Vandi götunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 28. janúar 2010 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um efnahagsmál Á sama tíma og stjórnarandstaðan (eða utanstjórnarflokkarnir) halda sig til hlés í von um að ríkisstjórninni sé alvara með að vilja betri samninga við Breta og Hollendinga halda sumir ráðherrar áfram að berjast fyrir samþykki núverandi samningsdraga. Því er ekki að neita að sú tilfinning læðist að manni að fundirnir tíðindalitlu í Stjórnarráðinu séu bara sýndarmennska þegar á sama tíma er flutt af kappi endurtekin dagskrá áróðurs fyrir samþykki Icesave-samninga ríkisstjórnarinnar. Enn á ný skjóta upp kollinum gamlar bábiljur sem fyrir löngu er búið að leiðrétta. Í þeim efnum er nú efst á baugi ein allra ósvífnasta og vitlausasti fullyrðingin. Þ.e. sú að Icesave sé „ekki nema 10-15% af vandanum“. Á næstu árum muni þurfa að endurgreiða svo mikið af lánum að Icesave sé bara lítill hluti af greiðslunum og því ekki ástæða til að hafa svo miklar áhyggjur af samningunum. Ekki bókhaldsbrellaLátum vera að velta fyrir okkur gildi þeirrar röksemdafærslu að vandi þjóðarinnar sé hvort eð er svo mikill að ekki komi verulega að sök að bæta á hann. Bent hefur verið á að 10-15% fullyrðingin byggist á fráleitri bókhaldsbrellu. Hvað sem sagt verður um bókhaldsaðferðir fjárfestingabanka á undanförnum árum hefðu þeir, hvorki á Wall Street, City né Reykjavík, komist upp með aðra eins vitleysu. Að kalla þetta bókhaldsbrellu er raunar ofrausn því þarna er um hrein og klár ósannindi að ræða. Þótt slæmt sé að sumir stjórnarliðar og nokkrir talsmenn þeirra beiti sér með slíkum hætti verður maður þó líklega að vona að þeir geri sér grein fyrir því að þeir fara með fleipur. Hinn kost urinn er nefnilega sá að ráðamenn skilji ekki grundvallaratriði þess skuldavanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. AðferðinNokkrar ólíkar aðferðir hafa verið notaðar. Yfirleitt eru þó meginatriðin þau sömu. Fyrst eru áætlaðar Icesave-greiðslur lágmarkaðar með því að miða við bjartsýnustu forsendur (margar óraunhæfar t.d. varðandi gengisþróun og tímasetningu greiðslna) og núvirða upphæðina niður í botn og sleppa jafnvel vaxtakostnaði (lang-stærsta kostnaðarliðnum). Það er svo borið saman við öll ógreidd lán auk allra hugsanlegra lánamöguleika (hvort sem gert er ráð fyrir að taka lánin eða ekki) á nafnverði og bætt ofan á þau vöxtum. Brennt eða ávaxtað féLitið er framhjá því að Icesave er lán (í erlendri mynt) sem aldrei er afhent. Efnahagslega áhrifin eru þau sömu og að taka yfir 5 milljarða dollara að láni og kveikja í peningunum. Það þarf því að skera niður og skattleggja til að skrapa saman fyrir greiðslum af láninu. Reyndar þarf líklega að skera niður um tvöfalda upphæðina vegna þess að afborganirnar fara út úr hagkerfinu í erlendri mynt þ.a. það fer á mis við margföldunaráhrifin sem ella ættu sér stað (einn fær laun og notar þau til að kaupa vöru sem annar framleiddi o.s.frv.). Annað á að sjálfsögðu við um hin lánin, þau eru afhent, þ.e. peningarnir eru greiddir Íslendingum. Þeir eru svo ávaxtaðir þangað til kemur að því að endurgreiða lánið með sömu peningum að lang mestu leyti. Í sumum tilvikum, eins í tilviki Norðurlandalánanna, stendur til að liggja á peningunum sem gjaldeyrisvarasjóði og skila þeim svo aftur. Tekjunum slepptEkki er allt upp talið því að í endalausri hugkvæmni við að fela stærð Icesave-kröfunnar hafa menn jafnvel leyft sér að bæta afborgunum orkufyrirtækja af lánum sínum inn í myndina. Þar er um að ræða afborganir af lánum sem fyrirtækin tóku til að ráðast í framkvæmdir sem skapa núna stóran hluta af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og fjármagna endurgreiðslu lánanna. Þessu til viðbótar er fjárlagahallanum stundum bætt við og því haldið fram að hann sé svo mikill að ekki eigi að hafa áhyggjur af Icesave í samanburði. Einfalda útgáfanÞessari „10-15% röksemdafærslu“ þeirra sem leita nú allra leiða til að fá almenning til að taka á sig skuldir einkabanka má líkja við að fjölskyldu væri send 100 milljón króna krafa vegna skulda annarra. Í stað þess að standa á rétti sínum og láta leiðrétta kröfuna ákveður fjölskyldufaðirinn að taka lán til að borga handrukkara kröfuna. Hann heldur því svo fram að ekki megi gera of mikið úr 100 milljón króna láninu sem hann tók til að forðast vesen, enda nemi samanlögð fasteignalán heimila í götunni nærri milljarði króna. Þ.a.l. séu 100 milljónirnar bara 10% af „vanda götunnar“. Auk þess eyði heimilið hvort eð er svo mikið um efni fram að aukin greiðslubyrði vegna lánsins sé ekki stórmál. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um efnahagsmál Á sama tíma og stjórnarandstaðan (eða utanstjórnarflokkarnir) halda sig til hlés í von um að ríkisstjórninni sé alvara með að vilja betri samninga við Breta og Hollendinga halda sumir ráðherrar áfram að berjast fyrir samþykki núverandi samningsdraga. Því er ekki að neita að sú tilfinning læðist að manni að fundirnir tíðindalitlu í Stjórnarráðinu séu bara sýndarmennska þegar á sama tíma er flutt af kappi endurtekin dagskrá áróðurs fyrir samþykki Icesave-samninga ríkisstjórnarinnar. Enn á ný skjóta upp kollinum gamlar bábiljur sem fyrir löngu er búið að leiðrétta. Í þeim efnum er nú efst á baugi ein allra ósvífnasta og vitlausasti fullyrðingin. Þ.e. sú að Icesave sé „ekki nema 10-15% af vandanum“. Á næstu árum muni þurfa að endurgreiða svo mikið af lánum að Icesave sé bara lítill hluti af greiðslunum og því ekki ástæða til að hafa svo miklar áhyggjur af samningunum. Ekki bókhaldsbrellaLátum vera að velta fyrir okkur gildi þeirrar röksemdafærslu að vandi þjóðarinnar sé hvort eð er svo mikill að ekki komi verulega að sök að bæta á hann. Bent hefur verið á að 10-15% fullyrðingin byggist á fráleitri bókhaldsbrellu. Hvað sem sagt verður um bókhaldsaðferðir fjárfestingabanka á undanförnum árum hefðu þeir, hvorki á Wall Street, City né Reykjavík, komist upp með aðra eins vitleysu. Að kalla þetta bókhaldsbrellu er raunar ofrausn því þarna er um hrein og klár ósannindi að ræða. Þótt slæmt sé að sumir stjórnarliðar og nokkrir talsmenn þeirra beiti sér með slíkum hætti verður maður þó líklega að vona að þeir geri sér grein fyrir því að þeir fara með fleipur. Hinn kost urinn er nefnilega sá að ráðamenn skilji ekki grundvallaratriði þess skuldavanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. AðferðinNokkrar ólíkar aðferðir hafa verið notaðar. Yfirleitt eru þó meginatriðin þau sömu. Fyrst eru áætlaðar Icesave-greiðslur lágmarkaðar með því að miða við bjartsýnustu forsendur (margar óraunhæfar t.d. varðandi gengisþróun og tímasetningu greiðslna) og núvirða upphæðina niður í botn og sleppa jafnvel vaxtakostnaði (lang-stærsta kostnaðarliðnum). Það er svo borið saman við öll ógreidd lán auk allra hugsanlegra lánamöguleika (hvort sem gert er ráð fyrir að taka lánin eða ekki) á nafnverði og bætt ofan á þau vöxtum. Brennt eða ávaxtað féLitið er framhjá því að Icesave er lán (í erlendri mynt) sem aldrei er afhent. Efnahagslega áhrifin eru þau sömu og að taka yfir 5 milljarða dollara að láni og kveikja í peningunum. Það þarf því að skera niður og skattleggja til að skrapa saman fyrir greiðslum af láninu. Reyndar þarf líklega að skera niður um tvöfalda upphæðina vegna þess að afborganirnar fara út úr hagkerfinu í erlendri mynt þ.a. það fer á mis við margföldunaráhrifin sem ella ættu sér stað (einn fær laun og notar þau til að kaupa vöru sem annar framleiddi o.s.frv.). Annað á að sjálfsögðu við um hin lánin, þau eru afhent, þ.e. peningarnir eru greiddir Íslendingum. Þeir eru svo ávaxtaðir þangað til kemur að því að endurgreiða lánið með sömu peningum að lang mestu leyti. Í sumum tilvikum, eins í tilviki Norðurlandalánanna, stendur til að liggja á peningunum sem gjaldeyrisvarasjóði og skila þeim svo aftur. Tekjunum slepptEkki er allt upp talið því að í endalausri hugkvæmni við að fela stærð Icesave-kröfunnar hafa menn jafnvel leyft sér að bæta afborgunum orkufyrirtækja af lánum sínum inn í myndina. Þar er um að ræða afborganir af lánum sem fyrirtækin tóku til að ráðast í framkvæmdir sem skapa núna stóran hluta af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og fjármagna endurgreiðslu lánanna. Þessu til viðbótar er fjárlagahallanum stundum bætt við og því haldið fram að hann sé svo mikill að ekki eigi að hafa áhyggjur af Icesave í samanburði. Einfalda útgáfanÞessari „10-15% röksemdafærslu“ þeirra sem leita nú allra leiða til að fá almenning til að taka á sig skuldir einkabanka má líkja við að fjölskyldu væri send 100 milljón króna krafa vegna skulda annarra. Í stað þess að standa á rétti sínum og láta leiðrétta kröfuna ákveður fjölskyldufaðirinn að taka lán til að borga handrukkara kröfuna. Hann heldur því svo fram að ekki megi gera of mikið úr 100 milljón króna láninu sem hann tók til að forðast vesen, enda nemi samanlögð fasteignalán heimila í götunni nærri milljarði króna. Þ.a.l. séu 100 milljónirnar bara 10% af „vanda götunnar“. Auk þess eyði heimilið hvort eð er svo mikið um efni fram að aukin greiðslubyrði vegna lánsins sé ekki stórmál. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar