Ofstolt og fréttafréttir Pawel Bartoszek skrifar 15. janúar 2010 06:00 Flestir hljóta að fyllast óhug og sorg yfir þeim fréttum sem nú berast frá Haítí. Ef marka má fréttirnar virðist jarðskjálftinn ekki aðeins hafa lagt í rúst höfuðborgina og bundið endi á þúsundir mannslífa heldur einnig laskað sjálfar undirstöður samfélagsins sem veikar voru fyrir. Þeir íslensku björgunarmenn sem drifu sig á hamfarasvæðið áður en sólarhringur var liðinn frá skjálftanum eiga án efa eftir að gera mikið gagn og sjálfsagt er að hæla þeim fyrir skjót viðbrögð. Hins vegar er ekki laust við að það mikla hlutverk sem för íslensku björgunarsveitarinnar hefur fengið í allri umfjöllun um hamfarirnar beri vott um einmitt þá minnimáttarkennd sem þátttaka í slíkum verkefnum ætti að vinna bug á. Í fyrsta lagi þá höfum við orðið vitni að algerri og ótímabærri ofnotkun á stolthugtakinu. Flugvélin með björgunarfólkinu var enn að taka eldsneyti í Boston þegar einhver á öldum ljósvakans sagðist vera stoltur af því að vera Íslendingur. Það er ekki útilokað að þeir sem hjálpuðu til og fjölskyldur þeirra muni einhvern tímann hafa tilefni til að fyllast stolti. En við hin? Hvað höfum við gert? Er rétta tilfinningin þegar slíkur ógnarharmleikur á sér stað, sú að vera stoltur og hrærður yfir óunnnum björgunarafrekum annarra? Aðrir finna sér annað tilefni til stolts. Utanríkisráðherra var strax á miðvikudaginn stoltur yfir því hve vel íslensk stjórnsýsla hafi reynst þegar kom að því að undirbúa ferðalagið. Jú, jú, á meðan hálf milljón manna liggur slösuð, látin eða grafin innan um urð og grjót og öngþveiti ríkir í höfuðborg annars ríkis er ekki úr vegi að gleðjast yfir skilvirkni íslenska stjórnkerfisins. Í öðru lagi þá er það undarlegt að þurfa að tiltaka það án afláts að íslenska björgunarsveitin hafi verið með þeim fyrstu á staðinn. Í útvarpsþætti á miðvikudaginn var sagt að hún væri ein sú fyrsta í heiminum til að mæta til Haítí. „Allavega sú fyrsta frá Norðurlöndunum," bætti útvarpsmaðurinn við til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Hvers vegna skiptir þetta einhverju máli? Er ekki annað kapphlaup mikilvægara nú, kapphlaupið um að ná sem flestum lifandi út úr húsarústum í Port-au-Prince, heldur en eitthvað ímyndað kapphlaup við Dani og Svía og aðrar þjóðir heimsins? Það eru nefnilega, í hnattrænu samhengi, ömurlegar fréttir að íslensku björgunarsveitarmennirnir hafi verið með þeim fyrstu á vettvang. Þær eru ömurlegar vegna þess að þetta þýðir að sólarhringur hafi liðið áður en alþjóðleg aðstoð fór að berast af alvöru. Á þeim sólarhring hafa þúsundir manna líklegast látist, grafnir í rústum húsa. Mörgum þeirra hefði hugsanlega verið hægt að bjarga ef hjálpin hefði borist fyrr. Í þriðja lagi er það hin sígilda þörf hérlendra miðla til að segja svokallaðar fréttafréttir af Íslandi og Íslendingum. Dæmi um fréttafrétt vikunnar er til dæmis frétt um að á vef CNN hafi birst frétt um að Íslendingar hafi verið með þeim fyrstu til að senda björgunarsveit til Haítí. Annað dæmi um fréttafrétt er að norskt dagblað sagði að fátæka Ísland hugðist hjálpa til, þrátt fyrir hrun fjármálakerfisins. Við þetta má bæta við fréttum á borð við þær að í viðræðum íslenskra ráðamanna við erlenda starfsbræður sína hafi komið fram að þeir dáðust að skjótum viðbrögðum Íslendinga. Var virkilega ekkert annað fréttnæmara sem tengdist þessum hörmulega atburði? Er okkur virkilega svona mikilvægt að aðrir taki eftir þegar við vinnum góðverk? Skemmst er að minnast þess þegar forseti Íslands, í samúðarkveðju sinni til forseta Ítalíu vegna jarðskjálftanna í Abruzzo, „vék að rannsóknum Íslendinga á sviði jarðskjálfta og hinu öfluga viðvörunarkerfi sem íslenskir vísindamenn og sérfræðingar hefðu þróað," eins og það var orðað í fréttatilkynningunni frá forsetaembættinu. Afar nærgætið. Auðvitað finnst öllum gaman að tala um sjálfa sig en það má nú stundum sýna lágmarksvirðingu gagnvart þeim sem eiga um sárt að binda. „Leitt með hann pabba þinn en, vel á minnst, ég er einmitt að gera verkefni í skólanum um þá tegund krabbameins sem varð honum að bana. Finnst þér ég ekki duglegur?" Er ekki annað kapphlaup mikilvægara nú, kapphlaupið um að ná sem flestum lifandi út úr húsarústum í Port-au-Prince, heldur en eitthvert ímyndað kapphlaup við Dani og Svía og aðrar þjóðir heimsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Vinsælast 2010 Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestir hljóta að fyllast óhug og sorg yfir þeim fréttum sem nú berast frá Haítí. Ef marka má fréttirnar virðist jarðskjálftinn ekki aðeins hafa lagt í rúst höfuðborgina og bundið endi á þúsundir mannslífa heldur einnig laskað sjálfar undirstöður samfélagsins sem veikar voru fyrir. Þeir íslensku björgunarmenn sem drifu sig á hamfarasvæðið áður en sólarhringur var liðinn frá skjálftanum eiga án efa eftir að gera mikið gagn og sjálfsagt er að hæla þeim fyrir skjót viðbrögð. Hins vegar er ekki laust við að það mikla hlutverk sem för íslensku björgunarsveitarinnar hefur fengið í allri umfjöllun um hamfarirnar beri vott um einmitt þá minnimáttarkennd sem þátttaka í slíkum verkefnum ætti að vinna bug á. Í fyrsta lagi þá höfum við orðið vitni að algerri og ótímabærri ofnotkun á stolthugtakinu. Flugvélin með björgunarfólkinu var enn að taka eldsneyti í Boston þegar einhver á öldum ljósvakans sagðist vera stoltur af því að vera Íslendingur. Það er ekki útilokað að þeir sem hjálpuðu til og fjölskyldur þeirra muni einhvern tímann hafa tilefni til að fyllast stolti. En við hin? Hvað höfum við gert? Er rétta tilfinningin þegar slíkur ógnarharmleikur á sér stað, sú að vera stoltur og hrærður yfir óunnnum björgunarafrekum annarra? Aðrir finna sér annað tilefni til stolts. Utanríkisráðherra var strax á miðvikudaginn stoltur yfir því hve vel íslensk stjórnsýsla hafi reynst þegar kom að því að undirbúa ferðalagið. Jú, jú, á meðan hálf milljón manna liggur slösuð, látin eða grafin innan um urð og grjót og öngþveiti ríkir í höfuðborg annars ríkis er ekki úr vegi að gleðjast yfir skilvirkni íslenska stjórnkerfisins. Í öðru lagi þá er það undarlegt að þurfa að tiltaka það án afláts að íslenska björgunarsveitin hafi verið með þeim fyrstu á staðinn. Í útvarpsþætti á miðvikudaginn var sagt að hún væri ein sú fyrsta í heiminum til að mæta til Haítí. „Allavega sú fyrsta frá Norðurlöndunum," bætti útvarpsmaðurinn við til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Hvers vegna skiptir þetta einhverju máli? Er ekki annað kapphlaup mikilvægara nú, kapphlaupið um að ná sem flestum lifandi út úr húsarústum í Port-au-Prince, heldur en eitthvað ímyndað kapphlaup við Dani og Svía og aðrar þjóðir heimsins? Það eru nefnilega, í hnattrænu samhengi, ömurlegar fréttir að íslensku björgunarsveitarmennirnir hafi verið með þeim fyrstu á vettvang. Þær eru ömurlegar vegna þess að þetta þýðir að sólarhringur hafi liðið áður en alþjóðleg aðstoð fór að berast af alvöru. Á þeim sólarhring hafa þúsundir manna líklegast látist, grafnir í rústum húsa. Mörgum þeirra hefði hugsanlega verið hægt að bjarga ef hjálpin hefði borist fyrr. Í þriðja lagi er það hin sígilda þörf hérlendra miðla til að segja svokallaðar fréttafréttir af Íslandi og Íslendingum. Dæmi um fréttafrétt vikunnar er til dæmis frétt um að á vef CNN hafi birst frétt um að Íslendingar hafi verið með þeim fyrstu til að senda björgunarsveit til Haítí. Annað dæmi um fréttafrétt er að norskt dagblað sagði að fátæka Ísland hugðist hjálpa til, þrátt fyrir hrun fjármálakerfisins. Við þetta má bæta við fréttum á borð við þær að í viðræðum íslenskra ráðamanna við erlenda starfsbræður sína hafi komið fram að þeir dáðust að skjótum viðbrögðum Íslendinga. Var virkilega ekkert annað fréttnæmara sem tengdist þessum hörmulega atburði? Er okkur virkilega svona mikilvægt að aðrir taki eftir þegar við vinnum góðverk? Skemmst er að minnast þess þegar forseti Íslands, í samúðarkveðju sinni til forseta Ítalíu vegna jarðskjálftanna í Abruzzo, „vék að rannsóknum Íslendinga á sviði jarðskjálfta og hinu öfluga viðvörunarkerfi sem íslenskir vísindamenn og sérfræðingar hefðu þróað," eins og það var orðað í fréttatilkynningunni frá forsetaembættinu. Afar nærgætið. Auðvitað finnst öllum gaman að tala um sjálfa sig en það má nú stundum sýna lágmarksvirðingu gagnvart þeim sem eiga um sárt að binda. „Leitt með hann pabba þinn en, vel á minnst, ég er einmitt að gera verkefni í skólanum um þá tegund krabbameins sem varð honum að bana. Finnst þér ég ekki duglegur?" Er ekki annað kapphlaup mikilvægara nú, kapphlaupið um að ná sem flestum lifandi út úr húsarústum í Port-au-Prince, heldur en eitthvert ímyndað kapphlaup við Dani og Svía og aðrar þjóðir heimsins?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun