Umfjöllun: Grindavík lagði Keflavík í hörkuleik Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. desember 2010 22:30 Grindvíkingar fögnuðu mikilvægum sigri í nágrannaslag gegn Keflvík, 79-75, í 11. umferð Iceland Express deild karla sem fram fór í Röstinni í kvöld. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Grindvíkingar höfðu misst niður góða forystu og hleypt Keflvíkingum yfir þegar skammt var eftir að leiknum. Með sigrinum situr Grindavík eitt í öðru sæti deildarinnar með 18 stig og er tveimur stigum á eftir Íslands- og bikarmeisturum Snæfells sem tróna á toppnum Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og spiluðu frábæra vörn fyrstu mínúturnar. Keflvíkingum tókst aðeins að skora tvö stig á fyrstu fjórum mínútunum leiksins og náðu heimamenn um leið yfirhöndinni í leiknum. Eftir að Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé varð meira jafnræði með liðunum og aðeins munaði þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-17, Grindvíkingum í vil. Heimamenn hrukku heldur betur í gang fyrir utan þriggja stiga línuna í öðrum leikhluta. Ármann Vilbergsson átti magnaða innkomu og setti niður fjóra þrista í röð og Grindvíkingar fóru inn í hálfleik með tólf stiga forystu, 43-31. Nýkringdur troðslumeistari, Ólafur Ólafsson sá um að áhorfendur fengju eitthvað fyrir peninginn þegar hann tróð meistaralega eftir frábæra stoðsendingu frá Þorleifi bróður sínum. Grindvíkingar náðu mest 17 stiga forskoti í þegar skammt var eftir að þriðja leikhluta og héldu þá margir að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir þá gulklæddu. Keflvíkingar stigu upp á lokamínútum þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn niður í tólf stig fyrir lokaleikhlutann. Keflvíkingar fóru loksins að sýna sitt rétta andlit í lokaleikhlutanum og söxuðu niður forskotið jafnt og þétt. Þriggja stiga skotin hrukku niður hvert af öðru og Þröstur Leó Jóhannsson kom gestunum yfir þegar aðeins um tvær mínútur voru eftir af leiknum, 71-72. Upphófst þá mikil barátta á milli liðanna um sigurinn en Grindvíkingar voru sterkari þegar á hólminn var komið og fögnuðu mikilvægum sigri. Ármann Vilbergsson var óvænt stigahæstur í liði Grindvíkinga, setti niður 15 stig og nýtti öll þriggja stiga skot sín í leiknum. Páll Axel Vilbergsson, Ryan Pettinella og Ólafur Ólafsson komu næstir með 14 stig. Hjá Keflavík átti Hörður Axel Vilbergsson ágætan leik og skoraði 18 stig og Lazar Trifunovic var með 16 stig. Grindavík-Keflavík 79-75 (20-17, 23-14, 20-20, 16-24)Grindavík: Ármann Vilbergsson 15, Ryan Pettinella 14/16 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14, Ólafur Ólafsson 14, Þorleifur Ólafsson 10, Jeremy Kelly 8, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst. Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Lazar Trifunovic 16/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Valentino Maxwell 9, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 8, Almar Stefán Guðbrandsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Grindvíkingar fögnuðu mikilvægum sigri í nágrannaslag gegn Keflvík, 79-75, í 11. umferð Iceland Express deild karla sem fram fór í Röstinni í kvöld. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Grindvíkingar höfðu misst niður góða forystu og hleypt Keflvíkingum yfir þegar skammt var eftir að leiknum. Með sigrinum situr Grindavík eitt í öðru sæti deildarinnar með 18 stig og er tveimur stigum á eftir Íslands- og bikarmeisturum Snæfells sem tróna á toppnum Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og spiluðu frábæra vörn fyrstu mínúturnar. Keflvíkingum tókst aðeins að skora tvö stig á fyrstu fjórum mínútunum leiksins og náðu heimamenn um leið yfirhöndinni í leiknum. Eftir að Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé varð meira jafnræði með liðunum og aðeins munaði þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-17, Grindvíkingum í vil. Heimamenn hrukku heldur betur í gang fyrir utan þriggja stiga línuna í öðrum leikhluta. Ármann Vilbergsson átti magnaða innkomu og setti niður fjóra þrista í röð og Grindvíkingar fóru inn í hálfleik með tólf stiga forystu, 43-31. Nýkringdur troðslumeistari, Ólafur Ólafsson sá um að áhorfendur fengju eitthvað fyrir peninginn þegar hann tróð meistaralega eftir frábæra stoðsendingu frá Þorleifi bróður sínum. Grindvíkingar náðu mest 17 stiga forskoti í þegar skammt var eftir að þriðja leikhluta og héldu þá margir að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir þá gulklæddu. Keflvíkingar stigu upp á lokamínútum þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn niður í tólf stig fyrir lokaleikhlutann. Keflvíkingar fóru loksins að sýna sitt rétta andlit í lokaleikhlutanum og söxuðu niður forskotið jafnt og þétt. Þriggja stiga skotin hrukku niður hvert af öðru og Þröstur Leó Jóhannsson kom gestunum yfir þegar aðeins um tvær mínútur voru eftir af leiknum, 71-72. Upphófst þá mikil barátta á milli liðanna um sigurinn en Grindvíkingar voru sterkari þegar á hólminn var komið og fögnuðu mikilvægum sigri. Ármann Vilbergsson var óvænt stigahæstur í liði Grindvíkinga, setti niður 15 stig og nýtti öll þriggja stiga skot sín í leiknum. Páll Axel Vilbergsson, Ryan Pettinella og Ólafur Ólafsson komu næstir með 14 stig. Hjá Keflavík átti Hörður Axel Vilbergsson ágætan leik og skoraði 18 stig og Lazar Trifunovic var með 16 stig. Grindavík-Keflavík 79-75 (20-17, 23-14, 20-20, 16-24)Grindavík: Ármann Vilbergsson 15, Ryan Pettinella 14/16 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14, Ólafur Ólafsson 14, Þorleifur Ólafsson 10, Jeremy Kelly 8, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst. Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Lazar Trifunovic 16/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Valentino Maxwell 9, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 8, Almar Stefán Guðbrandsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira