Hamilton fær refsingu í Japan 9. október 2010 13:37 Það hefur gengið á ýmsu hjá Lewis Hamilton þessa mótshelgina og honum verður refsað eftir tímatökuna í nótt. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu eftir tímatökuna á Suzuka brautinni sem verður í nótt, fimm tímum á undan kappakstrinum. Tímatökunni var frestað s.l. nótt vegna vatnselgs á brautinni, en hún verður sýnd kl. 00.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir miðnætti. í frétt á autosport.com sagðist starfsmaður McLaren hafa séð óeðlilegan olíuleka á bíl Hamiltons í lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Talið var að búið hefði verið að lagfæra lekann, en í ljós kom á meðan beðið var eftir því að tímatakan hæfist að eitthvað var mikið að. Liðið ákvað því að skipta um gírkassa í bíl Hamiltons og samkvæmt reglum þýðir það að hann fær fimm sæta refsingu eftir að tímatökunni lýkur. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og hann keyrði bíl sinn útaf á fyrri æfingunni á föstudag og skemmdi hann mikið. Tapaði þar með dýrmætum aksturstíma á seinni æfingunni, þar sem langan tíma tók að laga bíl hans. Það er því ýmislegt búið að vinna á móti Hamilton, sem er þó sannur baráttujaxl, en hann hefur engu að síður fallið úr leik í tveimur mótum í röð eftir samstuð við keppinaut í brautinni. Hamilton er meðal fimm ökumanna sem er að berjast um meistaratitilinn í Formúlu 1 þegar fjórum mótum er ólokið. Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu eftir tímatökuna á Suzuka brautinni sem verður í nótt, fimm tímum á undan kappakstrinum. Tímatökunni var frestað s.l. nótt vegna vatnselgs á brautinni, en hún verður sýnd kl. 00.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir miðnætti. í frétt á autosport.com sagðist starfsmaður McLaren hafa séð óeðlilegan olíuleka á bíl Hamiltons í lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Talið var að búið hefði verið að lagfæra lekann, en í ljós kom á meðan beðið var eftir því að tímatakan hæfist að eitthvað var mikið að. Liðið ákvað því að skipta um gírkassa í bíl Hamiltons og samkvæmt reglum þýðir það að hann fær fimm sæta refsingu eftir að tímatökunni lýkur. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og hann keyrði bíl sinn útaf á fyrri æfingunni á föstudag og skemmdi hann mikið. Tapaði þar með dýrmætum aksturstíma á seinni æfingunni, þar sem langan tíma tók að laga bíl hans. Það er því ýmislegt búið að vinna á móti Hamilton, sem er þó sannur baráttujaxl, en hann hefur engu að síður fallið úr leik í tveimur mótum í röð eftir samstuð við keppinaut í brautinni. Hamilton er meðal fimm ökumanna sem er að berjast um meistaratitilinn í Formúlu 1 þegar fjórum mótum er ólokið.
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira