Golf

Tveir fyrstu keppnisdagarnir gerðu út um vonir Birgis Leifs

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Nordic Photos/Getty Images

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG er úr leik á lokaúrtökumótinu í golfi sem fram fer á Spáni. Íslandsmeistarinn sýndi ágætis tilþrif á síðustu tveimur keppnisdögunum en afleitt gengi hans á fyrsta keppnisdeginum gerði út um möguleika hans á að komast áfram.

Birgir lék á 3 höggum undir pari í dag eða 67 höggum og var samtals á 7 höggum yfir pari (80-73-71-67).

Birgir fékk fimm fugla og tvo skolla á hringnum í dag en hann var langt frá því að komast í hóp þeirra 75 efstu sem fá tækifæri til þess að leika tvo hringi til viðbótar. Aðeins 30 efstu af þeim hópi fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Birgir er þessa stundina í 142. sæti af alls 157 kylfingum sem hófu keppni. Birgir hefði þurft að vera samtals á 3 höggum undir pari til þess að komast í hóp 75 efstu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×