Baráttugleði Kobayashi heillaði í Japan 12. október 2010 10:43 Kamui Kobayashi var vel fagnað í Japan. Mynd: Getty Images Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúlu 1 liðinu sló í gegn á heimavelli í japanska kappakstrinum á sunnudaginn. Hann sýndi dirfskufull tilþrif í mótinu og fór framúr mörgum keppinautum á leið í sjöunda sætið. Sauber menn vona að framganga hans verði til að japanskir aðilar vilji styðja við Kobayashi í framtíðinni. Formúla 1 hefur verið vinsæl í Japan og bæði Honda og Toyota keppti í Formúlu 1 í mörg ár, en Kobayashi fékk einmitt sitt fyrsta tækifæri með Toyota í fyrra, en liðið dró sig í hlé frá Formúlu 1. BMW sem dró sig líka í hlé í fyrra og Peter Sauber sem hafði selt fyrirtækinu lið sitt keypti búnað BMW til baka. Það var gert til að bjarga liðinu frá því að hætta. Sauber fékk ekki stóra auglýsendur á bíl sinn, en á dögunum samdi lið hans við mexíkanskt símafyrirtæki um kostun og réð til sín Sergio Perez frá Mexíkó sem ökumann á næsta ári. Kobayashi er þegar með samning við Sauber á næsta ári. Nú vonast Sauber menn að japönsk fyrirtæki sýni líka áhuga á kostun í ljósi árangur Kobayashi á heimavelli og Monisha Kaletenborn framkvæmdarstjóri Sauber sagði í frétt á autosport.com að gengi Japanas hefði verið til fyrirmyndar. "Hann stóð sig vel, ekki síst í ljósi þess að það var pressa á honum frá almenningi og hann fékk mikla athygli frá fjölmiðlum. Þetta var ákjósanleg staða fyrir japanska markaðinn, en við vitum að það eru efnahagsþrengingar í Japan. En við vonumst til að árangur hans verði hvatning fyrir menn að styðja hann", sagði Kaltenborn. Kobayashi var í einhverjum tilfellum sérlega ákveðinn þegar hann reyndi framúrakstur og skemmdi bíl sinn í einum slíkum á Jamie Alguersuari, en hélt áfram. Hann fór svo framúr liðsfélaga sínum Nick Heidfeld, sem lauk keppni í áttunda sæti á eftir Kobayashi. "Þegar maður sér svona tilraunir, þá hefur maður smá áhyggjur og vonar að allt fari vel. En aftur á móti þá býst maður við að hann berjist. Hann er í eðli sínu dirfskufullur", sagði Kaltenborn. Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúlu 1 liðinu sló í gegn á heimavelli í japanska kappakstrinum á sunnudaginn. Hann sýndi dirfskufull tilþrif í mótinu og fór framúr mörgum keppinautum á leið í sjöunda sætið. Sauber menn vona að framganga hans verði til að japanskir aðilar vilji styðja við Kobayashi í framtíðinni. Formúla 1 hefur verið vinsæl í Japan og bæði Honda og Toyota keppti í Formúlu 1 í mörg ár, en Kobayashi fékk einmitt sitt fyrsta tækifæri með Toyota í fyrra, en liðið dró sig í hlé frá Formúlu 1. BMW sem dró sig líka í hlé í fyrra og Peter Sauber sem hafði selt fyrirtækinu lið sitt keypti búnað BMW til baka. Það var gert til að bjarga liðinu frá því að hætta. Sauber fékk ekki stóra auglýsendur á bíl sinn, en á dögunum samdi lið hans við mexíkanskt símafyrirtæki um kostun og réð til sín Sergio Perez frá Mexíkó sem ökumann á næsta ári. Kobayashi er þegar með samning við Sauber á næsta ári. Nú vonast Sauber menn að japönsk fyrirtæki sýni líka áhuga á kostun í ljósi árangur Kobayashi á heimavelli og Monisha Kaletenborn framkvæmdarstjóri Sauber sagði í frétt á autosport.com að gengi Japanas hefði verið til fyrirmyndar. "Hann stóð sig vel, ekki síst í ljósi þess að það var pressa á honum frá almenningi og hann fékk mikla athygli frá fjölmiðlum. Þetta var ákjósanleg staða fyrir japanska markaðinn, en við vitum að það eru efnahagsþrengingar í Japan. En við vonumst til að árangur hans verði hvatning fyrir menn að styðja hann", sagði Kaltenborn. Kobayashi var í einhverjum tilfellum sérlega ákveðinn þegar hann reyndi framúrakstur og skemmdi bíl sinn í einum slíkum á Jamie Alguersuari, en hélt áfram. Hann fór svo framúr liðsfélaga sínum Nick Heidfeld, sem lauk keppni í áttunda sæti á eftir Kobayashi. "Þegar maður sér svona tilraunir, þá hefur maður smá áhyggjur og vonar að allt fari vel. En aftur á móti þá býst maður við að hann berjist. Hann er í eðli sínu dirfskufullur", sagði Kaltenborn.
Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira