Njörður P. Njarðvík: Siðareglur fyrir forseta 30. apríl 2010 09:30 Sá sem hefur næma siðferðiskennd, þarf ekki að setja sér sérstakar reglur. Siðvitund hans segir honum líkt og ósjálfrátt hvað er við hæfi. Það hefði væntanlega þótt tíðindum sæta á tímum Vigdísar Finnbogadóttur og Kristjáns Eldjárn, að talin væri þörf á sérstökum siðareglum um störf þeirra. Hið sama hygg ég að segja megi um Ásgeir Ásgeirsson og Svein Björnsson, þótt ég þekkti ekki að sama skapi til þeirra persónulega. Mér er minnisstætt að ég heyrði Kristján Eldjárn segja, að á Bessastöðum skyldi ríkja alþýðlegur virðuleiki. Þá var sátt með þjóð og forseta - og gagnkvæm virðing.Það er dapurlegt að sjá, að siðferðisálit í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis skuli þurfa að taka til hlutar forseta Íslands í útrás og aðdraganda hrunsins - og telja af því nauðsyn að skýra betur hlutverk hans í stjórnarskrá, setja nýjar reglur um hlutverk og verkefni forsetans og æskilegt að forsetaembættið setji sér siðareglur. Það er líka dapurlegt að sjá hvernig forsetinn bregst við. Þótt e.t.v. megi finna einhverjar misfærslur, eru meginatriðin alveg skýr. Forsetinn gekk erinda og mærði úr hófi fram bankamenn og "athafnaskáld" sem hafa valdið þjóðinni allri óbærilegum skaða. Hann gerði þá nánast að heimagöngum á Bessastöðum, skrifaði meðmælabréf, valsaði með þeim um heiminn og flutti fyrir þá lofræður sem voru svo fullar af yfirgengilegri þjóðrembu, að hver sæmilega heilbrigður Íslendingar hlýtur að roðna og blána við lestur þeirra. Í skjóli forsetaembættisins og "auðæfa" sinna töldust þessir menn sérstakt fyrirmyndarfólk. Um þess háttar menn sagði bandaríska ljóðskáldið Walt Whitman árið 1870: "Fyrirmyndarfólk dagsins er ekkert annað en tískuklæddur skríll braskara og rudda." Manngerðin ætti því að vera ekki með öllu óþekkt. Forsetinn hefði betur staðið í ögn meiri og gagnrýnni fjarlægð.Forseti Íslands veitir mönnum heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu. Í 1. grein forsetabréfs um fálkaorðuna frá 31. desember 2005 segir, að henni megi sæma "innlenda einstaklinga eða erlenda fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi." Hér er tæpast átt við neina smámuni, enda hafa ýmsir talið slíka orðuveitingu einhverja æðstu viðurkenningu sem Íslendingum getur hlotnast. Það er ekki gaman fyrir okkur, venjulega Íslendinga, að sjá þrjá fyrrverandi forsætisráðherra spranga um með æðstu stig fálkaorðunnar, þá þrjá sem trúlega hafa skaðað þjóðina öðrum stjórnmálamönnum fremur. Árið 2005 fær Björgólfur Guðmundsson orðuna "fyrir framlag til viðskiptalífs og menningar". Við vitum að hann veitti stundum rausnarlega til menningarmála, en vitum minna um ætterni þeirra peninga og raunverulega eigendur. Og framlag hans til viðskiptalífs verður tæpast metið til orðuveitingar. En lengst er þó gengið 1. janúar 2007, þegar forseti Íslands veitir Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings banka, riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu "fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi". Sem sé: fyrir það sem hefur beinlínis stórskaðað íslenska þjóð. Skyldu menn nú telja sér mikinn heiður að þiggja þessa orðu? Skyldu einhverjir kannski vilja skila henni? Í 13. gr. segir, að Stórmeistari (forsetinn) geti, "að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana". Kannski er kominn tími til að beita þessu ákvæði?Ekki veit ég hversu vel forseti Íslands er að sér í eldfjallafræði. Enginn íslenskur jarðvísindamaður hefur kveðið upp úr um yfirvofandi Kötlugos, enda veit enginn hvenær eldfjöll gjósa nema með harla skömmum fyrirvara, - því miður. Það er því undarlegt, eftir allt sem á undan er gengið, að forseti Íslands skuli finna hjá sér hvöt til að hræða alla heimsbyggðina - og þar með - að minnsta kosti óbeint - vara menn við að koma hingað og hætta lífi sínu hér. Mörgum brá illilega við þessi ummæli, og hafa sumir haft á orði að forsetanum beri að segja af sér. Um það skal ég ekki dæma. En ljóst má vera, að forseta Íslands ber að gæta orða sinna af varkárni þegar hann talar í krafti síns embættis. Einhverju sinni sagði hann, að gjá hefði myndast milli Alþingis og þjóðarinnar. Hefur hann ekki sjálfur myndað slíka gjá milli sín og hennar? Að minnsta kosti sýnist ljóst, að sameiningartákn þjóðarinnar (eins og sagt er um forseta Íslands) er hann ekki og getur ekki verið. Slíkt sameiningartákn hefur íslensk þjóð ekki átt síðan Vigdís Finnbogadóttir lét af embætti 1996. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sá sem hefur næma siðferðiskennd, þarf ekki að setja sér sérstakar reglur. Siðvitund hans segir honum líkt og ósjálfrátt hvað er við hæfi. Það hefði væntanlega þótt tíðindum sæta á tímum Vigdísar Finnbogadóttur og Kristjáns Eldjárn, að talin væri þörf á sérstökum siðareglum um störf þeirra. Hið sama hygg ég að segja megi um Ásgeir Ásgeirsson og Svein Björnsson, þótt ég þekkti ekki að sama skapi til þeirra persónulega. Mér er minnisstætt að ég heyrði Kristján Eldjárn segja, að á Bessastöðum skyldi ríkja alþýðlegur virðuleiki. Þá var sátt með þjóð og forseta - og gagnkvæm virðing.Það er dapurlegt að sjá, að siðferðisálit í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis skuli þurfa að taka til hlutar forseta Íslands í útrás og aðdraganda hrunsins - og telja af því nauðsyn að skýra betur hlutverk hans í stjórnarskrá, setja nýjar reglur um hlutverk og verkefni forsetans og æskilegt að forsetaembættið setji sér siðareglur. Það er líka dapurlegt að sjá hvernig forsetinn bregst við. Þótt e.t.v. megi finna einhverjar misfærslur, eru meginatriðin alveg skýr. Forsetinn gekk erinda og mærði úr hófi fram bankamenn og "athafnaskáld" sem hafa valdið þjóðinni allri óbærilegum skaða. Hann gerði þá nánast að heimagöngum á Bessastöðum, skrifaði meðmælabréf, valsaði með þeim um heiminn og flutti fyrir þá lofræður sem voru svo fullar af yfirgengilegri þjóðrembu, að hver sæmilega heilbrigður Íslendingar hlýtur að roðna og blána við lestur þeirra. Í skjóli forsetaembættisins og "auðæfa" sinna töldust þessir menn sérstakt fyrirmyndarfólk. Um þess háttar menn sagði bandaríska ljóðskáldið Walt Whitman árið 1870: "Fyrirmyndarfólk dagsins er ekkert annað en tískuklæddur skríll braskara og rudda." Manngerðin ætti því að vera ekki með öllu óþekkt. Forsetinn hefði betur staðið í ögn meiri og gagnrýnni fjarlægð.Forseti Íslands veitir mönnum heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu. Í 1. grein forsetabréfs um fálkaorðuna frá 31. desember 2005 segir, að henni megi sæma "innlenda einstaklinga eða erlenda fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi." Hér er tæpast átt við neina smámuni, enda hafa ýmsir talið slíka orðuveitingu einhverja æðstu viðurkenningu sem Íslendingum getur hlotnast. Það er ekki gaman fyrir okkur, venjulega Íslendinga, að sjá þrjá fyrrverandi forsætisráðherra spranga um með æðstu stig fálkaorðunnar, þá þrjá sem trúlega hafa skaðað þjóðina öðrum stjórnmálamönnum fremur. Árið 2005 fær Björgólfur Guðmundsson orðuna "fyrir framlag til viðskiptalífs og menningar". Við vitum að hann veitti stundum rausnarlega til menningarmála, en vitum minna um ætterni þeirra peninga og raunverulega eigendur. Og framlag hans til viðskiptalífs verður tæpast metið til orðuveitingar. En lengst er þó gengið 1. janúar 2007, þegar forseti Íslands veitir Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings banka, riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu "fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi". Sem sé: fyrir það sem hefur beinlínis stórskaðað íslenska þjóð. Skyldu menn nú telja sér mikinn heiður að þiggja þessa orðu? Skyldu einhverjir kannski vilja skila henni? Í 13. gr. segir, að Stórmeistari (forsetinn) geti, "að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana". Kannski er kominn tími til að beita þessu ákvæði?Ekki veit ég hversu vel forseti Íslands er að sér í eldfjallafræði. Enginn íslenskur jarðvísindamaður hefur kveðið upp úr um yfirvofandi Kötlugos, enda veit enginn hvenær eldfjöll gjósa nema með harla skömmum fyrirvara, - því miður. Það er því undarlegt, eftir allt sem á undan er gengið, að forseti Íslands skuli finna hjá sér hvöt til að hræða alla heimsbyggðina - og þar með - að minnsta kosti óbeint - vara menn við að koma hingað og hætta lífi sínu hér. Mörgum brá illilega við þessi ummæli, og hafa sumir haft á orði að forsetanum beri að segja af sér. Um það skal ég ekki dæma. En ljóst má vera, að forseta Íslands ber að gæta orða sinna af varkárni þegar hann talar í krafti síns embættis. Einhverju sinni sagði hann, að gjá hefði myndast milli Alþingis og þjóðarinnar. Hefur hann ekki sjálfur myndað slíka gjá milli sín og hennar? Að minnsta kosti sýnist ljóst, að sameiningartákn þjóðarinnar (eins og sagt er um forseta Íslands) er hann ekki og getur ekki verið. Slíkt sameiningartákn hefur íslensk þjóð ekki átt síðan Vigdís Finnbogadóttir lét af embætti 1996.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun