Ferrari styður við bakið á Massa 15. október 2010 12:52 Felipe Massa klessti bíl sinn í fyrstu beygju í síðustu keppni, sem var á Suzuka brautinni í Japan. Mynd: Getty Images Brasilíumanninum Felipe Massa hefur ekki gengið sérlega vel í Formúlu 1 á þessu ári og féll úr leik í síðustu keppni skömmu eftir ræsingu. Hann lenti í árekstri eftir að hafa ræst óvenju aftarlega af stað í mótinu. Massa er ekki í titilslagnum, en liðsfélagi hans Fernando Alonso er í öðru sæti í stigamótinu og í baráttu við fimm aðra um meistaratitilinn. Einhver umræða var í fjölmiðlum um að hann myndi hætta hjá Ferrari í lok ársins, en hann er með samning hjá liðunu og það stendur óbreytt. "Jafnvel þó ég sé að ganga í gengnum erfitt tímabil og hafi náð takmörkuðum árangri í síðustu mótum, þá veit ég að ég gett reitt mig á liðið. Það hefur alltaf staðið að baki mér 100%. Sérstaklega þegar erfiðleika hefur gengið", sagði Massa á vefsíðu Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. "Ég var ánægður að sjá hvað Montezemolo sagði eftir japanska kappaksturinn. Ég veit að hann hefur trú á mér og ég met það mikils. Hann skilur íþróttina vel og veit að stundum geta menn gengið í gegnum erfið tímabil. Sú staðreynd að stuðningurinn er alltaf til staðar er mikilvægur." Massa ræsti tólfti af stað í síðustu keppni, eftir slaka frammistöðu í tímatökum á Suzuka brautinni í Japan. Hann fór útaf í fyrstu beygju eftir að hafa keyrt á Viantionio Liuzzi og sagðist hafa átt slæman sunnudag. Massa segir að Ferrari sé í baráttu um tvo titla, þó staðan í stigakeppni bílasmiða sé erfið, en Ferrari er í þriðja sæti í stigamóti bílasmiða á eftir Red Bull og McLaren Mercedes. "Það verða allir að leggja sig 110% fram til að ná árangri og það mun ég gera í síðustu mótunum", sagði Massa. Hann gæti reynst hjálplegur Alonso, sem vonast til að Brasilíumaðurinn taki stig af keppinautum sínum um titilinn. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Brasilíumanninum Felipe Massa hefur ekki gengið sérlega vel í Formúlu 1 á þessu ári og féll úr leik í síðustu keppni skömmu eftir ræsingu. Hann lenti í árekstri eftir að hafa ræst óvenju aftarlega af stað í mótinu. Massa er ekki í titilslagnum, en liðsfélagi hans Fernando Alonso er í öðru sæti í stigamótinu og í baráttu við fimm aðra um meistaratitilinn. Einhver umræða var í fjölmiðlum um að hann myndi hætta hjá Ferrari í lok ársins, en hann er með samning hjá liðunu og það stendur óbreytt. "Jafnvel þó ég sé að ganga í gengnum erfitt tímabil og hafi náð takmörkuðum árangri í síðustu mótum, þá veit ég að ég gett reitt mig á liðið. Það hefur alltaf staðið að baki mér 100%. Sérstaklega þegar erfiðleika hefur gengið", sagði Massa á vefsíðu Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. "Ég var ánægður að sjá hvað Montezemolo sagði eftir japanska kappaksturinn. Ég veit að hann hefur trú á mér og ég met það mikils. Hann skilur íþróttina vel og veit að stundum geta menn gengið í gegnum erfið tímabil. Sú staðreynd að stuðningurinn er alltaf til staðar er mikilvægur." Massa ræsti tólfti af stað í síðustu keppni, eftir slaka frammistöðu í tímatökum á Suzuka brautinni í Japan. Hann fór útaf í fyrstu beygju eftir að hafa keyrt á Viantionio Liuzzi og sagðist hafa átt slæman sunnudag. Massa segir að Ferrari sé í baráttu um tvo titla, þó staðan í stigakeppni bílasmiða sé erfið, en Ferrari er í þriðja sæti í stigamóti bílasmiða á eftir Red Bull og McLaren Mercedes. "Það verða allir að leggja sig 110% fram til að ná árangri og það mun ég gera í síðustu mótunum", sagði Massa. Hann gæti reynst hjálplegur Alonso, sem vonast til að Brasilíumaðurinn taki stig af keppinautum sínum um titilinn.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira