Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2010 09:45 Spennan er mest í H-riðli, riðli Arsenal og Braga. Nordic Photos / Getty Images Tólf lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en fimmtu umferð riðlakeppninnar lauk í gærkvöldi. Aðeins fjögur sæti eru því eftir. Spennan er mest í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram en annars er barist um annað sætið í D- og E-riðlum. Lokaumferðin fer fram dagana 7. og 8. desember. A-riðill: Tottenham og Inter eru örugg áfram en þar sem bæði lið eru með tíu stig verður spennan í lokaumferðinni um hvort liðið taki toppsætið. Verði liðin enn jöfn að stigum verður Tottenham á toppnum vegna betra markahlutfalls í innbyrðisviðureignum. Lokaumferðin: Twente - Tottenham Werder Bremen - Inter B-riðill: Schalke og Lyon eru örugg áfram. Schalke er með tíu stig en Lyon níu og því baráttan enn opin um toppsætið. Lokaumferðin: Benfica - Schalke Lyon - Hapoel Tel-Aviv C-riðill: Manchester United (13 stig) og Valencia (10 stig) eru örugg áfram. Þessi lið mætast á Old Trafford í lokaumferðinni og ef Valencia vinnur þann leik hirðir liðið toppsætið af United. Lokaumferðin: Manchester United - Valencia Bursapor - Rangers D-riðill: Barcelona er búið að vinna sigur í riðlinum og baráttan um annað sætið stendur á milli FC Kaupmannahafnar (7 stig) og Rubin Kazan (6 stig). Lokaumferðin: Barcelona - Rubin Kazan FC Kaupmannahöfn - Panathinaikos E-riðill: Bayern München er sömuleiðis búið að vinna sinn riðill og Roma er í mjög góðri stöðu í öðru sæti. Rómverjum nægir stig í lokaumferðinni gegn Cluj eða þá að treysta á að Basel vinni ekki Bayern á útivelli á sama tíma. Lokaumferðin: Bayern München - Basel Cluj - Roma F-riðill: Chelsea er með fullt hús stiga og búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Marseille er öruggt með annað sætið. Spartak Moskva er meira að segja búið að tryggja sér þriðja sætið og þar með sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Lokaumferðin er því þýðingarlaus. Lokaumferðinn: Marseille - Chelsea Zilina - Spartak Moskva G-riðill: Real Madrid er öruggt með sigurinn í riðlinum og AC Milan annað sætið. Lokaumferðin: Real Madrid - Auxerre AC Milan - Ajax H-riðill: Langmesta spennan er í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram í 16-liða úrslitin. Shakhtar Donetsk er með tólf stig á toppnum en Arsenal og Braga með níu stig hvort. Shakhtar er þó ekki öruggt áfram en í mjög góðri stöðu. Liðið má tapa fyrir Braga með þriggja marka mun eða þá treysta á að Arsenal vinni ekki Partizan Belgrad. Arsenal dugir sigur gegn Partizan en Braga þarf að vinna Shakther með fjögurra marka mun til að vera öruggt áfram óháð úrslitum í leik Arsenal. Lokaumferðin: Arsenal - Partizan Belgrad Shakhtar Donetsk - Braga Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
Tólf lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en fimmtu umferð riðlakeppninnar lauk í gærkvöldi. Aðeins fjögur sæti eru því eftir. Spennan er mest í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram en annars er barist um annað sætið í D- og E-riðlum. Lokaumferðin fer fram dagana 7. og 8. desember. A-riðill: Tottenham og Inter eru örugg áfram en þar sem bæði lið eru með tíu stig verður spennan í lokaumferðinni um hvort liðið taki toppsætið. Verði liðin enn jöfn að stigum verður Tottenham á toppnum vegna betra markahlutfalls í innbyrðisviðureignum. Lokaumferðin: Twente - Tottenham Werder Bremen - Inter B-riðill: Schalke og Lyon eru örugg áfram. Schalke er með tíu stig en Lyon níu og því baráttan enn opin um toppsætið. Lokaumferðin: Benfica - Schalke Lyon - Hapoel Tel-Aviv C-riðill: Manchester United (13 stig) og Valencia (10 stig) eru örugg áfram. Þessi lið mætast á Old Trafford í lokaumferðinni og ef Valencia vinnur þann leik hirðir liðið toppsætið af United. Lokaumferðin: Manchester United - Valencia Bursapor - Rangers D-riðill: Barcelona er búið að vinna sigur í riðlinum og baráttan um annað sætið stendur á milli FC Kaupmannahafnar (7 stig) og Rubin Kazan (6 stig). Lokaumferðin: Barcelona - Rubin Kazan FC Kaupmannahöfn - Panathinaikos E-riðill: Bayern München er sömuleiðis búið að vinna sinn riðill og Roma er í mjög góðri stöðu í öðru sæti. Rómverjum nægir stig í lokaumferðinni gegn Cluj eða þá að treysta á að Basel vinni ekki Bayern á útivelli á sama tíma. Lokaumferðin: Bayern München - Basel Cluj - Roma F-riðill: Chelsea er með fullt hús stiga og búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Marseille er öruggt með annað sætið. Spartak Moskva er meira að segja búið að tryggja sér þriðja sætið og þar með sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Lokaumferðin er því þýðingarlaus. Lokaumferðinn: Marseille - Chelsea Zilina - Spartak Moskva G-riðill: Real Madrid er öruggt með sigurinn í riðlinum og AC Milan annað sætið. Lokaumferðin: Real Madrid - Auxerre AC Milan - Ajax H-riðill: Langmesta spennan er í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram í 16-liða úrslitin. Shakhtar Donetsk er með tólf stig á toppnum en Arsenal og Braga með níu stig hvort. Shakhtar er þó ekki öruggt áfram en í mjög góðri stöðu. Liðið má tapa fyrir Braga með þriggja marka mun eða þá treysta á að Arsenal vinni ekki Partizan Belgrad. Arsenal dugir sigur gegn Partizan en Braga þarf að vinna Shakther með fjögurra marka mun til að vera öruggt áfram óháð úrslitum í leik Arsenal. Lokaumferðin: Arsenal - Partizan Belgrad Shakhtar Donetsk - Braga
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn