Taldi hraunmolann uppsprettu ógæfu kolbeinn@frettabladid.is skrifar 30. júní 2010 06:15 Hraunmolinn, eða hrunmolinn, var tekinn skömmu fyrir efnahagshrun. fréttablaðið/stefán Breskur ferðamaður hefur skilað aftur hraunmola sem hann tók héðan í leyfisleysi. Taldi molann uppsprettu allrar sinnar ógæfu. Molanum hefur verið skilað aftur og var flogið með þyrlu á gosstöðvarnar. Gömul þjóðtrú er tengd steinum. Breskur ferðamaður sem var hér á ferð skömmu fyrir efnahagshrun, er sannfærður um að hraunmoli sem hann hafði með sér af landi brott sé uppspretta allrar hans ógæfu. Eftir að hann kom heim með molann varð hann fyrir ýmsum skakkaföllum, bæði í einka- og opinbera lífinu, og tengdi það molanum. Hann sá að við svo búið máti ekki standa og sendi molann til Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og bað um að honum yrði komið á tilhlýðilegan stað.„Honum var full alvara með þetta og hann var ekkert að grínast," segir Rikke Pedersen, sérfræðingur á stofnuninni. „Hann hafði verið í ferðalagi með fjölskyldu sinni hér og alls kyns slæmir hlutir hentu hann þegar hann kom heim. Hann var alveg viss um að það væri vegna steinsins sem hann hafði tekið í leyfisleysi. Hann var viss um að þetta myndi lagast ef hann sendi hann til Íslands."Molinn fór til Bretlands og aftur heim.Rikke fékk steininn ásamt bréfi með útskýringum, en hefur það því miður ekki lengur undir höndum. Hún gerði gangskör að því í gær að verða við bónum um steininn og kom honum á Iceland Tourist Assistance. Þar höfðu menn samband við Norðurflug og þaðan var flogið með hann á gosstöðvarnar í gær, en þar er að finna nýjasta hraunið hér á landi.„Það má tengja þetta þjóðtrú um steina," segir Kristinn H. Schram þjóðfræðingur. Hann segir Jón Árnason ræða um náttúrusteina í Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Bæði séu til heillasteinar og óheilla og samkvæmt Jóni þurfi mikla kunnáttu og þekkingu til að nýta sér þá. Best er að tína þá á Jónsmessu.„Á hinn bóginn má setja þetta í samhengi við trú á álagabletti. Það hefur verið gömul þjóðtrú að allt þess konar væri í eign einhverrar vættar eða álfa sem legðu reiði sína á bóndann ef hann nytjaði blettina. Það væri honum hins vegar til hagsbóta ef hann gerði það ekki."Kristinn segir þetta tengjast náttúrufriðun sem komin sé inn í ferðaþjónustuna. „Þetta eru náttúrulega ekki nákvæm vísindi, en maður sér í þessari þjóðtrú með hvaða hætti hún er tengd náttúrufriðun, bændum og búaliði til hagsbóta. Í þessu tilfelli er þetta kannski komið yfir í ferðamennskuna þar sem svona frásagnir göfga landið." Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Breskur ferðamaður hefur skilað aftur hraunmola sem hann tók héðan í leyfisleysi. Taldi molann uppsprettu allrar sinnar ógæfu. Molanum hefur verið skilað aftur og var flogið með þyrlu á gosstöðvarnar. Gömul þjóðtrú er tengd steinum. Breskur ferðamaður sem var hér á ferð skömmu fyrir efnahagshrun, er sannfærður um að hraunmoli sem hann hafði með sér af landi brott sé uppspretta allrar hans ógæfu. Eftir að hann kom heim með molann varð hann fyrir ýmsum skakkaföllum, bæði í einka- og opinbera lífinu, og tengdi það molanum. Hann sá að við svo búið máti ekki standa og sendi molann til Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og bað um að honum yrði komið á tilhlýðilegan stað.„Honum var full alvara með þetta og hann var ekkert að grínast," segir Rikke Pedersen, sérfræðingur á stofnuninni. „Hann hafði verið í ferðalagi með fjölskyldu sinni hér og alls kyns slæmir hlutir hentu hann þegar hann kom heim. Hann var alveg viss um að það væri vegna steinsins sem hann hafði tekið í leyfisleysi. Hann var viss um að þetta myndi lagast ef hann sendi hann til Íslands."Molinn fór til Bretlands og aftur heim.Rikke fékk steininn ásamt bréfi með útskýringum, en hefur það því miður ekki lengur undir höndum. Hún gerði gangskör að því í gær að verða við bónum um steininn og kom honum á Iceland Tourist Assistance. Þar höfðu menn samband við Norðurflug og þaðan var flogið með hann á gosstöðvarnar í gær, en þar er að finna nýjasta hraunið hér á landi.„Það má tengja þetta þjóðtrú um steina," segir Kristinn H. Schram þjóðfræðingur. Hann segir Jón Árnason ræða um náttúrusteina í Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Bæði séu til heillasteinar og óheilla og samkvæmt Jóni þurfi mikla kunnáttu og þekkingu til að nýta sér þá. Best er að tína þá á Jónsmessu.„Á hinn bóginn má setja þetta í samhengi við trú á álagabletti. Það hefur verið gömul þjóðtrú að allt þess konar væri í eign einhverrar vættar eða álfa sem legðu reiði sína á bóndann ef hann nytjaði blettina. Það væri honum hins vegar til hagsbóta ef hann gerði það ekki."Kristinn segir þetta tengjast náttúrufriðun sem komin sé inn í ferðaþjónustuna. „Þetta eru náttúrulega ekki nákvæm vísindi, en maður sér í þessari þjóðtrú með hvaða hætti hún er tengd náttúrufriðun, bændum og búaliði til hagsbóta. Í þessu tilfelli er þetta kannski komið yfir í ferðamennskuna þar sem svona frásagnir göfga landið."
Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira