Webber og Vettel frjálst að berjast 25. september 2010 08:40 Sebastian Vettel og Mark Webber voru fljótastir í Singapúr í gær og mega keppa innbyrðis um titilinn. Mynd: Getty Images Dietrich Mateschitz eigandi Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel sé frjálst að keppa innbyrðis hjá liðinu, en báðir eru í slag um meistaratitilinn. Webber er efstur í stigamótinu, en Vettel fimmti. Þeir skiptust á að vera með besta tíma á æfingum á Singapúr brautinni í gær. Ökumenn sem keppa í Singapúr um helgina aka á æfingum í dag og verður lokaæfingin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 10.55, en tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu sem er á sama tíma á Stöð 2 Sport. Tímatakan verður svo endursýnd kl. 17.30 á Stöð 2 Sport í dag. "Við styðjum bæði Mark og Sebastian. Þeim er frjálst að keppa. Á meðan annar þeirra er ekki út úr myndinni í titilslagnum, þá skiptum við okkur af þeim", sagði Mateschitz um ökumenn sína á autosport.com. Ef Mark hefði unnið á Monza og Sebastian fallið úr leik, þá hefði Red Bull skoðað stöðuna. Aðspurður um hvort Vettel þyrfti stuðning vegna mikillar ákefðar við stýrið sagði Mateschitz. "Hann þarf engan stuðning, þó það geti átt við aðra. Vettel veit að hann er á einum besta bílnum og reynir af kappi", sagði eigandi Red Bull, en Vettel hefur gert nokkuð af mistökum á árinu og keyrði m.a. á Webber í slag um fyrsta sætið í einu mótinu. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Dietrich Mateschitz eigandi Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel sé frjálst að keppa innbyrðis hjá liðinu, en báðir eru í slag um meistaratitilinn. Webber er efstur í stigamótinu, en Vettel fimmti. Þeir skiptust á að vera með besta tíma á æfingum á Singapúr brautinni í gær. Ökumenn sem keppa í Singapúr um helgina aka á æfingum í dag og verður lokaæfingin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 10.55, en tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu sem er á sama tíma á Stöð 2 Sport. Tímatakan verður svo endursýnd kl. 17.30 á Stöð 2 Sport í dag. "Við styðjum bæði Mark og Sebastian. Þeim er frjálst að keppa. Á meðan annar þeirra er ekki út úr myndinni í titilslagnum, þá skiptum við okkur af þeim", sagði Mateschitz um ökumenn sína á autosport.com. Ef Mark hefði unnið á Monza og Sebastian fallið úr leik, þá hefði Red Bull skoðað stöðuna. Aðspurður um hvort Vettel þyrfti stuðning vegna mikillar ákefðar við stýrið sagði Mateschitz. "Hann þarf engan stuðning, þó það geti átt við aðra. Vettel veit að hann er á einum besta bílnum og reynir af kappi", sagði eigandi Red Bull, en Vettel hefur gert nokkuð af mistökum á árinu og keyrði m.a. á Webber í slag um fyrsta sætið í einu mótinu.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira