Júlli í Draumnum segist ekki selja fíkniefni 17. júní 2010 06:00 Júlli á góðum degi Júlíus Þorbergsson hefur rekið Drauminn í 22 ár.Fréttablaðið/gva „Þetta er uppblásið og stór hluti af þessu lygar,“ segir Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær, en þar hafði hann setið síðan fyrir helgi grunaður um að selja fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í verslun sinni. Lögreglan gerði húsleit í Draumnum og á fjórum öðrum stöðum vegna málsins í síðustu viku, meðal annars á heimili og dvalarstað Júlíusar. Þar fundust á annað hundrað töflur af lyfseðilsskyldum lyfjum, nokkuð magn af kókaíni og 14 milljónir í reiðufé. Hann vill lítið tjá sig um málið sem slíkt en segir þó af og frá að hann selji fíkniefni. „Það er lygi,“ segir hann. Lögreglan hefur nú innsiglað Drauminn og allt stefnir í að farið verði fram á að honum verði lokað til frambúðar vegna ítrekaðra lögbrota og kvartana. Júlli hefur rekið Drauminn í 22 ár og veit nú ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég get ekkert sagt um það núna,“ segir hann. Júlli segir gæsluvarðhaldsvistina hafa tekið á hann. Erfiðast af öllu hafi þó verið að komast ekki til vinnu, enda slagar hefðbundinn vinnudagur hjá honum hátt í 20 klukkustundir og því viðbrigði að þurfa að sitja auðum höndum. Einnig var farið fram á að sonur Júlíusar sætti varðhaldi vegna málsins en á það féllst dómarinn ekki. - sh Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Sjá meira
„Þetta er uppblásið og stór hluti af þessu lygar,“ segir Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær, en þar hafði hann setið síðan fyrir helgi grunaður um að selja fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í verslun sinni. Lögreglan gerði húsleit í Draumnum og á fjórum öðrum stöðum vegna málsins í síðustu viku, meðal annars á heimili og dvalarstað Júlíusar. Þar fundust á annað hundrað töflur af lyfseðilsskyldum lyfjum, nokkuð magn af kókaíni og 14 milljónir í reiðufé. Hann vill lítið tjá sig um málið sem slíkt en segir þó af og frá að hann selji fíkniefni. „Það er lygi,“ segir hann. Lögreglan hefur nú innsiglað Drauminn og allt stefnir í að farið verði fram á að honum verði lokað til frambúðar vegna ítrekaðra lögbrota og kvartana. Júlli hefur rekið Drauminn í 22 ár og veit nú ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég get ekkert sagt um það núna,“ segir hann. Júlli segir gæsluvarðhaldsvistina hafa tekið á hann. Erfiðast af öllu hafi þó verið að komast ekki til vinnu, enda slagar hefðbundinn vinnudagur hjá honum hátt í 20 klukkustundir og því viðbrigði að þurfa að sitja auðum höndum. Einnig var farið fram á að sonur Júlíusar sætti varðhaldi vegna málsins en á það féllst dómarinn ekki. - sh
Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Sjá meira