Framkvæmdastopp í Reykjavík Dagur B. Eggertsson skrifar 11. mars 2010 06:00 Átakalínurnar í aðdraganda borgarstjórnarkosninga eru að skýrast. Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg ráðist í nauðsynlegt viðhald og framkvæmdir á næstu þremur árum og halda þannig uppi atvinnu í mestu kreppunni. Sjálfstæðisflokkurinn boðar frjálshyggju og afskiptaleysi og boðar 70% niðurskurð í framkvæmdum næstu þrjú árin. Þetta birtist í þriggja ára áætlun um framkvæmdir og rekstur Reykjavíkurborgar sem meirihluti borgarstjórnar kynnti í síðustu viku. Fjárfesting úr 10 milljörðum í einnÞriggja ára áætlun meirihlutans felur nánast í sér framkvæmdastopp. Heildarfjárfesting A-hluta borgarinnar á tímabilinu á að vera 6,6 milljarðar sem er minna en framkvæmt hefur verið á meðalári að undanförnu. Þess má geta að árið 2008 var framkvæmt fyrir 10,3 milljarða en framkvæma á fyrir 1,3 árið 2013 samkvæmt hinni nýju áætlun. Þetta samhengi sést vel á meðfylgjandi mynd. Ekki gert ráð fyrir HverahlíðavirkjunÞá vekur sérstaka athygli að í þriggja ára áætlun Orkuveitu Reykjavíkur er ekki gert ráð fyrir fjármögnun eða framkvæmdum við Hverahlíðarvirkjun en góð sátt hefur verið um þá framkvæmd frá umhverfissjónarmiðum. Skýringanna er að leita í því að meirihlutinn hefur keyrt fjárhag fyrirtækisins út á ystu nöf með því að fjórfalda skuldir þess á fjórum árum, þrátt fyrir viðvaranir. Ljóst er að leita þarf nýrra leiða við fjármögnun Hverahlíðavirkjunar. Virkjunin getur orðið lykill fyrir orkuöflun til fjölmargra atvinnuskapandi verkefna. Áfram niðurskurður í viðhaldi og sumarstörfumRétt er að minna á að til viðbótar niðurskurði í framkvæmdum hefur meirihlutinn þegar skorið niður í viðhaldi fasteigna úr 1.323 milljónum 2008 í 734 milljónir á yfirstandandi fjárhagsáætlun. Þetta er helmings niðurskurður í mannaflsfrekustu verkunum. Enn meiri niðurskurður er í viðhaldi gatna og umhverfis borgarinnar þar sem farið er úr 1.323 milljónum árið 2008 í 611 milljónir króna á yfirstandandi ári. Þá er ótalið að sumarstörfum fækkar hjá umhverfissviði og framkvæmdasviði auk íþrótta- og tómstundasviðs eða samtals um 300 störf. Samfylkingin setur atvinnumálin númer eittSamfylkingin mun leggja sérstaka áherslu á atvinnumál í aðdraganda borgarstjórnarkosninga og boðar breytingartillögur við framlagða þriggja ára áætlun. Hún verður tekin til afgreiðslu í borgarstjórn 16. mars nk. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart heldur er í beinu framhaldi af ítrekuðum tillögum flokksins um átak í viðhaldsverkefnum, mótun atvinnustefnu, nýtingu á tómu húsnæði í þágu nýsköpunar og atvinnueflingar auk annarra tillagna flokksins um atvinnumál í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa sýnt þessum tillögum ótrúlegt fálæti. Hanna Birna boðar frjálshyggjuAthyglisvert var að í borgarstjórn brást Hanna Birna Kristjánsdóttir við gagnrýni Samfylkingarinnar með þeim orðum að ljóst væri að Samfylkingin „hefði ekki trú á atvinnulífinu". Líklega er þarna um að ræða einhverja ómenguðustu frjálshyggjustefnu í atvinnumálum sem kynnt hefur verið frá hruni. Það á ekkert að gera - bara bíða. Klassísk jafnaðarstefna á krepputímum er þvert á móti sú að þá sé réttlætanlegt og mikilvægt að stuðla að atvinnu með opinberum fjárfestingum og átaki í tímabærum viðhaldsverkefnum, eftir því sem kostur er. Óhætt er að segja að hinar pólitísku átakalínur séu að skírast. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Átakalínurnar í aðdraganda borgarstjórnarkosninga eru að skýrast. Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg ráðist í nauðsynlegt viðhald og framkvæmdir á næstu þremur árum og halda þannig uppi atvinnu í mestu kreppunni. Sjálfstæðisflokkurinn boðar frjálshyggju og afskiptaleysi og boðar 70% niðurskurð í framkvæmdum næstu þrjú árin. Þetta birtist í þriggja ára áætlun um framkvæmdir og rekstur Reykjavíkurborgar sem meirihluti borgarstjórnar kynnti í síðustu viku. Fjárfesting úr 10 milljörðum í einnÞriggja ára áætlun meirihlutans felur nánast í sér framkvæmdastopp. Heildarfjárfesting A-hluta borgarinnar á tímabilinu á að vera 6,6 milljarðar sem er minna en framkvæmt hefur verið á meðalári að undanförnu. Þess má geta að árið 2008 var framkvæmt fyrir 10,3 milljarða en framkvæma á fyrir 1,3 árið 2013 samkvæmt hinni nýju áætlun. Þetta samhengi sést vel á meðfylgjandi mynd. Ekki gert ráð fyrir HverahlíðavirkjunÞá vekur sérstaka athygli að í þriggja ára áætlun Orkuveitu Reykjavíkur er ekki gert ráð fyrir fjármögnun eða framkvæmdum við Hverahlíðarvirkjun en góð sátt hefur verið um þá framkvæmd frá umhverfissjónarmiðum. Skýringanna er að leita í því að meirihlutinn hefur keyrt fjárhag fyrirtækisins út á ystu nöf með því að fjórfalda skuldir þess á fjórum árum, þrátt fyrir viðvaranir. Ljóst er að leita þarf nýrra leiða við fjármögnun Hverahlíðavirkjunar. Virkjunin getur orðið lykill fyrir orkuöflun til fjölmargra atvinnuskapandi verkefna. Áfram niðurskurður í viðhaldi og sumarstörfumRétt er að minna á að til viðbótar niðurskurði í framkvæmdum hefur meirihlutinn þegar skorið niður í viðhaldi fasteigna úr 1.323 milljónum 2008 í 734 milljónir á yfirstandandi fjárhagsáætlun. Þetta er helmings niðurskurður í mannaflsfrekustu verkunum. Enn meiri niðurskurður er í viðhaldi gatna og umhverfis borgarinnar þar sem farið er úr 1.323 milljónum árið 2008 í 611 milljónir króna á yfirstandandi ári. Þá er ótalið að sumarstörfum fækkar hjá umhverfissviði og framkvæmdasviði auk íþrótta- og tómstundasviðs eða samtals um 300 störf. Samfylkingin setur atvinnumálin númer eittSamfylkingin mun leggja sérstaka áherslu á atvinnumál í aðdraganda borgarstjórnarkosninga og boðar breytingartillögur við framlagða þriggja ára áætlun. Hún verður tekin til afgreiðslu í borgarstjórn 16. mars nk. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart heldur er í beinu framhaldi af ítrekuðum tillögum flokksins um átak í viðhaldsverkefnum, mótun atvinnustefnu, nýtingu á tómu húsnæði í þágu nýsköpunar og atvinnueflingar auk annarra tillagna flokksins um atvinnumál í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa sýnt þessum tillögum ótrúlegt fálæti. Hanna Birna boðar frjálshyggjuAthyglisvert var að í borgarstjórn brást Hanna Birna Kristjánsdóttir við gagnrýni Samfylkingarinnar með þeim orðum að ljóst væri að Samfylkingin „hefði ekki trú á atvinnulífinu". Líklega er þarna um að ræða einhverja ómenguðustu frjálshyggjustefnu í atvinnumálum sem kynnt hefur verið frá hruni. Það á ekkert að gera - bara bíða. Klassísk jafnaðarstefna á krepputímum er þvert á móti sú að þá sé réttlætanlegt og mikilvægt að stuðla að atvinnu með opinberum fjárfestingum og átaki í tímabærum viðhaldsverkefnum, eftir því sem kostur er. Óhætt er að segja að hinar pólitísku átakalínur séu að skírast. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun