Oddný Sturludóttir : Gagnkvæm virðing 16. apríl 2010 06:00 Í dag eru 22.644 innflytjendur á Íslandi eða 9% af þjóðinni. Ísland er fjölbreytt fjölmenningarsamfélag. Þá staðreynd er ekki hægt að hunsa. Fólk getur rökrætt um það hvort það sé jákvætt eða ekki, hvort innflytjendalög séu of ströng eða ekki. En ekkert breytir því að við búum í heimi sem skreppur sífellt saman og er byggður af ferðafæru fólki. En þó þessar staðreyndir liggi fyrir nægja þær ekki til að móta farsælt fjölmenningarsamfélag, þar sem allir hafa jöfn tækifæri; réttindi og ábyrgð allra eru viðurkennd og virt og allir taka virkan þátt í samfélaginu. Farsælustu fjölmenningarsamfélögin eru þau sem tryggja að allir geta notið sín. Spurningin er: hvers konar samfélag viljum við? Viljum við samfélag sem hvetur innflytjendur og gerir þeim kleift að taka virkan þátt? Ef svarið er já, verðum við að horfa til almannaþjónustu og stefnu stjórnvalda. Ef við viljum að innflytjendur axli meiri ábyrgð þurfum við stefnu sem verndar réttindi þeirra og barna þeirra, verndar búsetu þeirra, hvetur til þátttöku, auðveldar sameiningu fjölskyldna, hvetur til umsóknar um ríkisborgararétt og síðast en ekki síst þurfum við stefnu sem berst gegn mismunun. Þessar stefnur og framkvæmdir þurfa að vera á öllum stigum samfélagsins, hjá ríkisstjórn, í sveitarstjórnum, í skólum, atvinnulífi - alls staðar. Á Evrópuráðsþingi um aðlögun, haldið í Vichy árið 2008, samþykktu aðildarríkin að ,,til að ná árangri kallar aðlögunarferlið á einlæga fyrirhöfn gestgjafalandsins og hins opinbera sem og innflytjendanna sjálfra til að stuðla að gagnkvæmri virðingu". Við spyrjum því: erum við að gera allt sem við getum? Fjölmenningarsetur, Jafnréttishús og Alþjóðahús leggja sitt af mörkum en er það nóg? Þjónustan er dreifð og það er engin reglugerð sem segir nákvæmlega til um hvaða þjónustu sveitarfélögin verða að bjóða uppá. Fjöldi stofnana sem tengjast aðlögunarferlinu er gífurlegur. Það er skortur á samstarfi milli opinberrar þjónustu og einkageirans og skrifræðið er flókið. Reykjavíkurborg er því miður að glata forystu sinni í innflytjendamálum með deyfð og áhugaleysi þeirra sem fara fyrir stjórn borgarinnar og það er alvarlegt mál. Ef við vinnum ekki bug á þessum hindrunum munu þær flækja aðlögunina sem gæti þýtt að innflytjendur verði fastir á jaðri samfélagsins. Þannig samfélag viljum ekki á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 22.644 innflytjendur á Íslandi eða 9% af þjóðinni. Ísland er fjölbreytt fjölmenningarsamfélag. Þá staðreynd er ekki hægt að hunsa. Fólk getur rökrætt um það hvort það sé jákvætt eða ekki, hvort innflytjendalög séu of ströng eða ekki. En ekkert breytir því að við búum í heimi sem skreppur sífellt saman og er byggður af ferðafæru fólki. En þó þessar staðreyndir liggi fyrir nægja þær ekki til að móta farsælt fjölmenningarsamfélag, þar sem allir hafa jöfn tækifæri; réttindi og ábyrgð allra eru viðurkennd og virt og allir taka virkan þátt í samfélaginu. Farsælustu fjölmenningarsamfélögin eru þau sem tryggja að allir geta notið sín. Spurningin er: hvers konar samfélag viljum við? Viljum við samfélag sem hvetur innflytjendur og gerir þeim kleift að taka virkan þátt? Ef svarið er já, verðum við að horfa til almannaþjónustu og stefnu stjórnvalda. Ef við viljum að innflytjendur axli meiri ábyrgð þurfum við stefnu sem verndar réttindi þeirra og barna þeirra, verndar búsetu þeirra, hvetur til þátttöku, auðveldar sameiningu fjölskyldna, hvetur til umsóknar um ríkisborgararétt og síðast en ekki síst þurfum við stefnu sem berst gegn mismunun. Þessar stefnur og framkvæmdir þurfa að vera á öllum stigum samfélagsins, hjá ríkisstjórn, í sveitarstjórnum, í skólum, atvinnulífi - alls staðar. Á Evrópuráðsþingi um aðlögun, haldið í Vichy árið 2008, samþykktu aðildarríkin að ,,til að ná árangri kallar aðlögunarferlið á einlæga fyrirhöfn gestgjafalandsins og hins opinbera sem og innflytjendanna sjálfra til að stuðla að gagnkvæmri virðingu". Við spyrjum því: erum við að gera allt sem við getum? Fjölmenningarsetur, Jafnréttishús og Alþjóðahús leggja sitt af mörkum en er það nóg? Þjónustan er dreifð og það er engin reglugerð sem segir nákvæmlega til um hvaða þjónustu sveitarfélögin verða að bjóða uppá. Fjöldi stofnana sem tengjast aðlögunarferlinu er gífurlegur. Það er skortur á samstarfi milli opinberrar þjónustu og einkageirans og skrifræðið er flókið. Reykjavíkurborg er því miður að glata forystu sinni í innflytjendamálum með deyfð og áhugaleysi þeirra sem fara fyrir stjórn borgarinnar og það er alvarlegt mál. Ef við vinnum ekki bug á þessum hindrunum munu þær flækja aðlögunina sem gæti þýtt að innflytjendur verði fastir á jaðri samfélagsins. Þannig samfélag viljum ekki á Íslandi.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun