Leikur hinna glötuðu færa gegn Svartfjallalandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. desember 2010 14:48 Rakel Dögg í eldlínunni gegn Króatíu. Mynd/Ole Nielsen Svartfjallaland vann sigur á Íslandi, 23-26, í öðrum leik liðanna á EM sem fram fer í Danmörku. Ísland er því enn án stiga og á aðeins eftir að spila gegn heimsmeisturum Rússa. Leikur íslenska liðsins var góður og þá sérstaklega sóknarleikurinn sem var vel útfærður nær allan leikinn. Stelpurnar fóru aftur á móti illa með allt of mörg færi. Stelpurnar gáfust aldrei upp og áttu magnaðan lokakafla þar sem þær unnu 6-2 síðustu 10 mínúturnar. Með smá heppni hefðu þær getað nælt í stig. Ísland - Svartfjallaland 23 - 26 (10 - 14) Mörk Íslands (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 8/1 (16/1), Rut Jónsdóttir 4 (5), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4/4 (7/5), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (3), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 1 (3), Þorgerður Anna Atladóttir 1 (3), Sólveig Lára Kjærnested (1), Ásta Birna Gunnarsdóttir (2), Karen Knútsdóttir (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 6 (11, 55%), Berglind Íris Hansdóttir 6 (26/1, 23%). Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka Rut 1, Hrafnhildur Ósk 1, Anna Úrsúla 1). Fiskuð víti: 6 (Rut 2, Anna Úrsúla 2, Rakel Dögg 1, Þorgerður Anna 1). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Svartfjallalands (skot): Jovanka Radicevic 6 (7), Maja Savic 6 (7), Sandra Nikcevic 4 (5), Milena Knezevic 3 (5), Jelena Markovic 3 (7), Marija Jovanovic 3 (8), Andjela Bulatovic 1/1 (3/2), Radmila Miljanic (1), Suzana Lazovic (1). Varin skot: Sonja Barjaktarovic 11 (24/3, 46%), Marina Vukcevic 4/1 (13/2, 31%), Mirjana Milenkovic 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 5 (Radicevic 3, Savic 1, Knezevic 1). Fiskuð víti: 2 (Radicevic 1, Savic 1). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Kjersti Arntsen og Ida Cecilie Gullaksen, Noregi. Leikurinn var í beinni lýsingu á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan. Leik lokið: Þrátt fyrir frábæra baráttu og góðan leik varð íslenska liðið að játa sig sigrað gegn sterku liði Svartfjallalands. Lokatölur 23-26. 58. mín: Hrafnhildur gat minnkað muninn í tvö mörk en klúðraði dauðafæri. Grátlegt hvernig stelpurnar hafa farið með góðu færin í kvöld. Hrafnhildur fær svo aftur tækifæri en klúðrar á ný. Illa farið með góð færi. 21-24. 56. mín: Þessar stelpur okkar eru magnaðar. Þær gefast ekki upp og hafa minnkað muninn í þrjú mörk, 21-24. 53. mín: Rebekka með tvö góð mörk en bilið er of mikið. 19-24. 50. mín: Smá fát á sóknarleiknum og Svartfellingar refsa í hvert einasta sinn. Hver mistök eru dýr. Þorgerður Anna er að koma sterk inn í leikinn og skorar fallegt mark. Íris er að verja ágætlega í markinu. Greinilega ekkert að þeirri skiptingu. 17-24. 46. mín: Þegar Berglind virtist vera að finna sig var Íris sett í markið. Stelpurnar berjast grimmilega og ætla að klára fullar 60 mínútur. Mikill sómi af þessari baráttu. 16-21. 43. mín: Ágætur kafli hjá íslenska liðinu en sem fyrr eru stelpurnar að fara illa með dauðafærin. Berglind er aðeins að detta í gírinn í markinu og það er af hinu góða. 14-19. 40. mín: Svartfellingar hnykla vöðvana og sýna styrk sinn. Ísland er búið að missa af lestinni. 13-19 fyrir Svartfjallaland. 36. mín: Sóknarleikurinn ekki að rúlla nógu vel í upphafi seinni hálfleiks og Svartfellingar refsa grimmilega. Tæknifeilarnir fáir í fyrri hálfleik en of margir á fyrstu mínútum þess síðari. 11-17. 33. mín: Ekkert sérstök byrjun á síðari hálfleik. 10-16. Hálfleikur: Fínn fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu. Varnarleikurinn ágætur en markvarslan slök. Sóknarleikurinn mjög góður og ef stelpurnar nýttu færin sín betur væri líklega jafnt. Staðan er 10-14. Mörk Íslands (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (7) Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3/3 (4/3) Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (2) Rakel Dögg Bragadóttir 1 (3) Rut Jónsdóttir (1) Ásta Birna Gunnarsdóttir (2) Karen Knútsdóttir (3) Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 4 (18, 22%) 27. mín: Berglind Íris á ekki góðan dag í markinu. Ver lítið og ræður ekkert við langskot Svartfellinga. Sóknarleikurinn gengur enn vel og stelpurnar ná nánast alltaf að opna vörn Svartfellinga. 10-12. 24. mín: Íslenska liðið er sjálfu sér verst í þessum leik og stelpurnar hafa klúðrað allt of mörgum dauðafærum. Þær spila skynsamlega og eru ekki að tapa boltanum ódýrt en fara illa með færin. 8-11. 21. mín: Stelpurnar ætla ekki að sleppa andstæðingnum of langt frá sér og berjast sem aldrei fyrr. 7-10. 17. mín: Júlíus tók leikhlé og stýrði því sjálfur aldrei þessu vant. Stelpurnar aðeins tekið við sér í kjölfarið. 5-8. 14. mín: Stelpurnar nýttu ekki liðsmuninn áðan og misstu síðan Önnu Úrsulu af velli í tvær mínútur. 3-6 fyrir Svartfjallaland. 10. mín: Svartfellingar skora tvö í röð en Hanna minnkar muninn úr víti. 3-4. 8. mín: Íslenska liðið er ekki með neina minnimáttarkennd gagnvart andstæðingum sínum. Stelpurnar eru hvergi bangnar. Hafa fengið tvö tækifæri til þess að komast yfir en klúðrað báðum sóknum. Enn 2-2. 6. mín: Íslensku stelpurnar eru ákveðnar og spila hraðan sóknarleik. Hrafnhildur jafnar í 2-2. Fín byrjun. 4. mín: Anna Úrsula skorar fyrsta mark Íslands í leiknum og minnkar muninn í 1-2. 2. mín: Leikurinn er hafinn. Ísland tapar boltanum í fyrstu sókn og Svartfjallaland skorar fyrsta markið. 17.10: Það er verið að kynna íslensku leikmennina til leiks og er þeim vel fagnað af mörgum íslenskum áhorfendum í höllinni. 17.04: Áhorfendur eru byrjaðir að týnast inn í höllina og er ánægjulegt að sjá að þeir eru talsvert fleiri nú en á sama tíma á þriðjudaginn. Fjölmargir eru með íslenskan fána og í íslenska landsliðsbúningnum. 16.58: Þótt ótrúlega megi virðast eru þrettán leikmenn í landsliði Svartfjallalands úr einu og sama liðin - ZRK Buducnost. Það lið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í heimalandinu og er í dag eitt allra sterkasta félagslið Evrópu. Svartfellingar eru eina liðið hér í Árósum sem eru með þrjá markverði í leikmannahópnum sínum. Þess má einnig geta að landsliðsþjálfari Svartfjallalands, Dragan Adzic, er einnig þjálfari Buducnost. 16.51: Það er garðveisla í höllinni. Mótshaldarar hita upp fyrir leik með hinu frábæra lagi, Garden Party, með Mezzoforte. Svartfellingar spila í hvítum búningum í dag, en voru í svörtum gegn Rússum. 16.40: "Leikurinn gegn Rússlandi kostaði okkur mikla orku. Við erum dauðþreytt og nokkrir leikmenn meiddust," sagði Dragan Adzic, þjálfari Svartfellinga, fyrir leikinn. 16.37: Leikstjórnandinn sterki, Ana Radovic, meiddist illa á öxl í leiknum gegn Rússum og spilar því ekki leikinn í dag gegn Íslandi. 16.36: Ísland leikur í rauðum búningum í dag en stelpurnar voru í hvítu í fyrsta leik. Rauðir búningar hafa oft reynst karlaliðinu vel og vonandi blómstra stelpurnar líka í rauðu. 16.30: Arna Sif Pálsdóttir er sögð vera Pasldottir á leikskýrslu í dag. Skemmtilegt stafabrengl þarna á ferðinni. Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Svartfjallaland vann sigur á Íslandi, 23-26, í öðrum leik liðanna á EM sem fram fer í Danmörku. Ísland er því enn án stiga og á aðeins eftir að spila gegn heimsmeisturum Rússa. Leikur íslenska liðsins var góður og þá sérstaklega sóknarleikurinn sem var vel útfærður nær allan leikinn. Stelpurnar fóru aftur á móti illa með allt of mörg færi. Stelpurnar gáfust aldrei upp og áttu magnaðan lokakafla þar sem þær unnu 6-2 síðustu 10 mínúturnar. Með smá heppni hefðu þær getað nælt í stig. Ísland - Svartfjallaland 23 - 26 (10 - 14) Mörk Íslands (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 8/1 (16/1), Rut Jónsdóttir 4 (5), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4/4 (7/5), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (3), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 1 (3), Þorgerður Anna Atladóttir 1 (3), Sólveig Lára Kjærnested (1), Ásta Birna Gunnarsdóttir (2), Karen Knútsdóttir (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 6 (11, 55%), Berglind Íris Hansdóttir 6 (26/1, 23%). Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka Rut 1, Hrafnhildur Ósk 1, Anna Úrsúla 1). Fiskuð víti: 6 (Rut 2, Anna Úrsúla 2, Rakel Dögg 1, Þorgerður Anna 1). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Svartfjallalands (skot): Jovanka Radicevic 6 (7), Maja Savic 6 (7), Sandra Nikcevic 4 (5), Milena Knezevic 3 (5), Jelena Markovic 3 (7), Marija Jovanovic 3 (8), Andjela Bulatovic 1/1 (3/2), Radmila Miljanic (1), Suzana Lazovic (1). Varin skot: Sonja Barjaktarovic 11 (24/3, 46%), Marina Vukcevic 4/1 (13/2, 31%), Mirjana Milenkovic 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 5 (Radicevic 3, Savic 1, Knezevic 1). Fiskuð víti: 2 (Radicevic 1, Savic 1). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Kjersti Arntsen og Ida Cecilie Gullaksen, Noregi. Leikurinn var í beinni lýsingu á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan. Leik lokið: Þrátt fyrir frábæra baráttu og góðan leik varð íslenska liðið að játa sig sigrað gegn sterku liði Svartfjallalands. Lokatölur 23-26. 58. mín: Hrafnhildur gat minnkað muninn í tvö mörk en klúðraði dauðafæri. Grátlegt hvernig stelpurnar hafa farið með góðu færin í kvöld. Hrafnhildur fær svo aftur tækifæri en klúðrar á ný. Illa farið með góð færi. 21-24. 56. mín: Þessar stelpur okkar eru magnaðar. Þær gefast ekki upp og hafa minnkað muninn í þrjú mörk, 21-24. 53. mín: Rebekka með tvö góð mörk en bilið er of mikið. 19-24. 50. mín: Smá fát á sóknarleiknum og Svartfellingar refsa í hvert einasta sinn. Hver mistök eru dýr. Þorgerður Anna er að koma sterk inn í leikinn og skorar fallegt mark. Íris er að verja ágætlega í markinu. Greinilega ekkert að þeirri skiptingu. 17-24. 46. mín: Þegar Berglind virtist vera að finna sig var Íris sett í markið. Stelpurnar berjast grimmilega og ætla að klára fullar 60 mínútur. Mikill sómi af þessari baráttu. 16-21. 43. mín: Ágætur kafli hjá íslenska liðinu en sem fyrr eru stelpurnar að fara illa með dauðafærin. Berglind er aðeins að detta í gírinn í markinu og það er af hinu góða. 14-19. 40. mín: Svartfellingar hnykla vöðvana og sýna styrk sinn. Ísland er búið að missa af lestinni. 13-19 fyrir Svartfjallaland. 36. mín: Sóknarleikurinn ekki að rúlla nógu vel í upphafi seinni hálfleiks og Svartfellingar refsa grimmilega. Tæknifeilarnir fáir í fyrri hálfleik en of margir á fyrstu mínútum þess síðari. 11-17. 33. mín: Ekkert sérstök byrjun á síðari hálfleik. 10-16. Hálfleikur: Fínn fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu. Varnarleikurinn ágætur en markvarslan slök. Sóknarleikurinn mjög góður og ef stelpurnar nýttu færin sín betur væri líklega jafnt. Staðan er 10-14. Mörk Íslands (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (7) Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3/3 (4/3) Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (2) Rakel Dögg Bragadóttir 1 (3) Rut Jónsdóttir (1) Ásta Birna Gunnarsdóttir (2) Karen Knútsdóttir (3) Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 4 (18, 22%) 27. mín: Berglind Íris á ekki góðan dag í markinu. Ver lítið og ræður ekkert við langskot Svartfellinga. Sóknarleikurinn gengur enn vel og stelpurnar ná nánast alltaf að opna vörn Svartfellinga. 10-12. 24. mín: Íslenska liðið er sjálfu sér verst í þessum leik og stelpurnar hafa klúðrað allt of mörgum dauðafærum. Þær spila skynsamlega og eru ekki að tapa boltanum ódýrt en fara illa með færin. 8-11. 21. mín: Stelpurnar ætla ekki að sleppa andstæðingnum of langt frá sér og berjast sem aldrei fyrr. 7-10. 17. mín: Júlíus tók leikhlé og stýrði því sjálfur aldrei þessu vant. Stelpurnar aðeins tekið við sér í kjölfarið. 5-8. 14. mín: Stelpurnar nýttu ekki liðsmuninn áðan og misstu síðan Önnu Úrsulu af velli í tvær mínútur. 3-6 fyrir Svartfjallaland. 10. mín: Svartfellingar skora tvö í röð en Hanna minnkar muninn úr víti. 3-4. 8. mín: Íslenska liðið er ekki með neina minnimáttarkennd gagnvart andstæðingum sínum. Stelpurnar eru hvergi bangnar. Hafa fengið tvö tækifæri til þess að komast yfir en klúðrað báðum sóknum. Enn 2-2. 6. mín: Íslensku stelpurnar eru ákveðnar og spila hraðan sóknarleik. Hrafnhildur jafnar í 2-2. Fín byrjun. 4. mín: Anna Úrsula skorar fyrsta mark Íslands í leiknum og minnkar muninn í 1-2. 2. mín: Leikurinn er hafinn. Ísland tapar boltanum í fyrstu sókn og Svartfjallaland skorar fyrsta markið. 17.10: Það er verið að kynna íslensku leikmennina til leiks og er þeim vel fagnað af mörgum íslenskum áhorfendum í höllinni. 17.04: Áhorfendur eru byrjaðir að týnast inn í höllina og er ánægjulegt að sjá að þeir eru talsvert fleiri nú en á sama tíma á þriðjudaginn. Fjölmargir eru með íslenskan fána og í íslenska landsliðsbúningnum. 16.58: Þótt ótrúlega megi virðast eru þrettán leikmenn í landsliði Svartfjallalands úr einu og sama liðin - ZRK Buducnost. Það lið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í heimalandinu og er í dag eitt allra sterkasta félagslið Evrópu. Svartfellingar eru eina liðið hér í Árósum sem eru með þrjá markverði í leikmannahópnum sínum. Þess má einnig geta að landsliðsþjálfari Svartfjallalands, Dragan Adzic, er einnig þjálfari Buducnost. 16.51: Það er garðveisla í höllinni. Mótshaldarar hita upp fyrir leik með hinu frábæra lagi, Garden Party, með Mezzoforte. Svartfellingar spila í hvítum búningum í dag, en voru í svörtum gegn Rússum. 16.40: "Leikurinn gegn Rússlandi kostaði okkur mikla orku. Við erum dauðþreytt og nokkrir leikmenn meiddust," sagði Dragan Adzic, þjálfari Svartfellinga, fyrir leikinn. 16.37: Leikstjórnandinn sterki, Ana Radovic, meiddist illa á öxl í leiknum gegn Rússum og spilar því ekki leikinn í dag gegn Íslandi. 16.36: Ísland leikur í rauðum búningum í dag en stelpurnar voru í hvítu í fyrsta leik. Rauðir búningar hafa oft reynst karlaliðinu vel og vonandi blómstra stelpurnar líka í rauðu. 16.30: Arna Sif Pálsdóttir er sögð vera Pasldottir á leikskýrslu í dag. Skemmtilegt stafabrengl þarna á ferðinni.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira