Brawn: Sjáum réttan Schumacher 2011 30. september 2010 16:24 Michael Schumacher hefur ekki náð að sína styrk sinn í Formúlu 1 eftir endurkomu sína í ár. Mynd: Getty Images Ross Brawn, yfirmaður Mercedes liðsins segir að Michael Shcumacher verði meðal keppenda í Formúlu 1 árið 2011, þrátt fyrir mikla fjölmiðlaumræðu um slakan árangur hans á þessu ári. Schumacher byrjaði að keppa aftur, eftir þriggja ára hlé, en árangur hans og Mercedes liðsins hefur valdið mörgum vonbrigðum. "Michael er vitanlega svekktur, en hann nýtur verkefnisins. Hann mætir ekki til keppni og óskar þess að hann væri annars staðar. Hann vill finna lausn á vandanum og nýtur kappakstursins", sagði Brawn á f1.com. "Auðvitað vill hann gera betur, en ég get alvega sagt ykkur það að Michael er metnaðarfullur og sjöfaldur meistari. Það er ljóst að Schumacher mun ekki hætta að keppa, af því það gengur miður vel." "Aksturstækni Michaels er þannig að hann treystir á framdekkin, að þau geti tekið á móti því hvernig hann bremsar og beitir bílnum og það hefur ekki gengið upp með dekkjum þessa árs. Við væntum þess að það gangi betur á Pirelli dekkjum næsta árs. Það byrja allir ökumenn á sömu dekkjum og þá mun Michael standa jafnfætis öðrum, sem þekkja dekkin sem notuð eru núna." Brawn segir lítinn mun á Schumacher og Nico Rosberg, en þeim síðarnefnda hefur gengið betur í mótum ársins. Brawn segir Mercedes sé þegar farið að huga að bíl næsta árs og liðið hefur gefið upp á bátinn að ná sigri í ár. "Ég spái því að við sjáum hinn rétta Schumacher árið 2011, þegar við höfum smíðað betri bíl fyrir hann", sagði Brawn. Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ross Brawn, yfirmaður Mercedes liðsins segir að Michael Shcumacher verði meðal keppenda í Formúlu 1 árið 2011, þrátt fyrir mikla fjölmiðlaumræðu um slakan árangur hans á þessu ári. Schumacher byrjaði að keppa aftur, eftir þriggja ára hlé, en árangur hans og Mercedes liðsins hefur valdið mörgum vonbrigðum. "Michael er vitanlega svekktur, en hann nýtur verkefnisins. Hann mætir ekki til keppni og óskar þess að hann væri annars staðar. Hann vill finna lausn á vandanum og nýtur kappakstursins", sagði Brawn á f1.com. "Auðvitað vill hann gera betur, en ég get alvega sagt ykkur það að Michael er metnaðarfullur og sjöfaldur meistari. Það er ljóst að Schumacher mun ekki hætta að keppa, af því það gengur miður vel." "Aksturstækni Michaels er þannig að hann treystir á framdekkin, að þau geti tekið á móti því hvernig hann bremsar og beitir bílnum og það hefur ekki gengið upp með dekkjum þessa árs. Við væntum þess að það gangi betur á Pirelli dekkjum næsta árs. Það byrja allir ökumenn á sömu dekkjum og þá mun Michael standa jafnfætis öðrum, sem þekkja dekkin sem notuð eru núna." Brawn segir lítinn mun á Schumacher og Nico Rosberg, en þeim síðarnefnda hefur gengið betur í mótum ársins. Brawn segir Mercedes sé þegar farið að huga að bíl næsta árs og liðið hefur gefið upp á bátinn að ná sigri í ár. "Ég spái því að við sjáum hinn rétta Schumacher árið 2011, þegar við höfum smíðað betri bíl fyrir hann", sagði Brawn.
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira