Logi á Nordisk Panorma Sigtryggur Magnason skrifar 27. ágúst 2010 08:00 Logi Hilmarsson kvikmyndagerðarmaður. „Þetta er fyrsta stuttmyndin sem mér fannst nógu góð til að ég þyrði að senda hana frá mér," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Logi Hilmarsson. Stuttmynd hans, Þyngdarafl, keppir í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fram fer í Bergen í Noregi dagana 24. til 29. september. Þyngdarafl var frumsýnd á stuttmyndahátíðinni Northern Wave á Grundarfirði í vetur og voru móttökurnar svo góðar að Logi ákvað að senda myndina áfram á Nordisk Panorama. „Ég varð svolítið hissa yfir því hvað hún fékk góðar móttökur. Ég var búinn að liggja svo lengi yfir henni að ég var kominn með algjört ógeð, en þegar ég horfði á hana í bíósalnum og sá viðbrögð fólks áttaði ég mig á því að myndin var ekki alslæm," segir Logi. Hann stundaði nám við kvikmyndaskóla í París auk þess sem hann hefur starfað mikið innan kvikmyndabransans hér á landi undanfarin ár. Að sögn Loga fjallar Þyngdarafl um ást, vináttu og trú og áhrif trúarinnar á samband manna. Leikararnir Magnea Valdimarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Damon Younger fara með hlutverk í myndinni. Inntur eftir því hvaða þýðingu þetta hafi á feril hans segir Logi þetta fyrst og fremst mikið hrós. „Þetta er auðvitað mikil viðurkenning fyrir mig sem kvikmyndagerðarmann því það eru fáar myndir sem komast að á hátíðinni og vonandi opnar þetta nýjar dyr í framtíðinni," segir hann og bætir við hlæjandi: „Og nú þarf ég ekki lengur að skammast mín þegar ég segist vera kvikmyndagerðarmaður." Sjónvarpið hefur þegar keypt sýningarréttinn að myndinni og því ættu landsmenn að geta barið hana augum innan tíðar. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Þetta er fyrsta stuttmyndin sem mér fannst nógu góð til að ég þyrði að senda hana frá mér," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Logi Hilmarsson. Stuttmynd hans, Þyngdarafl, keppir í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fram fer í Bergen í Noregi dagana 24. til 29. september. Þyngdarafl var frumsýnd á stuttmyndahátíðinni Northern Wave á Grundarfirði í vetur og voru móttökurnar svo góðar að Logi ákvað að senda myndina áfram á Nordisk Panorama. „Ég varð svolítið hissa yfir því hvað hún fékk góðar móttökur. Ég var búinn að liggja svo lengi yfir henni að ég var kominn með algjört ógeð, en þegar ég horfði á hana í bíósalnum og sá viðbrögð fólks áttaði ég mig á því að myndin var ekki alslæm," segir Logi. Hann stundaði nám við kvikmyndaskóla í París auk þess sem hann hefur starfað mikið innan kvikmyndabransans hér á landi undanfarin ár. Að sögn Loga fjallar Þyngdarafl um ást, vináttu og trú og áhrif trúarinnar á samband manna. Leikararnir Magnea Valdimarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Damon Younger fara með hlutverk í myndinni. Inntur eftir því hvaða þýðingu þetta hafi á feril hans segir Logi þetta fyrst og fremst mikið hrós. „Þetta er auðvitað mikil viðurkenning fyrir mig sem kvikmyndagerðarmann því það eru fáar myndir sem komast að á hátíðinni og vonandi opnar þetta nýjar dyr í framtíðinni," segir hann og bætir við hlæjandi: „Og nú þarf ég ekki lengur að skammast mín þegar ég segist vera kvikmyndagerðarmaður." Sjónvarpið hefur þegar keypt sýningarréttinn að myndinni og því ættu landsmenn að geta barið hana augum innan tíðar.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira