Vettel stoltur af titli Red Bull 7. nóvember 2010 21:43 Sebastian fagnar sigri í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull er hluti af stórri liðsheild sem fagnaði fyrsta meistaratitlinum í Formúlu 1 og tryggði sér titil bílasmiða með tvöföldum sigri í Brasilíu í dag. Vettel lagði grunn að sigri með því að fara strax framúr Nico Hulkenberg sem var fremstur á ráslínu. Vettel sá við honum fyrir fyrstu beygju. "Þetta var ótrúlegur dagur og ekki auðveld keppni. Ég sá að Nico spólaði of mikið af stað og ég nýtt færið og skaut mér framúr honum. Hann skildi ekki eftir mikið pláss, en nóg samt", sagði Vettel eftir keppnina. Vettel stjórnaði í raun hraðanum í keppninni og Mark Webber liðsfélagi Vettels, sem varð annar átti aldrei raunhæfa möguleika á að skáka honum. "Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil, eins mótið í Kóreu. Við svöruðum því með að liðið stóð saman og vann tvöfaldan sigur og tryggði titil bílasmiða áður en tímabilinu er lokið." "Þetta var frábært og við erum enn að berjast um titil ökumanna. Ég þarf að losna við þennan gaur (Alonso). Ég er mjög stoltur af liðinu í heild sinni. Red Bull var með þetta markmið áður en ég byrjaði í Formúlu 1 og það er gott að vera hluti af því. Ég er mjög stoltur. Stoltur af liðinu, af sjálfum mér og þetta hefur verið frábær dagur", sagði Vettel. Vettel , Webber, Fernando Alonso og Lewis Hamilton eiga allir möguleika á meistaratitil ökumanna í síðasta móti ársins, sem verður í Abu Dhabi um næstu helgi. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull er hluti af stórri liðsheild sem fagnaði fyrsta meistaratitlinum í Formúlu 1 og tryggði sér titil bílasmiða með tvöföldum sigri í Brasilíu í dag. Vettel lagði grunn að sigri með því að fara strax framúr Nico Hulkenberg sem var fremstur á ráslínu. Vettel sá við honum fyrir fyrstu beygju. "Þetta var ótrúlegur dagur og ekki auðveld keppni. Ég sá að Nico spólaði of mikið af stað og ég nýtt færið og skaut mér framúr honum. Hann skildi ekki eftir mikið pláss, en nóg samt", sagði Vettel eftir keppnina. Vettel stjórnaði í raun hraðanum í keppninni og Mark Webber liðsfélagi Vettels, sem varð annar átti aldrei raunhæfa möguleika á að skáka honum. "Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil, eins mótið í Kóreu. Við svöruðum því með að liðið stóð saman og vann tvöfaldan sigur og tryggði titil bílasmiða áður en tímabilinu er lokið." "Þetta var frábært og við erum enn að berjast um titil ökumanna. Ég þarf að losna við þennan gaur (Alonso). Ég er mjög stoltur af liðinu í heild sinni. Red Bull var með þetta markmið áður en ég byrjaði í Formúlu 1 og það er gott að vera hluti af því. Ég er mjög stoltur. Stoltur af liðinu, af sjálfum mér og þetta hefur verið frábær dagur", sagði Vettel. Vettel , Webber, Fernando Alonso og Lewis Hamilton eiga allir möguleika á meistaratitil ökumanna í síðasta móti ársins, sem verður í Abu Dhabi um næstu helgi.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira