Öryggi barna á sundstöðum Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. desember 2010 06:15 Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, skrifar grein í Fréttablað gærdagsins þar sem hann furðar sig á nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins um öryggismál á sundstöðum. Ómar telur það hið versta mál að börnum yngri en tíu ára sé nú óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi fimmtán ára eða eldri. Hingað til hefur verið miðað við átta ára aldur. Ómar segist ekki sjá nein rök fyrir þessari breytingu. Mér er bæði ljúft og skylt að útskýra fyrir honum á hvaða forsendum ákvörðun mín byggir. Breytingin er að sjálfsögðu til komin vegna öryggissjónarmiða. Hlutfall barna sem eru synd átta ára er lægra en hlutfall þeirra sem eru synd tíu ára gömul. Einnig eru börn yngri en tíu ára líklegri til að drukkna vegna þess að þau hafa ekki eins góð viðbrögð í öndunarvegi. Þannig hafa kokviðbrögð alla jafnan náð eðlilegum þroska við tíu ára aldur. Meðal þeirra sem styðja þessa breytingu á reglugerðinni eru Félag barnalækna, Umboðsmaður barna, Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórn Samtaka forstöðumanna sundstöðva á Íslandi. Í umsögn Félags barnalækna og Sjóvá Forvarnarhúss um umrædda breytingu eru taldar upp fjórar ástæður fyrir hækkun aldurstakmarks í tíu ár: 1. Í rannsókn á tíðni drukknana frá 1984 til 1993 kom fram að 42% allra barna sem rannsóknin náði yfir drukknuðu á opinberum sundstöðum. Flest þeirra voru á aldrinum 6-9 ára. 2. Í könnun sem unnin var af sundkennurum árið 1998 kemur fram að einungis 25% barna sem náð hafa 8 ára aldri eru synd samkvæmt gildandi skilgreiningum sundkennslu. 3. Reynslan sýnir að flestir foreldrar hugsa fyrst og fremst um aldur barna en taka ekki tillit til raunverulegrar sundkunnáttu barna sinna. Foreldrar hafa í flestum tilfellum ekki skýra mynd af hvort barnið er synt eða ekki og treysta um of á gæslu sundlaugarvarða. 4. Samsetning íbúa á Íslandi hefur breyst. Þau börn sem hingað hafa flutt undanfarin ár hafa mörg hver ekki hlotið sundkennslu sem er sambærileg þeirri sem veitt er hér á landi. Í þessu ljósi tók ég þá ákvörðun að hækka aldurstakmarkið í tíu ár. Ómar segist byggja andstöðu sína við þessa ákvörðun á spjalli við sundsérfræðinga og skorar því á mig að fresta gildistöku reglugerðarinnar og fá frekari umsagnir þeirra sem þekkingu hafa á þessum málum. Eins og fram kemur hér að framan er afstaða mín meðal annars byggð á þekkingu Félags barnalækna, Umboðsmanns barna og stjórnar Samtaka forstöðumanna sundstöðva. Ef Ómar telur sig búa yfir frekari upplýsingum sem kynnu að hafa áhrif á ákvörðun mína í málinu hvet ég hann til að koma á minn fund og gera grein fyrir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, skrifar grein í Fréttablað gærdagsins þar sem hann furðar sig á nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins um öryggismál á sundstöðum. Ómar telur það hið versta mál að börnum yngri en tíu ára sé nú óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi fimmtán ára eða eldri. Hingað til hefur verið miðað við átta ára aldur. Ómar segist ekki sjá nein rök fyrir þessari breytingu. Mér er bæði ljúft og skylt að útskýra fyrir honum á hvaða forsendum ákvörðun mín byggir. Breytingin er að sjálfsögðu til komin vegna öryggissjónarmiða. Hlutfall barna sem eru synd átta ára er lægra en hlutfall þeirra sem eru synd tíu ára gömul. Einnig eru börn yngri en tíu ára líklegri til að drukkna vegna þess að þau hafa ekki eins góð viðbrögð í öndunarvegi. Þannig hafa kokviðbrögð alla jafnan náð eðlilegum þroska við tíu ára aldur. Meðal þeirra sem styðja þessa breytingu á reglugerðinni eru Félag barnalækna, Umboðsmaður barna, Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórn Samtaka forstöðumanna sundstöðva á Íslandi. Í umsögn Félags barnalækna og Sjóvá Forvarnarhúss um umrædda breytingu eru taldar upp fjórar ástæður fyrir hækkun aldurstakmarks í tíu ár: 1. Í rannsókn á tíðni drukknana frá 1984 til 1993 kom fram að 42% allra barna sem rannsóknin náði yfir drukknuðu á opinberum sundstöðum. Flest þeirra voru á aldrinum 6-9 ára. 2. Í könnun sem unnin var af sundkennurum árið 1998 kemur fram að einungis 25% barna sem náð hafa 8 ára aldri eru synd samkvæmt gildandi skilgreiningum sundkennslu. 3. Reynslan sýnir að flestir foreldrar hugsa fyrst og fremst um aldur barna en taka ekki tillit til raunverulegrar sundkunnáttu barna sinna. Foreldrar hafa í flestum tilfellum ekki skýra mynd af hvort barnið er synt eða ekki og treysta um of á gæslu sundlaugarvarða. 4. Samsetning íbúa á Íslandi hefur breyst. Þau börn sem hingað hafa flutt undanfarin ár hafa mörg hver ekki hlotið sundkennslu sem er sambærileg þeirri sem veitt er hér á landi. Í þessu ljósi tók ég þá ákvörðun að hækka aldurstakmarkið í tíu ár. Ómar segist byggja andstöðu sína við þessa ákvörðun á spjalli við sundsérfræðinga og skorar því á mig að fresta gildistöku reglugerðarinnar og fá frekari umsagnir þeirra sem þekkingu hafa á þessum málum. Eins og fram kemur hér að framan er afstaða mín meðal annars byggð á þekkingu Félags barnalækna, Umboðsmanns barna og stjórnar Samtaka forstöðumanna sundstöðva. Ef Ómar telur sig búa yfir frekari upplýsingum sem kynnu að hafa áhrif á ákvörðun mína í málinu hvet ég hann til að koma á minn fund og gera grein fyrir þeim.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun