Baráttuglaður Webber féll af toppnum 14. júní 2010 10:45 Mark Webber ræðir við Stefano Domenicali hjá Ferrari í Kanada í gær. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull tapaði stigaforystunni í Formúlu 1 til Lewis Hamilton eftir mótið í Kanada í gær. Hann náði aðeins fimmta sæti á meðan Hamilton vann í tvöföldum sigri McLaren, en Jenson Button fylgdi í kjölfar hans. Webber fékk fimm sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa fyrir mótið og var færður úr öðru sæti í það sjöunda fyrir ræsingu. "Við gerðum okkar besta varðandi keppnisáætlun og notkun á hörðum og mjúkum dekkjum. Tilfinningar mínar eru blendnar. Ég fékk refsingu fyrir mótið, en byrjaði svo mótið vel. Ég tók nokkuð á dekkjunum og það þýddi að ég lenti í vandræðum með þau fyrr en ella", sagði Webber í samtali við BBC eftir mótið, en autosport.com greindi frá þessu. Webber leiddi mótið í Kanada lengi vel, en Hamilton náði að skáka honum og fleiri ökumenn áður en yfir lauk. "Ég fylgdist með bilinu á milli mín og Lewis og ég reyndi að keyra jafnt og þétt. Það var ómögulegt að halda dekkjunum ánægðum... þau slitnuðu bara sama hver hraðinn var. Þetta kom ekkert á óvart að Lewis nái mér og fleiri. Það hefði verið gott að enda ofar. Mikið langaði í kampavín í dag, en það gekk ekki upp", sagði Webber. Stigastaðan 1. Lewis Hamilton 109 2 Jenson Button 106 3 Mark Webber 103 4 Fernando Alonso 94 5 Sebastian Vettel 90 6 Nico Rosberg 74 7 Robert Kubica 73 8 Felipe Massa 67 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull tapaði stigaforystunni í Formúlu 1 til Lewis Hamilton eftir mótið í Kanada í gær. Hann náði aðeins fimmta sæti á meðan Hamilton vann í tvöföldum sigri McLaren, en Jenson Button fylgdi í kjölfar hans. Webber fékk fimm sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa fyrir mótið og var færður úr öðru sæti í það sjöunda fyrir ræsingu. "Við gerðum okkar besta varðandi keppnisáætlun og notkun á hörðum og mjúkum dekkjum. Tilfinningar mínar eru blendnar. Ég fékk refsingu fyrir mótið, en byrjaði svo mótið vel. Ég tók nokkuð á dekkjunum og það þýddi að ég lenti í vandræðum með þau fyrr en ella", sagði Webber í samtali við BBC eftir mótið, en autosport.com greindi frá þessu. Webber leiddi mótið í Kanada lengi vel, en Hamilton náði að skáka honum og fleiri ökumenn áður en yfir lauk. "Ég fylgdist með bilinu á milli mín og Lewis og ég reyndi að keyra jafnt og þétt. Það var ómögulegt að halda dekkjunum ánægðum... þau slitnuðu bara sama hver hraðinn var. Þetta kom ekkert á óvart að Lewis nái mér og fleiri. Það hefði verið gott að enda ofar. Mikið langaði í kampavín í dag, en það gekk ekki upp", sagði Webber. Stigastaðan 1. Lewis Hamilton 109 2 Jenson Button 106 3 Mark Webber 103 4 Fernando Alonso 94 5 Sebastian Vettel 90 6 Nico Rosberg 74 7 Robert Kubica 73 8 Felipe Massa 67
Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira