Webber og Vettel sáttir hvor við annan 17. nóvember 2010 10:23 Meistaralið Red Bull fangaði titlunum tveimur í flugskýli í Austurríki þar sem liðið er skráð. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Mark Webber telur að spennan á milli hans og Sebastian Vettel hafi frekar verið hvatning til dáða, en neikvætt afl. Red Bull liðið fagnaði titlum sínum með fréttamannafundi í flugskýli í Austurríki í gær. "Það er eðlilegt þegar svo mikið er í húfi að menn fari út á ystu nöf í samskiptum. Það er hluti af ferðalaginu í íþróttum. Það eru smá skærur hér og þar og fjölmiðlar geta blásið hlutina upp og því getum við ekki stjórnað", sagði Webber í frétt á autosport.com. "En þegar öllu er á botninn hvolft, þá var það þetta sem keyrði liðið áfram. Vitanlega töpuðu við einhverjum stigum á þessu líka, en ég tel að liðið hafi lagt mikið á sig og við Vettel berum virðingu hvor fyrir öðrum. Það er það mikilvægasta að geta tekist í hendur þegar öllu er lokið og öllum baradögum um allan heim í Formúlu 1 er lokið." "Vettel á titilinn skilinn í ár. Við hefjum leikinn aftur í fyrsta móti á næsta ári. Ég mun reyna að vinna alla sem fyrr og það er bónus að geta lagt þann að velli sem er á sama farartæki og þú. Sebastian mætir sem meistari og ég hlakka til að mæta aftur í slaginn. Við byrjum í Barein og allir á núllpunkti", sagði Webber. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mark Webber telur að spennan á milli hans og Sebastian Vettel hafi frekar verið hvatning til dáða, en neikvætt afl. Red Bull liðið fagnaði titlum sínum með fréttamannafundi í flugskýli í Austurríki í gær. "Það er eðlilegt þegar svo mikið er í húfi að menn fari út á ystu nöf í samskiptum. Það er hluti af ferðalaginu í íþróttum. Það eru smá skærur hér og þar og fjölmiðlar geta blásið hlutina upp og því getum við ekki stjórnað", sagði Webber í frétt á autosport.com. "En þegar öllu er á botninn hvolft, þá var það þetta sem keyrði liðið áfram. Vitanlega töpuðu við einhverjum stigum á þessu líka, en ég tel að liðið hafi lagt mikið á sig og við Vettel berum virðingu hvor fyrir öðrum. Það er það mikilvægasta að geta tekist í hendur þegar öllu er lokið og öllum baradögum um allan heim í Formúlu 1 er lokið." "Vettel á titilinn skilinn í ár. Við hefjum leikinn aftur í fyrsta móti á næsta ári. Ég mun reyna að vinna alla sem fyrr og það er bónus að geta lagt þann að velli sem er á sama farartæki og þú. Sebastian mætir sem meistari og ég hlakka til að mæta aftur í slaginn. Við byrjum í Barein og allir á núllpunkti", sagði Webber.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira