Meistarinn býst við jöfnum slag 11. júní 2010 11:01 Jenson Button og Lewis Hamilton, en Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Tyrklandi. Mynd: Getty Images Jenson Button hjá McLarenl, sem er núverandi Formúlu 1 meistari býst við að McLaren, Red Bull og jafnvel Mercedes verði í toppbaráttunni í Montreal í Kanada um helgina. Þá telur hann að Ferrari gæti átt möguleika, eftir fremur slaka frammistöðu í Tyrklandi á dögunum. Red Bull liðið hefur náð besta tíma í öllum tímatökum ársins og Button telur þá líklega til afreka í Montreal. Robert Kubica á BMW vann síðast þegar keppt var í Kanada en það var árið 2008. "Þeir verða ekki með afgerandi forskot, þar sem það er ekki mikið um háhraðabeygjur, en það má ekki gleyma því að bíllinn er með gott veggrip. Það er margt sem mun hjálpa (Red Bull) vegna þess hvernig bíllinn er uppsettur. Þeir verða fljótir og það er öruggt að við verðum í toppslagnum, því brautin hentar bílnum", sagði Button í frétt á autosport.com. Háhraðakaflar á Montreal brautinni gætu hjálpað Button og Lewis Hamilton hjá McLaren, þar sem loftflæði um bílinn er með besta móti á mikilli ferð. Þá telur Button líka að McLaren bíllinn hafi ágætt veggrip, eða mekkanískt grip sem er mikilvægt í hægum beygjum brautarinnar. "Red Bull verða fljótir, og jafnvel Mercedes, en maður veit aldrei með Ferrari. Þeir hafa verið misjafnir í tveimur síðustu mótum, en þeir gætu veirð fljótir hérna, þar sem brautin er öðruvísi en í Tyrklandi", sagði Button. Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Jenson Button hjá McLarenl, sem er núverandi Formúlu 1 meistari býst við að McLaren, Red Bull og jafnvel Mercedes verði í toppbaráttunni í Montreal í Kanada um helgina. Þá telur hann að Ferrari gæti átt möguleika, eftir fremur slaka frammistöðu í Tyrklandi á dögunum. Red Bull liðið hefur náð besta tíma í öllum tímatökum ársins og Button telur þá líklega til afreka í Montreal. Robert Kubica á BMW vann síðast þegar keppt var í Kanada en það var árið 2008. "Þeir verða ekki með afgerandi forskot, þar sem það er ekki mikið um háhraðabeygjur, en það má ekki gleyma því að bíllinn er með gott veggrip. Það er margt sem mun hjálpa (Red Bull) vegna þess hvernig bíllinn er uppsettur. Þeir verða fljótir og það er öruggt að við verðum í toppslagnum, því brautin hentar bílnum", sagði Button í frétt á autosport.com. Háhraðakaflar á Montreal brautinni gætu hjálpað Button og Lewis Hamilton hjá McLaren, þar sem loftflæði um bílinn er með besta móti á mikilli ferð. Þá telur Button líka að McLaren bíllinn hafi ágætt veggrip, eða mekkanískt grip sem er mikilvægt í hægum beygjum brautarinnar. "Red Bull verða fljótir, og jafnvel Mercedes, en maður veit aldrei með Ferrari. Þeir hafa verið misjafnir í tveimur síðustu mótum, en þeir gætu veirð fljótir hérna, þar sem brautin er öðruvísi en í Tyrklandi", sagði Button.
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira