábærar kæliaðferðir og -tækni á Íslandi, aðferðir sem þýða gerbyltingu í gæðamálum og gera kleift að afhenda allt að tveggja vikna fisk ferskan og fínan sjóleiðis, en þær hafa af einhverjum ástæðum sorglega lítið verið notaðar til að hámarka verðmæti ferskra afurða. Sennilega eru þarna að verki systurnar gömlu, Íhaldssemi og Vanahugsun. Fagurgræn kælitækni Gamli tíminn var hálfúldinn fiskur handa lágstéttarfólki í Englandi. Framtíðin er ferskur hágæðafiskur handa sterkefnuðum Evrópubúum, Bandaríkjamönnum, Japönum og Kínverjum sem er umhugað um heilsuna og útlitið. Núna eru Íslendingar einhvers staðar mitt á milli gamla tímans og framtíðarinnar, mun styttra á veg komnir en þeir gætu verið, þar sem þessi nýja tækni hefur enn ekki verið nýtt sem skyldi. Forskotið á aðrar þjóðir sem hægt er að ná með þessari nýju tækni þarf, og ber, að nýta. Með tilkomu farsímans og netsins hefur orðið bylting í fjarskiptum undanfarin ár, tími og fjarlægðir hafa öðlast nýjar víddir og margt einfaldast. Með innleiðingu nýjustu kælistýringartækni og gæðastjórnunar gæti svipuð bylting átt sér stað á sviði sjávarafurða hérlendis, með tilheyrandi arðsemi. Hafi menn til að bera dug, þor og víðsýni til að nýta sér þá innlendu tækni sem þegar er til staðar til að hámarka verðmæti úr sjó á umhverfisvænan hátt gæti Ísland hæglega orðið leiðandi í heiminum á sviði fagurgrænnar kælitækni í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Höfundur er verkefnisstjóri hjá STG-Multi-Ice/ MIQ ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Stundum býsnast menn mjög yfir því að Íslendingar geti lent í því, fari allt á enn verri veg en þegar er orðið, að hokra í menningarsnauðri verstöð á hjara veraldar. Þetta er auðvitað bara fullyrðing sem menn hafa kastað fram í hálfkæringi, en er þó nokkuð gott dæmi um heldur dapurlegt gæðastig umræðunnar hérlendis. Eitt stærsta tækifæri Íslands nú um stundir felst nefnilega meðal annars í því að efla fiskveiðar og –vinnslu með vistvænum aðferðum. Til þess hafa Íslendingar bæði þekkingu og tækni sem gæti gert þeim kleift að verða leiðandi í heiminum á þessu sviði.Gæðin aðalatriðið Sjávarútvegurinn og fisvinnslan leið, eins og fleiri atvinnugreinar hérlendis, fyrir þá frumstæðu hugsun að magnið eitt skipti máli, að veiða og vinna sem allra mest. Meira í dag en í gær, það var mælikvarðinn á framfarirnar. Áherslan færðist þar með frá því sem mestu máli skiptir: gæðunum. Fáránlegustu dæmin um þetta er það hvernig stundum var (og er) farið með hinn vandmeðfarna og dýrmæta uppsjávarafla, stór hluti hans fór í bræðslu í stað þess að vera frystur til manneldis eins og gert er meðal nágrannaþjóða okkar.Vistvænt hátækniríki Nú þegar tímar eru sem betur fer farnir að breytast er ef til vill tímabært að huga betur að því hvernig hægt er að gera enn meiri verðmæti úr þeirri takmörkuðu auðlind sem hafið er. Eitt af því væri að efla útflutning á ferskum afurðum (unnum eða óunnum), nota mun háþróaðri kælingu og ferskleikastýringu en gert hefur verið fram til þessa og stórauka þannig geymsluþol fersku afurðanna. Það myndi þýða að mun hærra og stöðugra verð fengist fyrir allar afurðir en nú er, því raunin er sú að með flestum þeim kæli- og flutningaaðferðum sem nú eru notaðar er fiskur frá Íslandi oft orðinn ansi gamall og lúinn, níu til fjórtán daga, þegar hann er settur á markað í Evrópu. Eða þá hann er fluttur út frystur, sem er ævinlega annars flokks hráefni, a.m.k. í Frakklandi, þar sem ég þekki best til. Til að yfirstíga þennan vanda er fiskur fluttur út í flugfragt sem er dýr flutningsmáti og óhagkvæmur, auk þess sem hann er síður en svo öruggur eins og nýleg dæmi sanna. Hins vegar eru nú þegar til frábærar kæliaðferðir og -tækni á Íslandi, aðferðir sem þýða gerbyltingu í gæðamálum og gera kleift að afhenda allt að tveggja vikna fisk ferskan og fínan sjóleiðis, en þær hafa af einhverjum ástæðum sorglega lítið verið notaðar til að hámarka verðmæti ferskra afurða. Sennilega eru þarna að verki systurnar gömlu, Íhaldssemi og Vanahugsun. Fagurgræn kælitækni Gamli tíminn var hálfúldinn fiskur handa lágstéttarfólki í Englandi. Framtíðin er ferskur hágæðafiskur handa sterkefnuðum Evrópubúum, Bandaríkjamönnum, Japönum og Kínverjum sem er umhugað um heilsuna og útlitið. Núna eru Íslendingar einhvers staðar mitt á milli gamla tímans og framtíðarinnar, mun styttra á veg komnir en þeir gætu verið, þar sem þessi nýja tækni hefur enn ekki verið nýtt sem skyldi. Forskotið á aðrar þjóðir sem hægt er að ná með þessari nýju tækni þarf, og ber, að nýta. Með tilkomu farsímans og netsins hefur orðið bylting í fjarskiptum undanfarin ár, tími og fjarlægðir hafa öðlast nýjar víddir og margt einfaldast. Með innleiðingu nýjustu kælistýringartækni og gæðastjórnunar gæti svipuð bylting átt sér stað á sviði sjávarafurða hérlendis, með tilheyrandi arðsemi. Hafi menn til að bera dug, þor og víðsýni til að nýta sér þá innlendu tækni sem þegar er til staðar til að hámarka verðmæti úr sjó á umhverfisvænan hátt gæti Ísland hæglega orðið leiðandi í heiminum á sviði fagurgrænnar kælitækni í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Höfundur er verkefnisstjóri hjá STG-Multi-Ice/ MIQ ehf.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun