Webber sér ekki eftir ummælum 22. júlí 2010 13:09 Mark Webber og Chrstian Horner hjá Red Bull á úrakynningu í dag þar sem þeir ræddu fjaðrafokð á Silverstone á dögunum. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull sagði í dag að hann sæi ekkert á eftir ummælum sínum eftir sigurinn á Silverstone á dögunum. Ummæli hans ollu miklu fjaðrafoki meðal fjölmiðlamanna, en ljóst þótti að hann var ósáttur við meferð Red Bull liðsins á sér. Webber keppir á Hockenheim brautinni um helgina. "Ég sé ekki eftir neinu. Hlutir gerast í hita leiksins hjá íþróttamönnum. Ég hefði átt að nota enn litríkara tungumál öðru hvoru megin við ummæli mín. En ég var kurteis og þess vegna komst þetta í loftið", sagði Webber í frétt á autosport.com í dag, en ummæli hans voru á þann veg að árangur hans væri ekki slæmur miðað að við að hann væri ökumaður Red Bull númer tvö. Þau heyrðust í sjónvarpi skömmu eftir að hann kom í endmark gegnum talkerfið. A'ð vera metinn sem annar ökumaður liðs er staða sem engin ökumaður vill upplifa hjá keppnisliði, en Sebastian Vettel liðsfélagi hans fékk væng sem hafði verið undir bíl Webbers fyrir tímatökuna. Vængurinn var talinn skemmdur og upphaflega tekinn af bíl Webbers vegna þess, en svo þegar ljóst var að hann var í lagi, þá var hann settir á bíl Vettels, vegna þess að hann var ofar í stigamótinu. Það vakti reiði hjá Webber, eins og frægt varð. En ljóst er að báðir ökumenn liðsins eru jafn réttháir innan liðsins og það var staðfest af eiganda liðsins í vikunni. Áður hafði Christian Horner framkvæmdarstjóri liðsins sagt það sama. "Þetta var tilfinningarík helgi. Það gekk á ýmsu, en þetta var blásið upp mjög hratt eins og oft gerist. Það er allt í sóma og við hreinsuðum andrúmsloftið í vikunni eftir keppni", sagði Webber. Horner sagði að hann hefði viljað að hann hefði rætt við Webber, áður en vængskiptin fóru fram á Silverstone. Webber og Horner ræddu þessi mál á úrakynningu hjá Casio og Horner gantaðist með það að báðir ökumenn sínir hefðu fengið ný úr á sama tíma og alveg eins og það væru til varaúr ef með þyrfti. Ólíkt því sem var í stóra vængmálinu, þar sem Vettel fékk nýjast væng afbrigð af bíl Webbers sem olli fjaðrafokinu sem á eftir fylgdi. Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull sagði í dag að hann sæi ekkert á eftir ummælum sínum eftir sigurinn á Silverstone á dögunum. Ummæli hans ollu miklu fjaðrafoki meðal fjölmiðlamanna, en ljóst þótti að hann var ósáttur við meferð Red Bull liðsins á sér. Webber keppir á Hockenheim brautinni um helgina. "Ég sé ekki eftir neinu. Hlutir gerast í hita leiksins hjá íþróttamönnum. Ég hefði átt að nota enn litríkara tungumál öðru hvoru megin við ummæli mín. En ég var kurteis og þess vegna komst þetta í loftið", sagði Webber í frétt á autosport.com í dag, en ummæli hans voru á þann veg að árangur hans væri ekki slæmur miðað að við að hann væri ökumaður Red Bull númer tvö. Þau heyrðust í sjónvarpi skömmu eftir að hann kom í endmark gegnum talkerfið. A'ð vera metinn sem annar ökumaður liðs er staða sem engin ökumaður vill upplifa hjá keppnisliði, en Sebastian Vettel liðsfélagi hans fékk væng sem hafði verið undir bíl Webbers fyrir tímatökuna. Vængurinn var talinn skemmdur og upphaflega tekinn af bíl Webbers vegna þess, en svo þegar ljóst var að hann var í lagi, þá var hann settir á bíl Vettels, vegna þess að hann var ofar í stigamótinu. Það vakti reiði hjá Webber, eins og frægt varð. En ljóst er að báðir ökumenn liðsins eru jafn réttháir innan liðsins og það var staðfest af eiganda liðsins í vikunni. Áður hafði Christian Horner framkvæmdarstjóri liðsins sagt það sama. "Þetta var tilfinningarík helgi. Það gekk á ýmsu, en þetta var blásið upp mjög hratt eins og oft gerist. Það er allt í sóma og við hreinsuðum andrúmsloftið í vikunni eftir keppni", sagði Webber. Horner sagði að hann hefði viljað að hann hefði rætt við Webber, áður en vængskiptin fóru fram á Silverstone. Webber og Horner ræddu þessi mál á úrakynningu hjá Casio og Horner gantaðist með það að báðir ökumenn sínir hefðu fengið ný úr á sama tíma og alveg eins og það væru til varaúr ef með þyrfti. Ólíkt því sem var í stóra vængmálinu, þar sem Vettel fékk nýjast væng afbrigð af bíl Webbers sem olli fjaðrafokinu sem á eftir fylgdi.
Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira