Hamilton: Guð hélt verndarhendi yfir mér 29. ágúst 2010 17:23 Lewis Hamilton með sigurlaunin á Spa brautinn í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er í efsta sætinu í stigamóti ökumanna eftir keppnina á Spa brautinni í dag. Hann sagði keppnina hafa verið mjög erfiða. Hamilton kom á undan Mark Webber í endamark. "Helgin var frábær og keppnin mjög, mjög erfið. Aðstæður voru erfiðar þegar það byrjaði að rigna og dekkin kólnuðu. Það var erfitt að vita hve mikið mátti taka á í beygjunum", sagði Hamilton. Hamilton sagði æðri máttarvöld hafa verið með sér þegar hann fór útaf brautinni á lokasprettinum, þegar hann var á dekkjum fyrir þurra braut í rigningu. "Ég bremsaði seint og læsti hjólum og fór útaf í áttundu beygju, en Guð hélt verndarhendi yfir mér þar og ég slapp með skrekkinn. Náði að vera á undan keppinautunum." "Við erum alltaf að press fram veginn, en erum ekki eins fljótir og keppinautarnir alls staðar, en það er ánægjulegt þegar við getum skilað hámarksárangri. Ég er stoltur af liðinu." Keppnin var taugatrekkjandi þar sem óvíst var með hvort rigningarspár gengju eftir og Hamilton sagði erfitt að meta stöðuna hverju sinni. Hann segir þjónustuhlé McLaren hafa gengið vel, en hann kom í hlé eftir að hafa skautað útaf brautinni. Öryggisbíllinn kom út í lokin, eftir að Fernando Alonso skemmdi bíl sinn, eftir að hafa flotið upp og lent á varnarvegg og inn á brautina aftur. "Ég var að vona að öryggisbíllinn yrði lengur út á brautinni, en sem betur fer hætti að rigna og brautin batnaði lítillega. Í lok snerist þetta um að komast bílnum heilum heim í höfn. Gæta þess að halda bilinu í Webber og ná í stigin. Það er ekki oft sem maður er í þessari stöðu", sagði Hamilton. Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er í efsta sætinu í stigamóti ökumanna eftir keppnina á Spa brautinni í dag. Hann sagði keppnina hafa verið mjög erfiða. Hamilton kom á undan Mark Webber í endamark. "Helgin var frábær og keppnin mjög, mjög erfið. Aðstæður voru erfiðar þegar það byrjaði að rigna og dekkin kólnuðu. Það var erfitt að vita hve mikið mátti taka á í beygjunum", sagði Hamilton. Hamilton sagði æðri máttarvöld hafa verið með sér þegar hann fór útaf brautinni á lokasprettinum, þegar hann var á dekkjum fyrir þurra braut í rigningu. "Ég bremsaði seint og læsti hjólum og fór útaf í áttundu beygju, en Guð hélt verndarhendi yfir mér þar og ég slapp með skrekkinn. Náði að vera á undan keppinautunum." "Við erum alltaf að press fram veginn, en erum ekki eins fljótir og keppinautarnir alls staðar, en það er ánægjulegt þegar við getum skilað hámarksárangri. Ég er stoltur af liðinu." Keppnin var taugatrekkjandi þar sem óvíst var með hvort rigningarspár gengju eftir og Hamilton sagði erfitt að meta stöðuna hverju sinni. Hann segir þjónustuhlé McLaren hafa gengið vel, en hann kom í hlé eftir að hafa skautað útaf brautinni. Öryggisbíllinn kom út í lokin, eftir að Fernando Alonso skemmdi bíl sinn, eftir að hafa flotið upp og lent á varnarvegg og inn á brautina aftur. "Ég var að vona að öryggisbíllinn yrði lengur út á brautinni, en sem betur fer hætti að rigna og brautin batnaði lítillega. Í lok snerist þetta um að komast bílnum heilum heim í höfn. Gæta þess að halda bilinu í Webber og ná í stigin. Það er ekki oft sem maður er í þessari stöðu", sagði Hamilton.
Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira