Áhrifameiri kjósendur Hjörtur Hjartarson skrifar 24. nóvember 2010 16:30 Sum málefni hafa verið mér hugleiknari en önnur í sambandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Eitt þeirra er persónukjör. Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com. Persónukjör Endurskoða þarf tilhögun alþingiskosninga og auka áhrif kjósenda. Eftir Hrunið kom fram skýr krafa í samfélaginu um persónukjör. Í slíku kjöri felst að almennir kjósendur geti haft meiri eða minni áhrif á það í kosningum hvaða frambjóðendur veljast sem fulltrúar þeirra á Alþingi. Við núverandi skipan eru stjórnmálaflokkarnir nær einráðir um það. Útséð er með að hin gamalgrónu stjórnmálaöfl muni verða við kröfunni um persónukjör. Stjórnlagaþingið verður því að tryggja almennum kjósendum sanngjörn og heillavænleg áhrif í kosningum, að þessu leyti. Fjölmargar aðferðir tíðkast við persónukjör. Í frumvarpi um persónukjör sem síðast sofnaði í þinginu, var gert ráð fyrir að stigið yrði eitt varfærnislegt skref í þá átt að auka áhrif almennra kjósenda á kostnað flokkanna. Í stuttu máli var hugmyndin sú að stjórnmálaflokkar veldu frambjóðendur á lista, eins og venjulega, en að þeir kjósendur sem kysu listann fengju að raða efstu frambjóðendunum í sæti. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að teljast algjört lágmark. - Taka þarf mið af reynslu annarra þjóða af persónukjöri, nýta kostina en varast hætturnar. Stjórnlagþing þarf einnig að taka fyrir almennar leikreglur í kosningabaráttu. Tryggja þarf að peningar og valdaaðstaða ráði ekki úrslitum um hvaða sjónarmið heyrast og verða ofaná í pólitískri umræðu. Huga þarf að lengd kjörtímabils og takmörkun á setu þingmanna á Alþingi og eins sveitarstjórnarmanna í sveitarstjórnum. Tvö fjögurra ára kjörtímabil á Alþingi er hæfilegur tími. Með óskum um heillaríkt stjórnlagaþing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Sum málefni hafa verið mér hugleiknari en önnur í sambandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Eitt þeirra er persónukjör. Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com. Persónukjör Endurskoða þarf tilhögun alþingiskosninga og auka áhrif kjósenda. Eftir Hrunið kom fram skýr krafa í samfélaginu um persónukjör. Í slíku kjöri felst að almennir kjósendur geti haft meiri eða minni áhrif á það í kosningum hvaða frambjóðendur veljast sem fulltrúar þeirra á Alþingi. Við núverandi skipan eru stjórnmálaflokkarnir nær einráðir um það. Útséð er með að hin gamalgrónu stjórnmálaöfl muni verða við kröfunni um persónukjör. Stjórnlagaþingið verður því að tryggja almennum kjósendum sanngjörn og heillavænleg áhrif í kosningum, að þessu leyti. Fjölmargar aðferðir tíðkast við persónukjör. Í frumvarpi um persónukjör sem síðast sofnaði í þinginu, var gert ráð fyrir að stigið yrði eitt varfærnislegt skref í þá átt að auka áhrif almennra kjósenda á kostnað flokkanna. Í stuttu máli var hugmyndin sú að stjórnmálaflokkar veldu frambjóðendur á lista, eins og venjulega, en að þeir kjósendur sem kysu listann fengju að raða efstu frambjóðendunum í sæti. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að teljast algjört lágmark. - Taka þarf mið af reynslu annarra þjóða af persónukjöri, nýta kostina en varast hætturnar. Stjórnlagþing þarf einnig að taka fyrir almennar leikreglur í kosningabaráttu. Tryggja þarf að peningar og valdaaðstaða ráði ekki úrslitum um hvaða sjónarmið heyrast og verða ofaná í pólitískri umræðu. Huga þarf að lengd kjörtímabils og takmörkun á setu þingmanna á Alþingi og eins sveitarstjórnarmanna í sveitarstjórnum. Tvö fjögurra ára kjörtímabil á Alþingi er hæfilegur tími. Með óskum um heillaríkt stjórnlagaþing.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar