Golf

Birgir lék vel áður en keppni frestað vegna veðurs í lokaumferðinni

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.

Keppni var frestað í morgun á Spáni á lokakeppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins í golfi fyrir Evrópumótaröðina vegna úrkomu og hvassviðris. Birgir Leifur Hafþórsson hafði leikið 8 holur í morgun þegar keppni var frestað og var hann einu höggi undir pari í dag og samtals á -3.

Birgir er því í vænlegri stöðu að halda sér í hópi 23 efstu á þessu úrtökumóti þar sem að 80 kylfingar keppa um 23 laus sæti á lokaúrtökumótinu. Birgir notaði aðeins 10 pútt á 8 fyrstu holunum og er því að finna sig vel á flötunum.

Fyrir lokakeppnisdaginn var Íslandsmeistarinn í 7.-8. sæti á -2 höggum undir pari. Veðurspáin er ekki góð fyrir daginn í dag og er óljóst hvort keppni hefst að nýju í dag.

Lokaúrtökumótið hefst þann 4. desember í Katalóníu á Spáni þar sem að um 160 kylfingar keppa á tveimur völlum. Aðeins 30 efstu á því móti öðlast keppnisrétt á Evrópumótaröðinni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×