Segir trúnaðarbrest skýra brottrekstur 29. september 2010 00:15 Júrí Luzhkov Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti hefur rekið Júrí Luzhkov, borgarstjóra Moskvu. Medvedev sagði trúnaðarbrest vera skýringuna á brottrekstrinum. Brottreksturinn er sagður hafa legið lengi í loftinu, en Luzhkov þáði ekki boð um að segja af sér sjálfur. Luzhkov, sem er 74 ára, hefur verið borgarstjóri Moskvu í 18 ár. Það var þáverandi forseti, Boris Jeltsín, sem fékk hann fyrst í embættið. Þeim kom vel saman, en stirðara var á milli hans og Vladimírs Pútíns, sem var forseti Rússlands 2000 til 2008. Pútín umbar engu að síður Luzhkov, enda var borgarstjórinn duglegur og kraftmikill, sem virtist henta vel umdeildum stjórnstíl Pútíns. Dugnaður Luzhkovs birtist meðal annars í því að hann gerði borgina nútímalegri, lét endurnýja og fegra götur og hús og naut fyrir vikið mikilla vinsælda meðal almennings. Þessar vinsældir öfluðu einnig stjórnarflokknum, Sameinuðu Rússlandi, verulegs fylgis í þingkosningum, enda var Luzhkov einn af stofnendum flokksins. Af þessum sökum hafa stjórnvöld landsins ekki viljað hrófla við honum fyrr en nú. Á hinn bóginn hefur hann verið sakaður um að misnota embættið til að auðgast persónulega, og eiginkona hans reyndar sögð enn grófari í þeim efnum. Hann aflaði sér einnig mikilla óvinsælda í sumar, þegar eldarnir miklu geisuðu í næsta nágrenni Moskvu og kæfðu borgarbúa í reyk, því Luzhkov var á ferðalagi í Austurríki og sá ekki ástæðu til að flýta för sinni heim. Luzhkov hafði einnig slæmt orð á sér vegna þeirrar hörku sem hann hefur jafnan sýnt samkynhneigðum. Hann hefur ítrekað bannað þeim að halda gleðigöngur á götum Moskvu og farið ófögrum orðum um samkynhneigð.- gb Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti hefur rekið Júrí Luzhkov, borgarstjóra Moskvu. Medvedev sagði trúnaðarbrest vera skýringuna á brottrekstrinum. Brottreksturinn er sagður hafa legið lengi í loftinu, en Luzhkov þáði ekki boð um að segja af sér sjálfur. Luzhkov, sem er 74 ára, hefur verið borgarstjóri Moskvu í 18 ár. Það var þáverandi forseti, Boris Jeltsín, sem fékk hann fyrst í embættið. Þeim kom vel saman, en stirðara var á milli hans og Vladimírs Pútíns, sem var forseti Rússlands 2000 til 2008. Pútín umbar engu að síður Luzhkov, enda var borgarstjórinn duglegur og kraftmikill, sem virtist henta vel umdeildum stjórnstíl Pútíns. Dugnaður Luzhkovs birtist meðal annars í því að hann gerði borgina nútímalegri, lét endurnýja og fegra götur og hús og naut fyrir vikið mikilla vinsælda meðal almennings. Þessar vinsældir öfluðu einnig stjórnarflokknum, Sameinuðu Rússlandi, verulegs fylgis í þingkosningum, enda var Luzhkov einn af stofnendum flokksins. Af þessum sökum hafa stjórnvöld landsins ekki viljað hrófla við honum fyrr en nú. Á hinn bóginn hefur hann verið sakaður um að misnota embættið til að auðgast persónulega, og eiginkona hans reyndar sögð enn grófari í þeim efnum. Hann aflaði sér einnig mikilla óvinsælda í sumar, þegar eldarnir miklu geisuðu í næsta nágrenni Moskvu og kæfðu borgarbúa í reyk, því Luzhkov var á ferðalagi í Austurríki og sá ekki ástæðu til að flýta för sinni heim. Luzhkov hafði einnig slæmt orð á sér vegna þeirrar hörku sem hann hefur jafnan sýnt samkynhneigðum. Hann hefur ítrekað bannað þeim að halda gleðigöngur á götum Moskvu og farið ófögrum orðum um samkynhneigð.- gb
Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira