Sífellt fleiri vilja leiðréttingu 16. júní 2010 05:15 alþingi Sífellt fleiri þingmenn allra flokka nefna nú möguleikann á að almenna leiðréttingu skulda. Stefna ríkisstjórnarinnar er þó enn að grípa til sértækra aðgerða.FRÉTTABLAÐIÐ/ Almenn niðurfelling skulda upp á 20 prósent kostar 114 milljarða, setur Íbúðalánasjóð á hausinn og eykur útgjöld hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og bönkunum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði forsætisráðherra út í grein Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær, en þar talaði hann fyrir því að leið almennrar niðurfellingar yrði skoðuð. Sigmundur sagði Helga hitta naglann á höfuðið og með grein sinni tæki hann undir sjónarmið Framsóknarflokksins í málinu. Viðurkenna þyrfti að um tapað fé væri að ræða sem ætti að afskrifa og leiðrétta þannig lánin. Jóhanna ítrekaði að leið ríkisstjórnarinnar varðandi heimilin væri eðlilegri. Þar væri komið best til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda. Nýta þyrfti það fé sem fyrir hendi væri til að aðstoða þá verst stöddu. Hvatti hún þingheim til að styðja tillögurnar og afgreiða áður en Alþingi færi í sumarfrí, þó að mögulega þyrfti að taka nokkra daga aukalega í umræður þar um. Helgi sagði í grein sinni að án almennra aðgerða væri einkum komið til móts við þá sem lengst gengu í skuldsetningu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn hafi talað fyrir þverpólitísku samráði um að meta svigrúmið til almennrar skuldaleiðréttingar, „enda hefur það smám saman verið að koma í ljós að þessar sértæku leiðir eru allt of tafsamar og hafa nýst of fáum“. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir það. Hún segir að á einu ári hafi 400 manns getað nýtt sér úrræði eins og greiðsluaðlögun. Sú tala gæti hækkað í 2.000 eftir ný frumvörp sem liggi fyrir þinginu. Það sé allt of lítið, um 22 þúsund manns séu á vanskilaskrá. Hún vill fara í almenna niðurfellingu skulda. - kóp Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Almenn niðurfelling skulda upp á 20 prósent kostar 114 milljarða, setur Íbúðalánasjóð á hausinn og eykur útgjöld hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og bönkunum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði forsætisráðherra út í grein Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær, en þar talaði hann fyrir því að leið almennrar niðurfellingar yrði skoðuð. Sigmundur sagði Helga hitta naglann á höfuðið og með grein sinni tæki hann undir sjónarmið Framsóknarflokksins í málinu. Viðurkenna þyrfti að um tapað fé væri að ræða sem ætti að afskrifa og leiðrétta þannig lánin. Jóhanna ítrekaði að leið ríkisstjórnarinnar varðandi heimilin væri eðlilegri. Þar væri komið best til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda. Nýta þyrfti það fé sem fyrir hendi væri til að aðstoða þá verst stöddu. Hvatti hún þingheim til að styðja tillögurnar og afgreiða áður en Alþingi færi í sumarfrí, þó að mögulega þyrfti að taka nokkra daga aukalega í umræður þar um. Helgi sagði í grein sinni að án almennra aðgerða væri einkum komið til móts við þá sem lengst gengu í skuldsetningu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn hafi talað fyrir þverpólitísku samráði um að meta svigrúmið til almennrar skuldaleiðréttingar, „enda hefur það smám saman verið að koma í ljós að þessar sértæku leiðir eru allt of tafsamar og hafa nýst of fáum“. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir það. Hún segir að á einu ári hafi 400 manns getað nýtt sér úrræði eins og greiðsluaðlögun. Sú tala gæti hækkað í 2.000 eftir ný frumvörp sem liggi fyrir þinginu. Það sé allt of lítið, um 22 þúsund manns séu á vanskilaskrá. Hún vill fara í almenna niðurfellingu skulda. - kóp
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira