Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber voru fljótastir á síðustu æfingunni fyrir tímatökuna í Abu Dhabi í dag. Vettel var 0.133 sekúndum á undan Webber, en Lewis Hamilton var 0.584 á eftir, en Fernando Alonson fjórði. Þessir kappar eru í titilslagnum um um helgina.
Luca Montezemolo forseti Ferrari er mættur á mótssvæðið og þar er líka Piero Ferrari, sonur Enzo heitins Ferrari , stofnanda Ferrari og trúlega eru þeir komnir til að efla anda Ferrari manna sem ætlar sér titil ökumanna með Alonso.
Tímatakan verður mikilvæg þeim sem öðrum í toppslagnum og hún verður í beinni útsendingu kl. 12.45 á Stöð 2 Sport í dag.