Kubica gæti haft áhrif á titilslaginn 2. nóvember 2010 16:14 Robert Kubica við forláta farkost sem Renault hannaði fyrir kvikmyndahátíðna í Cannes og sýndi á bílasýningunni í París á dögunum. Mynd: Getty Images/Francois Durand Robert Kubica varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í fyrra á Renault og hefur verið að blanda sér í toppbaráttuna annað slagið á þessu ári. Þar sem hörkuslagur verður um titilinn gæti Kubica haft áhrif á möguleika manna í stigaslagnum um næstu helgi. Fernando Alonso getur orðið meistari ef hann fær 15 stigum meira en Mark Webber í Brasilíu og 4 stigum meira en Lewis Hamilton og ef Sebastian Vettel nær ekki fleiri stigum en Alonso í mótinu á Interlagos brautinni. "Brautin í Brasilíu er sérkennileg og því erfitt að meta hvernig okkur mun ganga. Það er langur beinn kafli þar sem vélarafl og loftflæði verður mikilvægt. Þá verður veðrið lotterí, því veðrið er óútreiknanlegt á þessum tíma. Trúlega verður einhver bleyta eins og í fyrra", sagði Kubica í fréttatilkynningu frá Renault. Hann segir lítið grip á brautinni ef rignir. Þá er brautin blanda af hröðum köflum, hröðum beygjum og hægum, þannig að uppsetning bílsins er vandasöm fyrir hann og tæknimenn Renault. Kubica kann að meta stemmninguna sem myndast á Interlagos brautinni á ári hverju, en fjórir Brasilíumenn eru meðal keppenda í ár. "Við erum nærri áhorfendapöllunum og því sérstakt að vera á ráslínunni, en 95% áhorfenda fylgja heimamönnum að máli. Ég náði hagstæðum úrslitum í fyrra, sem kom á óvart. Það verður erfitt að endurtaka leikinn í ár, en þar sem veðrið getur ráðið miklu, þá getur hvað sem er gerst í mótinu", sagði Kubica. Kubica varð fimmti í síðustu keppni, sem var í Suður. Hann er með fimmta besta meðaltalið í tímatökum á árinu og í taugastríðinu varðandi titilslaginn á laugardag gæti árangur Kubica og fleiri ökumanna hrist upp upp í huga þeirra fimm sem keppa um meistaratitilinn. Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Robert Kubica varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í fyrra á Renault og hefur verið að blanda sér í toppbaráttuna annað slagið á þessu ári. Þar sem hörkuslagur verður um titilinn gæti Kubica haft áhrif á möguleika manna í stigaslagnum um næstu helgi. Fernando Alonso getur orðið meistari ef hann fær 15 stigum meira en Mark Webber í Brasilíu og 4 stigum meira en Lewis Hamilton og ef Sebastian Vettel nær ekki fleiri stigum en Alonso í mótinu á Interlagos brautinni. "Brautin í Brasilíu er sérkennileg og því erfitt að meta hvernig okkur mun ganga. Það er langur beinn kafli þar sem vélarafl og loftflæði verður mikilvægt. Þá verður veðrið lotterí, því veðrið er óútreiknanlegt á þessum tíma. Trúlega verður einhver bleyta eins og í fyrra", sagði Kubica í fréttatilkynningu frá Renault. Hann segir lítið grip á brautinni ef rignir. Þá er brautin blanda af hröðum köflum, hröðum beygjum og hægum, þannig að uppsetning bílsins er vandasöm fyrir hann og tæknimenn Renault. Kubica kann að meta stemmninguna sem myndast á Interlagos brautinni á ári hverju, en fjórir Brasilíumenn eru meðal keppenda í ár. "Við erum nærri áhorfendapöllunum og því sérstakt að vera á ráslínunni, en 95% áhorfenda fylgja heimamönnum að máli. Ég náði hagstæðum úrslitum í fyrra, sem kom á óvart. Það verður erfitt að endurtaka leikinn í ár, en þar sem veðrið getur ráðið miklu, þá getur hvað sem er gerst í mótinu", sagði Kubica. Kubica varð fimmti í síðustu keppni, sem var í Suður. Hann er með fimmta besta meðaltalið í tímatökum á árinu og í taugastríðinu varðandi titilslaginn á laugardag gæti árangur Kubica og fleiri ökumanna hrist upp upp í huga þeirra fimm sem keppa um meistaratitilinn.
Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira