Engin málamiðlun í sjónmáli 19. október 2010 00:00 Bart de Wever Leiðtogi flæmskumælandi aðskilnaðarsinna náði ekki að mynda meirihluta.nordicphotos/AFP Tilraunir til að mynda nýja ríkisstjórn í Belgíu fóru eina ferðina enn út um þúfur í gær, fjórum mánuðum eftir þingkosningar. Nokkrir stjórnmálaleiðtogar hafa gert árangurslausar tilraunir til stjórnarmyndunar, en harkalegar deilur frönskumælandi og flæmskumælandi íbúa landsins hafa komið í veg fyrir að þingmeirihluti verði að veruleika. Í þetta var skiptið var það Bart de Wever, leiðtogi Nýja flæmska bandalagsins, stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem fór á fund Alberts konungs og sagðist ekki hafa haft erindi sem erfiði. Flokkur de Wevers fékk 27 prósent atkvæða og hafði lagt áherslu á að skipta landinu upp, eins og flæmingjar í norðurhluta landsins hafa margir hverjir barist fyrir, en frönskumælandi Vallónar í suðurhlutanum mega ekki heyra á það minnst. Hann kynnti í síðustu viku tillögur að málamiðlun, sem snerust um að flæmskumælandi og frönskumælandi hlutar landsins tækju að sér skattheimtu að hluta, og fengju þar með traustari tekjustofna. Frönskumælandi stjórnmálamenn höfnuðu þessum hugmyndum samstundis, og því fór sem fór.- gb Fréttir Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Tilraunir til að mynda nýja ríkisstjórn í Belgíu fóru eina ferðina enn út um þúfur í gær, fjórum mánuðum eftir þingkosningar. Nokkrir stjórnmálaleiðtogar hafa gert árangurslausar tilraunir til stjórnarmyndunar, en harkalegar deilur frönskumælandi og flæmskumælandi íbúa landsins hafa komið í veg fyrir að þingmeirihluti verði að veruleika. Í þetta var skiptið var það Bart de Wever, leiðtogi Nýja flæmska bandalagsins, stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem fór á fund Alberts konungs og sagðist ekki hafa haft erindi sem erfiði. Flokkur de Wevers fékk 27 prósent atkvæða og hafði lagt áherslu á að skipta landinu upp, eins og flæmingjar í norðurhluta landsins hafa margir hverjir barist fyrir, en frönskumælandi Vallónar í suðurhlutanum mega ekki heyra á það minnst. Hann kynnti í síðustu viku tillögur að málamiðlun, sem snerust um að flæmskumælandi og frönskumælandi hlutar landsins tækju að sér skattheimtu að hluta, og fengju þar með traustari tekjustofna. Frönskumælandi stjórnmálamenn höfnuðu þessum hugmyndum samstundis, og því fór sem fór.- gb
Fréttir Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira