Alonso má ekki við vandræðum 9. september 2010 16:13 Jenson Button og Fernando Alonso í forgrunni á blaðamannafundi á Monza brautinni í dag. Mynd: Getty Images Fernando Alonso hjá Ferrari er einn af fimm ökumönnum sem á möguleika á meistaratitli þegar sex mótum er ólikið og hann ekur Ferrari á heimavelli liðsins í Monza um helgina. Alonso segir tvö næstu mót mikilvæg og hann verði að fá mikið af stigum í síðustu sex mótunum ætli hann að eiga möguleika á titlinum. "Augljóslega verður þetta erfiðara eftir því sem mótunum fækkar, ef illa gengur í einu móti. Þetta er kannski ekki síðasti sjénsinn okkar, en næsta mót og mótið í Singapúr þurfa hlutirnir að ganga vel", sagði Alonso í frétt frá Monza á autosport.com. Alonso segir að ef hann falli úr leik eða lendi í vandræðum get hann kvatt möguleika á titilinum endanlega. Lewis Hamilton er efstur að stigum í stigamótinu með 182 stig, Mark Webber er með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Alonso 141. "Fyrir mótið á Spa vorum við í þéttum hnapp og lítill munur á milli efstu manna. En hlutirnir breytast hratt, mót frá móti og nýja stigkefið breytir miklu. Við ætlum að vera á toppnum í síðustu sex mótunum, eins ofarlega og mögulegt er og sjáum hvað gerist", sagði Alonso. "Við ættum að vera samkeppnisfærir á Monza, þó við höfum ekki náð tilætlaðum árangri á Spa. Við höfum skoðað málið og lagað bílinn og ættum að mæta með betri bíl sem hentar Monza brautinni betur." Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag og sunnudag, en á föstudagskvöld er þáttur frá æfingum keppnisliða á Monza brautinni. Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari er einn af fimm ökumönnum sem á möguleika á meistaratitli þegar sex mótum er ólikið og hann ekur Ferrari á heimavelli liðsins í Monza um helgina. Alonso segir tvö næstu mót mikilvæg og hann verði að fá mikið af stigum í síðustu sex mótunum ætli hann að eiga möguleika á titlinum. "Augljóslega verður þetta erfiðara eftir því sem mótunum fækkar, ef illa gengur í einu móti. Þetta er kannski ekki síðasti sjénsinn okkar, en næsta mót og mótið í Singapúr þurfa hlutirnir að ganga vel", sagði Alonso í frétt frá Monza á autosport.com. Alonso segir að ef hann falli úr leik eða lendi í vandræðum get hann kvatt möguleika á titilinum endanlega. Lewis Hamilton er efstur að stigum í stigamótinu með 182 stig, Mark Webber er með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Alonso 141. "Fyrir mótið á Spa vorum við í þéttum hnapp og lítill munur á milli efstu manna. En hlutirnir breytast hratt, mót frá móti og nýja stigkefið breytir miklu. Við ætlum að vera á toppnum í síðustu sex mótunum, eins ofarlega og mögulegt er og sjáum hvað gerist", sagði Alonso. "Við ættum að vera samkeppnisfærir á Monza, þó við höfum ekki náð tilætlaðum árangri á Spa. Við höfum skoðað málið og lagað bílinn og ættum að mæta með betri bíl sem hentar Monza brautinni betur." Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag og sunnudag, en á föstudagskvöld er þáttur frá æfingum keppnisliða á Monza brautinni.
Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira