Formúla 1

Ecclestone: Myndi fagna endurkomu Briatore

Bernie Ecclestone myndi fagna endurkomu Flavio Briatore, þrátt fyrir fjölmiðlasprengju í fyrra þegar kom í ljós að hann hafði svindlað í móti.
Bernie Ecclestone myndi fagna endurkomu Flavio Briatore, þrátt fyrir fjölmiðlasprengju í fyrra þegar kom í ljós að hann hafði svindlað í móti. mynd: Getty Images

Bernie Ecclestone segir að hann myndi fagna endurkomu Flavio Briatore í Formúlu 1 í ljósi niðurstöðu dómstóls í París í gær. FIA hafði dæmt Briatore í ævilangt bann frá Formúlu 1, en sjálfstæður dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að bannið væri ekki gilt. FIA er að skoða að áfrýja dómnum.

"Briatore er velkominn aftur. Hann var mikll karakter, en ég veit ekki hvort hann kemur aftur. En dómurinn var honum í hag og slæmur fyrir FIA", sagði Ecclestone í samtali við Daily Express.

"Það er ekkert því til fyrirstöðu að hann geti verið stjóri á ný. Ég vildi ekki að hann færi frá, en það væri erfitt fyrir Briatore að mæta í sama starf eftir að hann braut af sér. Ég geri ráð fyrir að FIA verði að afrýja og kannski þeir biðji Briatore og Pat Symonds að mæta í yfirheyrslur á ný. Við verðum bara að sjá hvað gerist."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×