Grunur um herpessýkingar í hestum 16. júní 2010 06:00 hestapestin Rannsóknarstyrkur sem ríkisstjórnin samþykkti að veita Keldum og Matvælastofnun til frekari rannsókna á hestapestinni kemur að góðum notum, að sögn yfirdýralæknis.frettabladld/Gva „Það eru vísbendingar um að veirusýkingar valdi upphafi hrossapestarinnar og streptokokkasýking valdi erfiðari hluta hennar,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um gang rannsókna á hrossapestinni illræmdu. Halldór segir þessar vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum á Keldum. Í gær átti Halldór svo fund með Susanne Braun og Birni Steinbjörnssyni dýralæknum. Susanne hefur starfað sjálfstætt við hestalækningar á Íslandi um árabil. Björn er dýralæknir hjá Matvælastofnun, en hefur aðstoðað Susanne í sínum frítíma. „Þau hafa gert sjálfstæðar athuganir á hrossapestinni og skráð með skipulegum hætti hesta sem þau hafa skoðað,“ útskýrir Halldór. „Þau gerðu mér grein fyrir þessum athugunum, þar sem þau telja fram komnar vísbendingar um herpesveirusýkingu í hrossunum, en það á eftir að vinna meira úr þeim áður en eitthvað er fullyrt. Upplýsingar þeirra verða lagðar í púkkið, því hér eru allir að vinna í sömu áttina til að finna lausn. Hér hafa greinst herpestegundir en það þarf að elta þessar vísbendingar áður en því er slegið föstu að eitthvað nýtt sé á ferðinni í þeim efnum.“ Halldór segir enn uppi þá kenningu að veirusýkingin í upphafi pestar veiki mótstöðu hrossanna gegn streptokokkasýkingunni sem komi eftir á og valdi graftrarkenndri vilsu úr nefi og hósta. „Þetta er eitthvert samspil sem mikið er lagt upp úr að rannsaka,“ bætir Halldór við. Hann segir nú liggja fyrir samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í gær um rannsóknarstyrk til Matvælastofnunar og rannsóknastofunnar á Keldum upp á tæpar tuttugu milljónir. „Nú geta menn haldið ótrauðir áfram með þá samvinnu sem verið hefur í gangi og fram undan er hjá Matvælastofnun og á Keldum. Rafeindasmásjáin á Keldum hefur nú verið biluð um skeið, en hún er ómetanlegt tæki við þær rannsóknir sem nú eru í gangi. Nú hefur fengist fjármagn til að gera við hana. Það verður lögð áhersla á að vinna eins hratt og hægt er því menn hafa áhyggjur af næsta vetri og að pestin geti þá magnast aftur upp.“ jss@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
„Það eru vísbendingar um að veirusýkingar valdi upphafi hrossapestarinnar og streptokokkasýking valdi erfiðari hluta hennar,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um gang rannsókna á hrossapestinni illræmdu. Halldór segir þessar vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum á Keldum. Í gær átti Halldór svo fund með Susanne Braun og Birni Steinbjörnssyni dýralæknum. Susanne hefur starfað sjálfstætt við hestalækningar á Íslandi um árabil. Björn er dýralæknir hjá Matvælastofnun, en hefur aðstoðað Susanne í sínum frítíma. „Þau hafa gert sjálfstæðar athuganir á hrossapestinni og skráð með skipulegum hætti hesta sem þau hafa skoðað,“ útskýrir Halldór. „Þau gerðu mér grein fyrir þessum athugunum, þar sem þau telja fram komnar vísbendingar um herpesveirusýkingu í hrossunum, en það á eftir að vinna meira úr þeim áður en eitthvað er fullyrt. Upplýsingar þeirra verða lagðar í púkkið, því hér eru allir að vinna í sömu áttina til að finna lausn. Hér hafa greinst herpestegundir en það þarf að elta þessar vísbendingar áður en því er slegið föstu að eitthvað nýtt sé á ferðinni í þeim efnum.“ Halldór segir enn uppi þá kenningu að veirusýkingin í upphafi pestar veiki mótstöðu hrossanna gegn streptokokkasýkingunni sem komi eftir á og valdi graftrarkenndri vilsu úr nefi og hósta. „Þetta er eitthvert samspil sem mikið er lagt upp úr að rannsaka,“ bætir Halldór við. Hann segir nú liggja fyrir samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í gær um rannsóknarstyrk til Matvælastofnunar og rannsóknastofunnar á Keldum upp á tæpar tuttugu milljónir. „Nú geta menn haldið ótrauðir áfram með þá samvinnu sem verið hefur í gangi og fram undan er hjá Matvælastofnun og á Keldum. Rafeindasmásjáin á Keldum hefur nú verið biluð um skeið, en hún er ómetanlegt tæki við þær rannsóknir sem nú eru í gangi. Nú hefur fengist fjármagn til að gera við hana. Það verður lögð áhersla á að vinna eins hratt og hægt er því menn hafa áhyggjur af næsta vetri og að pestin geti þá magnast aftur upp.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira