Vettel: Hvert mót mikilvægt í lokaslagnum 26. ágúst 2010 14:39 Sebastian Vettel á fréttamannafundi í Spa í Belgíu i dag. Mynd: Getty Images Sjö mót eru eftir í meistaramótinu í Fornúlu 1 og Sebastian Vettel hjá Red Bull segir titislaginn hefjast fyrir alvöru um helgina, en hann hefur lent í ýmsum ógöngum á árinu. Bíll hefur bilað hjá honum í móti, felguró losnaði af einu dekki þannig að dekkið fór undan í einni keppni. Hann gerði mistök fyrir aftan öryggisbílinn í síðustu keppni sem kostaði hann mögulegan sigur og hann hefur tapað stigum á þessum uppákomum. En hann sýtir ekki orðinn hlut, eins og kemur fram í frétt á autosport.com. "Við ættum að vera með fleiri stig. En það þýðir ekki að fást um ef og hefði. Það eru stigin sem skipta máli á stigatöflunni. Við ættum að hafa fleiri stig, en það eru önnur lið og aðrir ökumenn með svipaðar hugmyndir um eigin stöðu", sagði Vettel. "Staðan er eins og staðan er og við erum á byrjunarreit. Við verðum að einbeita okkur að hverju móti og hvert mót sem eftir eru skiptir máli. Ferrarri og McLaren munu pressa á lokasprettinum, en þeir eru í sömu stöðu og við og staðan er jöfn stigalega séð." "Stigagjöfin er öðruvísi en áður og þó munurinn virðist mikill á blaði, þá er hann nánast engin. Fernando Alonso náði tveimur góðum mótum og náði sér í toppslaginn. Það sýnir best hvað þetta er fljótt að breytast og maður verður að berjast til loka", sagði Vettel. Mótshelgin á Spa er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og tímatakan og kappaksturinn er í opinni dagskrá. Stigastaðan 1 Mark Webber 161 2 Lewis Hamilton 157 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 97 7 Nico Rosberg 94 8 Robert Kubica 89 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sjö mót eru eftir í meistaramótinu í Fornúlu 1 og Sebastian Vettel hjá Red Bull segir titislaginn hefjast fyrir alvöru um helgina, en hann hefur lent í ýmsum ógöngum á árinu. Bíll hefur bilað hjá honum í móti, felguró losnaði af einu dekki þannig að dekkið fór undan í einni keppni. Hann gerði mistök fyrir aftan öryggisbílinn í síðustu keppni sem kostaði hann mögulegan sigur og hann hefur tapað stigum á þessum uppákomum. En hann sýtir ekki orðinn hlut, eins og kemur fram í frétt á autosport.com. "Við ættum að vera með fleiri stig. En það þýðir ekki að fást um ef og hefði. Það eru stigin sem skipta máli á stigatöflunni. Við ættum að hafa fleiri stig, en það eru önnur lið og aðrir ökumenn með svipaðar hugmyndir um eigin stöðu", sagði Vettel. "Staðan er eins og staðan er og við erum á byrjunarreit. Við verðum að einbeita okkur að hverju móti og hvert mót sem eftir eru skiptir máli. Ferrarri og McLaren munu pressa á lokasprettinum, en þeir eru í sömu stöðu og við og staðan er jöfn stigalega séð." "Stigagjöfin er öðruvísi en áður og þó munurinn virðist mikill á blaði, þá er hann nánast engin. Fernando Alonso náði tveimur góðum mótum og náði sér í toppslaginn. Það sýnir best hvað þetta er fljótt að breytast og maður verður að berjast til loka", sagði Vettel. Mótshelgin á Spa er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og tímatakan og kappaksturinn er í opinni dagskrá. Stigastaðan 1 Mark Webber 161 2 Lewis Hamilton 157 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 97 7 Nico Rosberg 94 8 Robert Kubica 89
Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira