Hamilton: Guð hélt verndarhendi yfir mér 29. ágúst 2010 17:23 Lewis Hamilton með sigurlaunin á Spa brautinn í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er í efsta sætinu í stigamóti ökumanna eftir keppnina á Spa brautinni í dag. Hann sagði keppnina hafa verið mjög erfiða. Hamilton kom á undan Mark Webber í endamark. "Helgin var frábær og keppnin mjög, mjög erfið. Aðstæður voru erfiðar þegar það byrjaði að rigna og dekkin kólnuðu. Það var erfitt að vita hve mikið mátti taka á í beygjunum", sagði Hamilton. Hamilton sagði æðri máttarvöld hafa verið með sér þegar hann fór útaf brautinni á lokasprettinum, þegar hann var á dekkjum fyrir þurra braut í rigningu. "Ég bremsaði seint og læsti hjólum og fór útaf í áttundu beygju, en Guð hélt verndarhendi yfir mér þar og ég slapp með skrekkinn. Náði að vera á undan keppinautunum." "Við erum alltaf að press fram veginn, en erum ekki eins fljótir og keppinautarnir alls staðar, en það er ánægjulegt þegar við getum skilað hámarksárangri. Ég er stoltur af liðinu." Keppnin var taugatrekkjandi þar sem óvíst var með hvort rigningarspár gengju eftir og Hamilton sagði erfitt að meta stöðuna hverju sinni. Hann segir þjónustuhlé McLaren hafa gengið vel, en hann kom í hlé eftir að hafa skautað útaf brautinni. Öryggisbíllinn kom út í lokin, eftir að Fernando Alonso skemmdi bíl sinn, eftir að hafa flotið upp og lent á varnarvegg og inn á brautina aftur. "Ég var að vona að öryggisbíllinn yrði lengur út á brautinni, en sem betur fer hætti að rigna og brautin batnaði lítillega. Í lok snerist þetta um að komast bílnum heilum heim í höfn. Gæta þess að halda bilinu í Webber og ná í stigin. Það er ekki oft sem maður er í þessari stöðu", sagði Hamilton. Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er í efsta sætinu í stigamóti ökumanna eftir keppnina á Spa brautinni í dag. Hann sagði keppnina hafa verið mjög erfiða. Hamilton kom á undan Mark Webber í endamark. "Helgin var frábær og keppnin mjög, mjög erfið. Aðstæður voru erfiðar þegar það byrjaði að rigna og dekkin kólnuðu. Það var erfitt að vita hve mikið mátti taka á í beygjunum", sagði Hamilton. Hamilton sagði æðri máttarvöld hafa verið með sér þegar hann fór útaf brautinni á lokasprettinum, þegar hann var á dekkjum fyrir þurra braut í rigningu. "Ég bremsaði seint og læsti hjólum og fór útaf í áttundu beygju, en Guð hélt verndarhendi yfir mér þar og ég slapp með skrekkinn. Náði að vera á undan keppinautunum." "Við erum alltaf að press fram veginn, en erum ekki eins fljótir og keppinautarnir alls staðar, en það er ánægjulegt þegar við getum skilað hámarksárangri. Ég er stoltur af liðinu." Keppnin var taugatrekkjandi þar sem óvíst var með hvort rigningarspár gengju eftir og Hamilton sagði erfitt að meta stöðuna hverju sinni. Hann segir þjónustuhlé McLaren hafa gengið vel, en hann kom í hlé eftir að hafa skautað útaf brautinni. Öryggisbíllinn kom út í lokin, eftir að Fernando Alonso skemmdi bíl sinn, eftir að hafa flotið upp og lent á varnarvegg og inn á brautina aftur. "Ég var að vona að öryggisbíllinn yrði lengur út á brautinni, en sem betur fer hætti að rigna og brautin batnaði lítillega. Í lok snerist þetta um að komast bílnum heilum heim í höfn. Gæta þess að halda bilinu í Webber og ná í stigin. Það er ekki oft sem maður er í þessari stöðu", sagði Hamilton.
Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira