Kynþáttahatur undirrót árásar á heimili 14. september 2010 06:00 Húsbrot Mennirnir sem réðust inn á heimili feðga á laugardag brutu rúðu í útidyrahurð og notuðu svo slökkvitæki sem var á ganginum til að brjóta sér leið inn í íbúð feðganna. Búið var að negla fyrir glugga í húsinu í gær. Fréttablaðið/Valli Ekkert bendir til annars en að kynþáttahatur hafi verið undirrót þess að tvívegis var ráðist inn á heimili feðga í Vesturbænum á laugardag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir eru ættaðir frá Kúbu en hafa búið hér á landi í ríflega áratug. Lögreglan handtók á sunnudag tvo menn sem grunaðir eru um að hafa stýrt húsbrotinu. Öðrum mannanna var sleppt að loknum yfirheyrslum. Hinn maðurinn, karlmaður á fertugsaldri, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hefur komið við sögu hjá lögreglu vegna ofbeldismála. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir að krafist hafi verið gæsluvarðhalds yfir manninum vegna rannsóknarhagsmuna. Hinn maðurinn hafi skýrt frá aðkomu sinni að málinu með fullnægjandi hætti svo ekki hafi verið þörf á því að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Málið má rekja til kynþáttafordóma sem kærasta sautján ára pilts, sem ættaður er frá Kúbu, varð fyrir frá samnemanda í Menntaskólanum í Kópavogi. Pilturinn staðfestir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi farið í skólann á fimmtudag ásamt fimm vinum sínum. Hann segir að tilgangurinn hafi verið að ræða við skólastjórann. Aðrir segja að tilgangurinn hafi verið að hitta á nemanda í skólanum sem hafi haft í hótunum við hann í gegnum kærustu hans. Ekki kom til átaka í skólanum en til orðaskipta kom milli sexmenninganna og nemanda í skólanum. Sá mun vera frændi mannsins sem nú situr í varðhaldi. Í kjölfarið fór pilturinn að fá símtöl frá manninum sem nú situr í varðhaldi þar sem honum var hótað. Á laugardag var svo tvívegis ráðist inn á heimili hans og föður hans, sem einnig er ættaður frá Kúbu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telur lögregla að maðurinn sem nú situr í varðhaldi hafi haft sig þar mest í frammi. Lögreglan telur að tilgangur mannanna hafi verið að ógna feðgunum og hræða þá. Mennirnir voru ekki vopnaðir, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þeir með verkfæri meðferðis. Feðgarnir flúðu land eftir aðfarirnar. Í samtali við morgunútvarp RÚV sagði faðirinn þá hafa fengið lögreglufylgd út á Keflavíkurflugvöll. Hákon segir það á misskilningi byggt. Þeir hafi ekki fengið lögreglufylgd, en lögreglumaður sem átt hafi erindi á Reykjanes hafi fylgt þeim á flugvöllinn. Lögreglan hafi enga aðkomu átt að þeirri ákvörðun feðganna að fara af landi brott. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Ekkert bendir til annars en að kynþáttahatur hafi verið undirrót þess að tvívegis var ráðist inn á heimili feðga í Vesturbænum á laugardag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir eru ættaðir frá Kúbu en hafa búið hér á landi í ríflega áratug. Lögreglan handtók á sunnudag tvo menn sem grunaðir eru um að hafa stýrt húsbrotinu. Öðrum mannanna var sleppt að loknum yfirheyrslum. Hinn maðurinn, karlmaður á fertugsaldri, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hefur komið við sögu hjá lögreglu vegna ofbeldismála. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir að krafist hafi verið gæsluvarðhalds yfir manninum vegna rannsóknarhagsmuna. Hinn maðurinn hafi skýrt frá aðkomu sinni að málinu með fullnægjandi hætti svo ekki hafi verið þörf á því að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Málið má rekja til kynþáttafordóma sem kærasta sautján ára pilts, sem ættaður er frá Kúbu, varð fyrir frá samnemanda í Menntaskólanum í Kópavogi. Pilturinn staðfestir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi farið í skólann á fimmtudag ásamt fimm vinum sínum. Hann segir að tilgangurinn hafi verið að ræða við skólastjórann. Aðrir segja að tilgangurinn hafi verið að hitta á nemanda í skólanum sem hafi haft í hótunum við hann í gegnum kærustu hans. Ekki kom til átaka í skólanum en til orðaskipta kom milli sexmenninganna og nemanda í skólanum. Sá mun vera frændi mannsins sem nú situr í varðhaldi. Í kjölfarið fór pilturinn að fá símtöl frá manninum sem nú situr í varðhaldi þar sem honum var hótað. Á laugardag var svo tvívegis ráðist inn á heimili hans og föður hans, sem einnig er ættaður frá Kúbu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telur lögregla að maðurinn sem nú situr í varðhaldi hafi haft sig þar mest í frammi. Lögreglan telur að tilgangur mannanna hafi verið að ógna feðgunum og hræða þá. Mennirnir voru ekki vopnaðir, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þeir með verkfæri meðferðis. Feðgarnir flúðu land eftir aðfarirnar. Í samtali við morgunútvarp RÚV sagði faðirinn þá hafa fengið lögreglufylgd út á Keflavíkurflugvöll. Hákon segir það á misskilningi byggt. Þeir hafi ekki fengið lögreglufylgd, en lögreglumaður sem átt hafi erindi á Reykjanes hafi fylgt þeim á flugvöllinn. Lögreglan hafi enga aðkomu átt að þeirri ákvörðun feðganna að fara af landi brott. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira