Formúla 1

Forseti Ferrari kveikti í Schumacher

Luca Montezemolo, forseti Ferrari.
Luca Montezemolo, forseti Ferrari. Mynd: Getty Images

Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að það sé sín sök að Michael Schumacher er farinn að keyra fyrir Mercedes. Montezemolo vildi að Schumacher keyrði í stað Massa í fyrra.

Massa meiddist í óhappi í Ungverjalandi og lengi vel leit út fyrir að Schumacher tæki sæti hans tímabundið. Ekki varð úr vegna hálsmeiðsla, en málið kveikti í áhuga Schumacher á að keppa á ný.

"Það var ég sem vakti Schumacher upp í fyrra, en ég bjóst samt aldrei við að sjá hann í öðrum keppnisbíl en Ferrari", sagði Montezemolo á frumsýningu Ferrari í dag.

"Schmacher er keppnismaður, andstæðingur okkar eins og margir aðrir. Ég hef ekki áhyggjur af því að hann hafi farið með mikilvæga vitneskju frá okkur til Mercedes."

"Við erum í góðum málum. Við erum með Massa og Alonso. Alonso hefur þroskast mikið, er ungur og sterkur og hefur tvsivar orðið meistari, árið 2005 og 2006, lagði okkur að velli", sagði Montezemolo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×