Red Bull mun ekki hagræða úrslitum í titilslag ökumanna 7. nóvember 2010 22:12 Mark Webber, Sebastian Vettel og Christian Horner fögnuðu titli bílasmiða og sigri í Brasilíu í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Christian Horner yfirmaður Red Bull segir að lið sitt muni ekki beita liðskipunum til að hagræða úrslitum í titilslag ökumanna. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel eiga möguleika á meistaratitlinum í kapphlaupi við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Þeir keppa í síðasta móti ársins um næstu helgi. Red Bull hefur ekki viljað stýra gangi máli á milli ökumanna liðsins og staðan er sú að ef Vettel vinnur lokamótið í Abu Dhabi um næstu helgi, Webber verður annar, þá verður Alonso heimsmeistari. Ef Vettel gefur hinsvegar eftir sætið. Þá verður Webber meistari, ef sú staða kæmi upp og Alonso nær ekki öðru sæti. Red Bull varð í fyrsta og öðru sæti í Abu Dhabi í fyrra. "Það eru engar erfiðar ákvarðanir framundan. Við erum með tvö ökumenn sem keyra fyrir liðið og jafnræði hefur verið á milli þeirra innan liðsins. Það væri rangt að mismuna þeim núna, þar sem báðir eiga möguleika á titlinum", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Það er engin með spákúlu og ekki hægt að sjá hvað gerist um næstu helgi. Við munum gera okkar besta til að styðja báða. Ef þeir verða í þeirri stöðu að aðstoða hvorn annan, ef hinn á ekki möguleika lengur, þá get ég ímyndað mér að það verði raunin. En ökumennirnir verða að taka slíka ákvörðun. Ég er viss um að þeir muni taka ákvörðun sem er rétt fyrir liðið. Ég efast ekki um það. Báðir ökumenn tóku dýrmæt stig af Alonso í dag og eru 8 (Webber) og 15 (Vettel) stigum á eftir honum í stigakeppninni", sagði Horner. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Christian Horner yfirmaður Red Bull segir að lið sitt muni ekki beita liðskipunum til að hagræða úrslitum í titilslag ökumanna. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel eiga möguleika á meistaratitlinum í kapphlaupi við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Þeir keppa í síðasta móti ársins um næstu helgi. Red Bull hefur ekki viljað stýra gangi máli á milli ökumanna liðsins og staðan er sú að ef Vettel vinnur lokamótið í Abu Dhabi um næstu helgi, Webber verður annar, þá verður Alonso heimsmeistari. Ef Vettel gefur hinsvegar eftir sætið. Þá verður Webber meistari, ef sú staða kæmi upp og Alonso nær ekki öðru sæti. Red Bull varð í fyrsta og öðru sæti í Abu Dhabi í fyrra. "Það eru engar erfiðar ákvarðanir framundan. Við erum með tvö ökumenn sem keyra fyrir liðið og jafnræði hefur verið á milli þeirra innan liðsins. Það væri rangt að mismuna þeim núna, þar sem báðir eiga möguleika á titlinum", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Það er engin með spákúlu og ekki hægt að sjá hvað gerist um næstu helgi. Við munum gera okkar besta til að styðja báða. Ef þeir verða í þeirri stöðu að aðstoða hvorn annan, ef hinn á ekki möguleika lengur, þá get ég ímyndað mér að það verði raunin. En ökumennirnir verða að taka slíka ákvörðun. Ég er viss um að þeir muni taka ákvörðun sem er rétt fyrir liðið. Ég efast ekki um það. Báðir ökumenn tóku dýrmæt stig af Alonso í dag og eru 8 (Webber) og 15 (Vettel) stigum á eftir honum í stigakeppninni", sagði Horner.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira